Þrjú rauð spjöld og skotblysaslagur í ítalska bikarnum Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. janúar 2024 19:09 Hér sjást aðdáendur AS Roma munda skotblys og reyksprengjur fyrir leik gegn erkifjendum sínum, Lazio. Ivan Romano/Getty Images Nágrannaliðin Lazio og AS Roma áttust við í 8-liða úrslitum ítalska bikarsins í kvöld. Leiknum lauk með 1-0 sigri Lazio, Mattia Zaccagni skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu, þrír leikmenn fengu svo að líta rautt spjald á lokamínútunum. Mikil eftirvænting var meðal áhorfenda eins og alltaf þegar þessir tveir erkifjendur mætast. Fyrir leik mátti sjá tvo hópa beina skotblysum að hvorum öðrum, við litla hrifningu öryggisvarða og lögreglu. Oh it’s happening #LazioRoma 🧨 pic.twitter.com/mxyJF4h7Ta— Wayne Girard (@WayneinRome) January 10, 2024 Annars dró lítið til tíðinda í fyrri hálfleiknum. Paulo Dybala fór meiddur af velli í hálfleik, alvarleiki meiðslanna liggur ekki enn fyrir. Í upphafi seinni hálfleiks stöðvaði aðstoðardómari í VAR herberginu leikinn og dæmdi vítaspyrnu, Lazio í vil. Mattia Zaccagni fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Mikill hiti var innan sem utan vallar á leiknum í kvöld, í kjölfar vítaspyrnudómsins var töluvert um ágreining og orðaskipti milli leikmanna. Fjórir fengu að líta guld spjald, tveir úr hvoru liði. Það ætlaði svo allt um koll að keyra á lokamínútum leiksins, Rómverjar reyndu að sækja jöfnunarmarkið og Lazio liðið reyndi að hægja á leiknum og tefja hann eins mikið og mögulegt var. Luca Pellegrini og Pedro, leikmenn Lazio, fengu báðir gult fyrir leiktöf, sá síðarnefndi fékk svo rautt spjald fyrir að mótmæla gula spjaldinu sínu. Rómverjar voru þrátt fyrir það ekki sáttir með dómara leiksins, Sardar Azmoun og Gianluca Mancini fengu báðir beint rautt spjald fyrir orðaskipti við dómarann. Allt kom það fyrir ekkert, engin fleiri mörk litu dagsins ljós og Lazio heldur áfram í undanúrslit bikarsins. Ítalski boltinn Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Sjá meira
Mikil eftirvænting var meðal áhorfenda eins og alltaf þegar þessir tveir erkifjendur mætast. Fyrir leik mátti sjá tvo hópa beina skotblysum að hvorum öðrum, við litla hrifningu öryggisvarða og lögreglu. Oh it’s happening #LazioRoma 🧨 pic.twitter.com/mxyJF4h7Ta— Wayne Girard (@WayneinRome) January 10, 2024 Annars dró lítið til tíðinda í fyrri hálfleiknum. Paulo Dybala fór meiddur af velli í hálfleik, alvarleiki meiðslanna liggur ekki enn fyrir. Í upphafi seinni hálfleiks stöðvaði aðstoðardómari í VAR herberginu leikinn og dæmdi vítaspyrnu, Lazio í vil. Mattia Zaccagni fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Mikill hiti var innan sem utan vallar á leiknum í kvöld, í kjölfar vítaspyrnudómsins var töluvert um ágreining og orðaskipti milli leikmanna. Fjórir fengu að líta guld spjald, tveir úr hvoru liði. Það ætlaði svo allt um koll að keyra á lokamínútum leiksins, Rómverjar reyndu að sækja jöfnunarmarkið og Lazio liðið reyndi að hægja á leiknum og tefja hann eins mikið og mögulegt var. Luca Pellegrini og Pedro, leikmenn Lazio, fengu báðir gult fyrir leiktöf, sá síðarnefndi fékk svo rautt spjald fyrir að mótmæla gula spjaldinu sínu. Rómverjar voru þrátt fyrir það ekki sáttir með dómara leiksins, Sardar Azmoun og Gianluca Mancini fengu báðir beint rautt spjald fyrir orðaskipti við dómarann. Allt kom það fyrir ekkert, engin fleiri mörk litu dagsins ljós og Lazio heldur áfram í undanúrslit bikarsins.
Ítalski boltinn Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Sjá meira