Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2024 17:30 Edda Björk Arnardóttir var handtekin og framseld til Noregs vegna þess að norska lögreglan ályktaði sem svo að hún ætlaði ekki að mæta fyrir dóm. Hún hafði gert ferðaplön fyrir dóm í Noregi en áður en til þess kom var handtökuskipun gefin út. Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. Þetta kemur fram í dómnum yfir Eddu Björk sem hlaut í dag tuttugu mánaða refsingu fyrir að flytja syni sína þrjá á brott frá Noregi í einkaflugvél í mars 2022. Föður drengjanna hafði þá verið dæmd forsjá þeirra fyrir norskum dómstólum. Ályktuðu að Edda ætlaði ekki að mæta Gefin var út handtökuskipun á Eddu Björk í Noregi í júlí 2023 vegna þess að hún hafði ekki svarað stefnu norsku lögreglunnar. Gerðu norsk yfirvöld þannig ráð fyrir að hún ætlaði ekki að mæta í aðalmeðferð málsins í ágúst. Edda Björk hefur alltaf haldið því fram að hún hafi ætlað að mæta en handtökuskipun hafi verið gefin út áður en þinghaldið átti að fara fram. „Síðastliðið sumar var gefin út handtökubeiðni á mig í Noregi. Forsendur hennar eru sagðar þær að ég hafi ekki brugðist við fyrirkalli til að mæta í réttarhöld yfir mér þann 9. og 10. ágúst síðastliðinn. Þann 28. júlí eða 12 dögum FYRIR áætlaða aðalmeðferð var óskað eftir því að ég yrði handtekin og framseld,“ sagði Edda Björk í yfirlýsingu á Facebook í sumar. „Ekkert í gögnum frá Noregi sýnir að ég hafi ekki ætlað að mæta fyrir dóm, þvert á móti var lögmaður minn í Noregi búinn að staðfesta þessar dagsetningar við réttinn.“ Ekki tilbúin að fara út í óvissu Edda Björk, sem þá fór huldu höfði á Íslandi, sagðist ekki tilbúin að láta handtaka sig og láta færa sig til Noregs án þess að dagsetning væri komin á ný réttarhöld. Svo fór að íslensk yfirvöld samþykktu framsalsbeiðni Norðmanna, leit var gerð að Eddu Björk og sonum hennar og hún handtekin og framseld til Noregs í desember. Þar hefur hún sætt gæsluvarðhaldi. Í dómi þingréttarins í Þelamörk viðurkennir saksóknari að hann geti ekki litið hjá því að ekki hafi tekist að birta Eddu Björk stefnu í sumar því heimilisfang hennar á Íslandi hafi verið rangt slegið inn. Norska lögreglan hafi ekki óskað eftir aðstoð frá íslenskum yfirvöldum varðandi birtingu stefnunnar, svo sem með afhendingu með stafrænum leiðum eða fyrirspurnum til verjanda Eddu Bjarkar. Aðalmeðferðinni sem hafði verið dagsett í ágúst var frestað þar sem lögreglan taldi Eddu ekki hafa brugðist. Eddu hefði hins vegar verið kunnugt um dagsetningu réttarhaldanna í gegnum lögmann sinn og hafði gert ferðaplön til Noregs vegna þeirra. Því taldi dómurinn ljóst að frestunin væri ekki Eddu að kenna og málið hefði vel getað farið fram í ágúst. Afpláni á Íslandi Taldi dómurinn rétt að gefa 15 prósenta frádrátt á refsingun vegna þess að málið hafi tekið óþarflega mikinn tíma. Var refsingin að þeim frádrætti meðtöldum ákveðin tuttugu mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður sem gætir hagsmuna Eddu Bjarkar, segir Eddu enn í gæsluvarðhaldi ytra eftir dómsuppkvaðninguna. Unnið sé hörðum höndum að fá hana heim til Íslands. Það hafi verið eina skilyrði ríkissaksóknara fyrir framsalinu að Edda Björk fengi að afplána dóminn á Íslandi. Nú þurfi að athuga hvort ríkissaksóknari gangi ekki eftir því að staðið verði við