Neitaði formanni um aðgang að reikningum BÍ og því fór sem fór Jakob Bjarnar skrifar 11. janúar 2024 15:31 Köldu hefur andað milli þeirra Sigríðar Daggar og Hjálmars Jónssonar og hefur ástandið á skrifstofum BÍ verið erfitt undanfarna mánuði. Því lauk svo með því að stjórnin rak Hjálmar í gær en hann segir meðal annars í nýjum pistli að hann sé ekki haldinn „frekjukallasyndrómi“ ef einhver haldi það. vísir/vilhelm Hjálmar Jónsson, sem í gær var rekinn sem framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands, segir endanlega hafa soðið upp úr milli hans og formanns BÍ, Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, þegar hún fór fram á að fá svonefndan „skoðunaraðgang“ að reikningum félagsins. „Ég hafnaði því alfarið, enda fullkomlega óeðlilegt að mínu mati. Stjórn og formaður geta kallað eftir öllum upplýsingum úr bókhaldi félagsins, en viðkvæmar persónuupplýsingar um hverjir fá endurgreiddan sálfræðikostnað eða eru að glíma við krabbamein, svo dæmi séu tekin, koma þeim að sjálfsögðu ekki við,“ segir Hjálmar meðal annars í aðsendri grein á Vísi. Hann segir stjórn styrktarsjóðs BÍ kjörna á aðalfundi og hún afgreiði þau mál og er bundin ströngum trúnaði. „Að veita öðrum aðild að slíkum persónugreinanlegum upplýsingum væri lögbrot og trúnaður um þessar upplýsingar þarf að vera hafinn yfir allan vafa,“ segir Hjálmar. Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti einróma að víkja Hjálmari úr starfi og er vísað til trúnaðarbrests. Hjálmar hafnar því að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða. Ágreiningur hans við Sigríði Dögg snerist að hans sögn eingöngu um meint brot hennar á skattalögum og skort á því að gera hreint fyrir sínum dyrum þegar fjölmiðlar hafa gengið eftir skýringum. Sú hafi verið skylda hans þó Hjálmar hafi upplifað sig einmana á þeirri vegferð. Ljóst er að hin „meintu skattalagabrot“ Sigríðar Daggar eru Hjálmari ofarlega í huga en eftir að hafa talað um „meint“ skattalagabrot hennar í pistli sínum herðir Hjálmar á skrúfunni í þeim efnum og kemur að þeim aftur: „Það liggur fyrir í samtölum mínum við núverandi formann að hann er sekur um að skjóta tekjum undan skatti í þrjú ár. Það hefði ekki komist upp nema vegna þess að skattyfirvöld kölluðu eftir upplýsingum frá Airbnb og fengu um síðir. Að telja ekki fram tekjur til skatts í eitt ár getur verið mistök, í tvö ár kanski heimska, en í þrjú ár samfleytt hlýtur að teljast einbeittur brotavilji. Í mínu ungdæmi hétu þetta skattsvik en á nýíslensku núverandi formanns heitir þetta endurálagning!“ Hjálmar segir að Sigríður Dögg sé þjakaða af „íslensku veikinni“ sem felst í því að vilja „setja sjálfum sér sérreglur og öllum öðrum aðrar reglur. „Það er þjóðarósiður.“ Fjölmiðlar Félagasamtök Stéttarfélög Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
„Ég hafnaði því alfarið, enda fullkomlega óeðlilegt að mínu mati. Stjórn og formaður geta kallað eftir öllum upplýsingum úr bókhaldi félagsins, en viðkvæmar persónuupplýsingar um hverjir fá endurgreiddan sálfræðikostnað eða eru að glíma við krabbamein, svo dæmi séu tekin, koma þeim að sjálfsögðu ekki við,“ segir Hjálmar meðal annars í aðsendri grein á Vísi. Hann segir stjórn styrktarsjóðs BÍ kjörna á aðalfundi og hún afgreiði þau mál og er bundin ströngum trúnaði. „Að veita öðrum aðild að slíkum persónugreinanlegum upplýsingum væri lögbrot og trúnaður um þessar upplýsingar þarf að vera hafinn yfir allan vafa,“ segir Hjálmar. Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti einróma að víkja Hjálmari úr starfi og er vísað til trúnaðarbrests. Hjálmar hafnar því að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða. Ágreiningur hans við Sigríði Dögg snerist að hans sögn eingöngu um meint brot hennar á skattalögum og skort á því að gera hreint fyrir sínum dyrum þegar fjölmiðlar hafa gengið eftir skýringum. Sú hafi verið skylda hans þó Hjálmar hafi upplifað sig einmana á þeirri vegferð. Ljóst er að hin „meintu skattalagabrot“ Sigríðar Daggar eru Hjálmari ofarlega í huga en eftir að hafa talað um „meint“ skattalagabrot hennar í pistli sínum herðir Hjálmar á skrúfunni í þeim efnum og kemur að þeim aftur: „Það liggur fyrir í samtölum mínum við núverandi formann að hann er sekur um að skjóta tekjum undan skatti í þrjú ár. Það hefði ekki komist upp nema vegna þess að skattyfirvöld kölluðu eftir upplýsingum frá Airbnb og fengu um síðir. Að telja ekki fram tekjur til skatts í eitt ár getur verið mistök, í tvö ár kanski heimska, en í þrjú ár samfleytt hlýtur að teljast einbeittur brotavilji. Í mínu ungdæmi hétu þetta skattsvik en á nýíslensku núverandi formanns heitir þetta endurálagning!“ Hjálmar segir að Sigríður Dögg sé þjakaða af „íslensku veikinni“ sem felst í því að vilja „setja sjálfum sér sérreglur og öllum öðrum aðrar reglur. „Það er þjóðarósiður.“
Fjölmiðlar Félagasamtök Stéttarfélög Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira