Christie dregur sig í hlé en biðlar til kjósenda að hafna Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. janúar 2024 08:30 Christie hefur verið eina forsetaefni Repúblikanaflokksins sem hefur vaðið í Trump. AP/Robert F. Bukaty Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey, hefur dregið sig úr forkosningum Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar. Valið mun þá stand á milli Donald Trump, Nikki Haley og Ron DeSantis. „Ég ætla að tryggja að ég muni á engan hátt greiða fyrir því að Donald Trump verði aftur forseti Bandaríkjanna,“ sagði Christie þegar hann tilkynnti ákvörðun sína. Christie hefur sætt nokkrum þrýstingi samflokksmanna sinna um að draga sig til hlés, ef það mætti verða til þess að hófsamari armur Repúblikanaflokksins næði að sameinast um frambjóðanda annan en Trump. Stjórnmálaspekingar segja hins vegar að Christie hafi líklega viljað vera með eins lengi og unnt var til að gera allt sem í valdi hans stæði til að gagnrýna Trump og draga úr stuðningi við hann. Christie, sem var eitt sinn ötull stuðningsmaður og samverkamaður Trump, hefur verið meðal hörðustu gagnrýnenda hans síðustu misseri og sá eini af forsetaefnum Repúblikanaflokksins sem hefur ekki veigrað sér við því að hjóla í forsetann fyrrverandi. Áður en hann greindi frá ákvörðun sinni náðist Christie á upptökur, þar sem hann virðist ekki hafa áttað sig á því að það var kveikt á hljóðnemanum sem hann var með, þar sem hann sagði að Haley ætti ekki séns og að DeSantis væri „skíthræddur“. Þá biðlaði hann í kjölfarið til kjósenda um að hafna Trump, sem hann sakaði um að setja eigin hagsmuni ofar þjóðarinnar. „Donald Trump vill að þið séuð reið alla daga því hann er reiður,“ sagði Christie. Það mun liggja fyrir í júlí hver verður frambjóðandi Repúlbikanaflokksins og mætir Joe Biden Bandaríkjaforseta í kosningunum í nóvember. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Sjá meira
„Ég ætla að tryggja að ég muni á engan hátt greiða fyrir því að Donald Trump verði aftur forseti Bandaríkjanna,“ sagði Christie þegar hann tilkynnti ákvörðun sína. Christie hefur sætt nokkrum þrýstingi samflokksmanna sinna um að draga sig til hlés, ef það mætti verða til þess að hófsamari armur Repúblikanaflokksins næði að sameinast um frambjóðanda annan en Trump. Stjórnmálaspekingar segja hins vegar að Christie hafi líklega viljað vera með eins lengi og unnt var til að gera allt sem í valdi hans stæði til að gagnrýna Trump og draga úr stuðningi við hann. Christie, sem var eitt sinn ötull stuðningsmaður og samverkamaður Trump, hefur verið meðal hörðustu gagnrýnenda hans síðustu misseri og sá eini af forsetaefnum Repúblikanaflokksins sem hefur ekki veigrað sér við því að hjóla í forsetann fyrrverandi. Áður en hann greindi frá ákvörðun sinni náðist Christie á upptökur, þar sem hann virðist ekki hafa áttað sig á því að það var kveikt á hljóðnemanum sem hann var með, þar sem hann sagði að Haley ætti ekki séns og að DeSantis væri „skíthræddur“. Þá biðlaði hann í kjölfarið til kjósenda um að hafna Trump, sem hann sakaði um að setja eigin hagsmuni ofar þjóðarinnar. „Donald Trump vill að þið séuð reið alla daga því hann er reiður,“ sagði Christie. Það mun liggja fyrir í júlí hver verður frambjóðandi Repúlbikanaflokksins og mætir Joe Biden Bandaríkjaforseta í kosningunum í nóvember.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Sjá meira