Fótbolti

Ingi­björg til liðs við Duisburg

Dagur Lárusson skrifar
Ingibjörg Sigurðardóttir er einn af bestu varnarmönnum íslenska landsliðsins og var gerð að fyrirliða Vålerenga í sumar.
Ingibjörg Sigurðardóttir er einn af bestu varnarmönnum íslenska landsliðsins og var gerð að fyrirliða Vålerenga í sumar. Getty

Ingibjörg Sigurðardóttir, íslenska landsliðskonan, hefur gengið til liðs við þýska félagið Duisburg.

Hin 26 ára gamla Ingbjörg hefur verið hjá norska félaginu Valerenga frá árinu 2019 en hún var gerður fyrirliði liðsins á árinu. Þar á undan var hún í Svíþjóð hjá Djurgarden.

Samningur Ingbjargar við Duisburg er heldur stuttur en hann gildir aðeins til næsta sumars.

Ingibjörg er góður liðstyrkur fyrir þýska félagið sem er í mikilli fallbaráttu í þýsku deildinni en liðið er á botninum með aðeins tvö stig eftir tíu leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×