Gætum séð aukningu í svipuðum aðgerðum og á Akureyri Bjarki Sigurðsson skrifar 13. janúar 2024 13:01 Margrét Valdimarsdóttir, dósent í afbrotafræði. Vísir/Arnar Handtaka manns á Akureyri sem er tengdur ISIS-hryðjuverkasamtökunum er einsdæmi hér á landi. Afbrotafræðingur segir aðgerðum sem þessari geta fjölgað hér á landi á næstu árum með fjölgun flóttamanna. Í gær voru þrír karlmenn handteknir í aðgerðum lögreglunnar á Akureyri. Einn hinna handteknu var fluttur úr landi samdægurs ásamt eiginkonu sinni og sex börnum. Maðurinn er talinn tengjast hryðjuverkasamtökunum ISIS. Flóttafólki muni fjölga Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er að maður búsettur hér á landi tengist ISIS-samtökunum. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að aðgerðum svipuðum og þessari á Akureyri, gæti fjölgað á næstu árum. „Ástæðan fyrir því að það er líklegra að flóttafólk tengist hryðjuverkasamtökum en fólk sem flytur hingað af öðrum ástæðum er að flóttafólk er að flýja stríðshrjáð lönd þar sem hryðjuverkasamtök og hryðjuverk eru algengari. Vopnuð átök ýta undir hryðjuverkastarfsemi. Það er margt sem bendir til þess að flóttafólki muni fjölga á næstu árum og þess vegna gætum við alveg verið að horfa fram á aukningu í svona aðgerðum. Að þetta sé eitthvað sem muni gerast á næstu árum,“ segir Margrét. Flestir jákvæðir gagnvart flóttafólki Hún segir að svona tilvik geti ýtt undir fordóma gagnvart flóttafólki. „Það er þó mest fyrst um sinn, fyrst eftir að aðgerðirnar koma upp og fólki er brugðið. En ég held að Íslendingar séu jákvæðir gagnvart, eins og ég sagði, að taka á móti flóttafólki og vilja gera það vel. Líka jákvæðir gegn flóttafólki sem kemur frá Miðausturlöndum,“ segir Margrét. Eðlilegt sé að vera með síu á hverjir fá hæli hér á landi. „Íslendingar vilja taka á móti flóttafólki og vilja að gera sitt besta við að taka á móti fólki sem er að sækja um alþjóðlega vernd en það þarf að vera einhver sía. Og þá ímynda ég mér að flestir séu sammála um að við viljum ekki fólk sem tengist hryðjuverkasamtökum,“ segir Margrét. Lögreglumál Akureyri Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Í gær voru þrír karlmenn handteknir í aðgerðum lögreglunnar á Akureyri. Einn hinna handteknu var fluttur úr landi samdægurs ásamt eiginkonu sinni og sex börnum. Maðurinn er talinn tengjast hryðjuverkasamtökunum ISIS. Flóttafólki muni fjölga Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er að maður búsettur hér á landi tengist ISIS-samtökunum. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að aðgerðum svipuðum og þessari á Akureyri, gæti fjölgað á næstu árum. „Ástæðan fyrir því að það er líklegra að flóttafólk tengist hryðjuverkasamtökum en fólk sem flytur hingað af öðrum ástæðum er að flóttafólk er að flýja stríðshrjáð lönd þar sem hryðjuverkasamtök og hryðjuverk eru algengari. Vopnuð átök ýta undir hryðjuverkastarfsemi. Það er margt sem bendir til þess að flóttafólki muni fjölga á næstu árum og þess vegna gætum við alveg verið að horfa fram á aukningu í svona aðgerðum. Að þetta sé eitthvað sem muni gerast á næstu árum,“ segir Margrét. Flestir jákvæðir gagnvart flóttafólki Hún segir að svona tilvik geti ýtt undir fordóma gagnvart flóttafólki. „Það er þó mest fyrst um sinn, fyrst eftir að aðgerðirnar koma upp og fólki er brugðið. En ég held að Íslendingar séu jákvæðir gagnvart, eins og ég sagði, að taka á móti flóttafólki og vilja gera það vel. Líka jákvæðir gegn flóttafólki sem kemur frá Miðausturlöndum,“ segir Margrét. Eðlilegt sé að vera með síu á hverjir fá hæli hér á landi. „Íslendingar vilja taka á móti flóttafólki og vilja að gera sitt besta við að taka á móti fólki sem er að sækja um alþjóðlega vernd en það þarf að vera einhver sía. Og þá ímynda ég mér að flestir séu sammála um að við viljum ekki fólk sem tengist hryðjuverkasamtökum,“ segir Margrét.
Lögreglumál Akureyri Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira