Christie dregur sig í hlé en biðlar til kjósenda að hafna Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. janúar 2024 08:30 Christie hefur verið eina forsetaefni Repúblikanaflokksins sem hefur vaðið í Trump. AP/Robert F. Bukaty Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey, hefur dregið sig úr forkosningum Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar. Valið mun þá stand á milli Donald Trump, Nikki Haley og Ron DeSantis. „Ég ætla að tryggja að ég muni á engan hátt greiða fyrir því að Donald Trump verði aftur forseti Bandaríkjanna,“ sagði Christie þegar hann tilkynnti ákvörðun sína. Christie hefur sætt nokkrum þrýstingi samflokksmanna sinna um að draga sig til hlés, ef það mætti verða til þess að hófsamari armur Repúblikanaflokksins næði að sameinast um frambjóðanda annan en Trump. Stjórnmálaspekingar segja hins vegar að Christie hafi líklega viljað vera með eins lengi og unnt var til að gera allt sem í valdi hans stæði til að gagnrýna Trump og draga úr stuðningi við hann. Christie, sem var eitt sinn ötull stuðningsmaður og samverkamaður Trump, hefur verið meðal hörðustu gagnrýnenda hans síðustu misseri og sá eini af forsetaefnum Repúblikanaflokksins sem hefur ekki veigrað sér við því að hjóla í forsetann fyrrverandi. Áður en hann greindi frá ákvörðun sinni náðist Christie á upptökur, þar sem hann virðist ekki hafa áttað sig á því að það var kveikt á hljóðnemanum sem hann var með, þar sem hann sagði að Haley ætti ekki séns og að DeSantis væri „skíthræddur“. Þá biðlaði hann í kjölfarið til kjósenda um að hafna Trump, sem hann sakaði um að setja eigin hagsmuni ofar þjóðarinnar. „Donald Trump vill að þið séuð reið alla daga því hann er reiður,“ sagði Christie. Það mun liggja fyrir í júlí hver verður frambjóðandi Repúlbikanaflokksins og mætir Joe Biden Bandaríkjaforseta í kosningunum í nóvember. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Fleiri fréttir Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Sjá meira
„Ég ætla að tryggja að ég muni á engan hátt greiða fyrir því að Donald Trump verði aftur forseti Bandaríkjanna,“ sagði Christie þegar hann tilkynnti ákvörðun sína. Christie hefur sætt nokkrum þrýstingi samflokksmanna sinna um að draga sig til hlés, ef það mætti verða til þess að hófsamari armur Repúblikanaflokksins næði að sameinast um frambjóðanda annan en Trump. Stjórnmálaspekingar segja hins vegar að Christie hafi líklega viljað vera með eins lengi og unnt var til að gera allt sem í valdi hans stæði til að gagnrýna Trump og draga úr stuðningi við hann. Christie, sem var eitt sinn ötull stuðningsmaður og samverkamaður Trump, hefur verið meðal hörðustu gagnrýnenda hans síðustu misseri og sá eini af forsetaefnum Repúblikanaflokksins sem hefur ekki veigrað sér við því að hjóla í forsetann fyrrverandi. Áður en hann greindi frá ákvörðun sinni náðist Christie á upptökur, þar sem hann virðist ekki hafa áttað sig á því að það var kveikt á hljóðnemanum sem hann var með, þar sem hann sagði að Haley ætti ekki séns og að DeSantis væri „skíthræddur“. Þá biðlaði hann í kjölfarið til kjósenda um að hafna Trump, sem hann sakaði um að setja eigin hagsmuni ofar þjóðarinnar. „Donald Trump vill að þið séuð reið alla daga því hann er reiður,“ sagði Christie. Það mun liggja fyrir í júlí hver verður frambjóðandi Repúlbikanaflokksins og mætir Joe Biden Bandaríkjaforseta í kosningunum í nóvember.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Fleiri fréttir Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Sjá meira