Fótbolti

Dortmund stað­festir komu Sanchos

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jadon Sancho er kominn aftur í gula og svarta búninginn.
Jadon Sancho er kominn aftur í gula og svarta búninginn. getty/Alex Gottschalk

Jadon Sancho er kominn aftur til Borussia Dortmund á láni frá Manchester United. Lánssamningurinn gildir út tímabilið.

Sancho þekkir vel til hjá Dortmund en hann lék með liðinu á árunum 2017-21, alls 137 leiki og skoraði fimmtíu mörk.

Dortmund seldi Sancho til United sumarið 2021 en hann fann sig aldrei hjá Manchester-liðinu.

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri United, setti kantmanninn út í kuldann fyrr á þessu tímabili eftir að hann gagnrýndi hann opinberlega eftir að hafa ekki verið í hóp í leik gegn Arsenal.

Dortmund mætir Darmstadt í þýsku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Liðið er í 5. sæti og auk þess komið í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem það mætir PSV Eindhoven.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×