það skilyrði. Þá sé til skoðunar hvort Edda Björk geti afplánað dóminn með samfélagsþjónustu. Mál Eddu Bjarkar Noregur Dómsmál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Þetta kemur fram í dómnum yfir Eddu Björk sem hlaut í dag tuttugu mánaða refsingu fyrir að flytja syni sína þrjá á brott frá Noregi í einkaflugvél í mars 2022. Föður drengjanna hafði þá verið dæmd forsjá þeirra fyrir norskum dómstólum. Ályktuðu að Edda ætlaði ekki að mæta Gefin var út handtökuskipun á Eddu Björk í Noregi í júlí 2023 vegna þess að hún hafði ekki svarað stefnu norsku lögreglunnar. Gerðu norsk yfirvöld þannig ráð fyrir að hún ætlaði ekki að mæta í aðalmeðferð málsins í ágúst. Edda Björk hefur alltaf haldið því fram að hún hafi ætlað að mæta en handtökuskipun hafi verið gefin út áður en þinghaldið átti að fara fram. „Síðastliðið sumar var gefin út handtökubeiðni á mig í Noregi. Forsendur hennar eru sagðar þær að ég hafi ekki brugðist við fyrirkalli til að mæta í réttarhöld yfir mér þann 9. og 10. ágúst síðastliðinn. Þann 28. júlí eða 12 dögum FYRIR áætlaða aðalmeðferð var óskað eftir því að ég yrði handtekin og framseld,“ sagði Edda Björk í yfirlýsingu á Facebook í sumar. „Ekkert í gögnum frá Noregi sýnir að ég hafi ekki ætlað að mæta fyrir dóm, þvert á móti var lögmaður minn í Noregi búinn að staðfesta þessar dagsetningar við réttinn.“ Ekki tilbúin að fara út í óvissu Edda Björk, sem þá fór huldu höfði á Íslandi, sagðist ekki tilbúin að láta handtaka sig og láta færa sig til Noregs án þess að dagsetning væri komin á ný réttarhöld. Svo fór að íslensk yfirvöld samþykktu framsalsbeiðni Norðmanna, leit var gerð að Eddu Björk og sonum hennar og hún handtekin og framseld til Noregs í desember. Þar hefur hún sætt gæsluvarðhaldi. Í dómi þingréttarins í Þelamörk viðurkennir saksóknari að hann geti ekki litið hjá því að ekki hafi tekist að birta Eddu Björk stefnu í sumar því heimilisfang hennar á Íslandi hafi verið rangt slegið inn. Norska lögreglan hafi ekki óskað eftir aðstoð frá íslenskum yfirvöldum varðandi birtingu stefnunnar, svo sem með afhendingu með stafrænum leiðum eða fyrirspurnum til verjanda Eddu Bjarkar. Aðalmeðferðinni sem hafði verið dagsett í ágúst var frestað þar sem lögreglan taldi Eddu ekki hafa brugðist. Eddu hefði hins vegar verið kunnugt um dagsetningu réttarhaldanna í gegnum lögmann sinn og hafði gert ferðaplön til Noregs vegna þeirra. Því taldi dómurinn ljóst að frestunin væri ekki Eddu að kenna og málið hefði vel getað farið fram í ágúst. Afpláni á Íslandi Taldi dómurinn rétt að gefa 15 prósenta frádrátt á refsingun vegna þess að málið hafi tekið óþarflega mikinn tíma. Var refsingin að þeim frádrætti meðtöldum ákveðin tuttugu mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður sem gætir hagsmuna Eddu Bjarkar, segir Eddu enn í gæsluvarðhaldi ytra eftir dómsuppkvaðninguna. Unnið sé hörðum höndum að fá hana heim til Íslands. Það hafi verið eina skilyrði ríkissaksóknara fyrir framsalinu að Edda Björk fengi að afplána dóminn á Íslandi. Nú þurfi að athuga hvort ríkissaksóknari gangi ekki eftir því að staðið verði við það skilyrði. Þá sé til skoðunar hvort Edda Björk geti afplánað dóminn með samfélagsþjónustu.
Mál Eddu Bjarkar Noregur Dómsmál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira