Innlent

Tveir létust í slysinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sex voru fluttir slasaðir með þyrlum Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Tveir voru úrskurðaðir látnir á vettvangi.
Sex voru fluttir slasaðir með þyrlum Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Tveir voru úrskurðaðir látnir á vettvangi.

Tveir erlendir ferðamenn létust í alvarlegu umferðarslysi sem varð laust fyrir klukkan tíu í morgun á Þjóðvegi 1 skammt vestan við afleggjarann að Skaftafelli. Tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðum áttum skullu saman, en mikil ísing var á vettvangi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Tveir aðilar, erlendir ferðamenn voru úrskurðaðir látnir á vettvangi.

Alls voru átta aðilar í bílunum tveimur. Sex aðilar voru fluttir minna slasaðir til aðhlynningar á Landspítalann í Fossvogi með þyrlum Landhelgisgæslunnar.

Slyssið varð á þjóðvegi 1 við Skaftafellsá nærri Svínafellsjökli um tíuleytið í morgun.Grafík/Sara
Sex aðilar voru fluttir minna slasaðir til aðhlynningar á Landspítalann í Fossvogi með þyrlum Landhelgisgæslunnar. Þær lentu báðar um klukkan 13.Vísir/Dúi
Vísir/Dúi

Fjölmennt lið björgunarfólks frá sjúkraflutningum, slökkviliðum, björgunarsveitum og lögreglu fór á vettvang ásamt tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar.

Í tilkynningu lögreglu segir að vinna á vettvangi sé langt komin. Rannsókn málsins er á frumstigi og í höndum lögreglunnar á Suðurlandi. Þjóðvegi 1 hefur verið lokað á meðan aðgerðir standa yfir, en ekið er um hjáleið við Skaftafell.

Fjórir hafa látist í banaslysum í umferðinni á árinu. Hjón á Suðurnesjum létust í umferðarslysi á Grindavíkurvegi


Tengdar fréttir

Sex fluttir með þyrlum til Reykjavíkur

Sex af þeim átta sem slösuðust í árekstri á hringveginum nærri Svínafellsjökli eru á leiðinni til Reykjavíkur með tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar. Von er á þeim á Landspítalann í Fossvogi upp úr klukkan eitt.

Hált á vettvangi árekstursins

Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir mikla hálku vera við Skaftafell þar sem tveir fólksbílar skullu saman í morgun og átta slösuðust. Tveir eru alvarlega slasaðir og fólkið hefur enn ekki verið flutt á sjúkrahús.

Átta slasaðir eftir alvarlegt slys við Skaftafellsá

Hópslysaáætlun hefur verið virkjuð á Suðurlandi eftir árekstur tveggja bíla á þjóðveginum við Svínafellsjökul á Suðurlandi. Átta eru sagðir slasaðir þar af tveir alvarlega. Þyrlur Landhelgisgæslunnar eru á leiðinni á vettvang. Lokað hefur verið umferð um veginn vegna slyssins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×