Samþykkt að Kvosin og Austurstræti verði göngusvæði Lovísa Arnardóttir skrifar 10. janúar 2024 17:25 Gatan verður göngugata og meiri gróður í götunni. Mynd/Reykjavíkurborg Forhönnun að nýju Austurstræti var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í morgun. Gatan á að verða göngugata og í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að hönnun götunnar ýti undir það að hún verði áfram „ein mikilvægasta gata miðborgarinnar.“ Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti á fundi sínum að veita heimild fyrir áframhaldandi undirbúningi, verkhönnun og gerð útboðsgagna vegna endurhönnunar á Austurstræti. Einnig verður hafist handa við endurskoðun deiliskipulags Kvosarinnar sem göngusvæðis í samræmi við umferðarskipulag Kvosarinnar, hönnunarforsendur og fyrirliggjandi forhönnun á svæðinu, í Kirkjustræti, Austurstræti og á Lækjartorgi. Í undirbúningsferlinu og á framkvæmdatíma er gert ráð fyrir því að samráð verði haft við viðeigandi hagsmunaaðila svo sem íbúaráð, aðgengis- og samráðsnefnd um málefni fatlaðs fólks og atvinnulíf á svæðinu. Stórt svæði „Þetta byggir á framtíðarsýn fyrir umferðarskipulag Kvosarinnar sem var samþykkt 2020,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, en forhönnunin sem kynnt var í dag byggir á því að þróa allt svæðið sem göngusvæði. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata.Vísir/Vilhelm „Við samþykktum í dag að gera Kvosina að göngusvæði og undirbúa deiliskipulag í takt við það.“ Dóra Björt segir svæðið sem um ræðir nokkuð stórt en nefnir sem dæmi Pósthússtræti í báða enda við Austurstræti og svo sé spurning líka með Veltusund. „Við erum með þessu að klára það verkefni að gera Austurstræti að göngugötu. Gatan hefur auðvitað verið göngugata að hluta en við myndum klára það alla leið núna upp að Ingólfstorgi.“ Nóg af bílastæðum nálægt Dóra Björt segir að nálægt svæðinu séu stórir bílakjallarar og að það verði í hönnun hugað að aðgengisþörfum fatlaðs fólks og stæðum fyrir þau. Eins og hafi verið gert annars staðar á slíkum svæðum. „Það er þannig að bílastæðum í miðborginni hefur fjölgað síðustu ár en ekki fækkað. En þau hafa færst inn í bílastæðakjallara og -hús. Það er fjöldi bílastæða bara undir þessu svæði.“ Dóra segir að hún telji þessa breytingu „mjög gott skref í þágu grænni og gönguvænni Reykjavíkur“ og að hún styðji við blómlegt líf á svæðinu. Hún segir að fólk almennt sé mjög jákvætt fyrir göngugötum og að sú ánægja aukist á milli ára. Tilbúið á næstu árum Hún segir að fyrir veitingastaði skapi þetta meira rými fyrir útiveru gesta og að þau hafi sem dæmi mjög góða reynslu af svokölluðum „hvílustæðum“ þar sem veitingastaðir hafa fengið að taka bílastæði og breyta þeim í útisvæði. Hún segir tímarammann enn óljósan en vonar að svæðið verði tilbúið á næstu árum. Með breytingunni verður meira pláss fyrir fólk. Fleiri sæti við veitingastaði og bekkir til að setjast. Mynd/Reykjavíkurborg „Við ætlum að halda áfram fullum fetum með hönnun og deiliskipulagsundirbúninginn. Ég vona að það veðri hægt að klára það á næstu mánuðum og þá er spurning hversu fljótt við getum farið í útboð í kjölfarið. Ég vona að þetta gerist sem mest á þessu ári en kannski er ekki hægt að klára svona risastór verkefni á þessu ári. Það er erfitt að gefa nákvæma tímalínu. Ég vona að þetta verði tilbúið, með þessari flottu hönnun, á næstu árum. Vonandi sem allra fyrst.“ Tré gefa hlýlegt yfirbragð Á myndum sem fylgja tilkynningu borgarinnar breytist ásýnd götunnar nokkuð mikið. Tré verða gróðursett í þyrpingum. Þau eiga að gefa hlýlegt yfirbragð og hjálpa sömuleiðis til við að mynda skjól með því að stemma stigu við vindstrengjum. Í tilkynningu segir að vandað verði við val á trjám eftir aðstæðum og að undirgróður verði fjölbreyttur. Trén verða lauftré svo það opnast fyrir birtuna á veturna. Þá segir að eftir endurhönnunina muni gatnamót Pósthússtrætis og Austurstrætis njóta sín betur. Gert er ráð fyrir að meirihluti hjólastæðanna á svæðinu verði staðsett á Pósthússtræti. Í tilkynningu kemur fram að verkefnið hafi byrjað fyrir um tveimur árum og nái yfir stærra svæði sem telur líka Lækjartorg. Verkefnið byrjaði með keppni en Karres en Brands og Sp(r)int Studio báru sigur úr býtum í samkeppninni. Breyting á Lækjartorgi var kynnt fyrir um einu og hálfu ári. Með breytingunni á Austurstræti að mynda ásamt Bankastræti og Laugavegi einn helsta gönguás Reykjavíkur og tengja þannig saman mörg af mikilvægustu borgarrýmum, byggingum og starfsemi í miðborginni. Þá fær gatan enn meira mikilvægi þegar Borgarlínustöð kemur við Lækjargötuna. Reykjavík Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Skipulag Borgarstjórn Göngugötur Tengdar fréttir Viðreisn lofar lengstu göngugötu heims í miðbænum „Strikið vs. Göngugata frá Ingólfstorgi að Hlemmi. Let's make history!“ skrifaði Pawel Bartoszek borgarfulltrúi á Twitter fyrir skemmstu. 4. maí 2022 07:02 Pósthússtræti opnað fyrir akandi umferð Einstefnu í Hafnarstræti og Naustinni hefur verið snúið tímabundið vegna framkvæmdanna. Austurstræti, milli Pósthússtrætis og Ingólfstorgs, verður áfram göngugata til 1. október. 4. september 2018 11:25 Síðasti bíllinn hefur ekið Laugaveg milli Hlemms og Snorrabrautar Framkvæmdir standa nú yfir á Laugavegi á milli Hlemmtorgs og Snorrabrautar þar sem til stendur að breyta miðju götunnar með gróðri, setsvæðum, hjólastæði og óformlegum leikrýmum. Síðasti bíllinn hefur því rúntað á umræddum kafla. 7. janúar 2023 07:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti á fundi sínum að veita heimild fyrir áframhaldandi undirbúningi, verkhönnun og gerð útboðsgagna vegna endurhönnunar á Austurstræti. Einnig verður hafist handa við endurskoðun deiliskipulags Kvosarinnar sem göngusvæðis í samræmi við umferðarskipulag Kvosarinnar, hönnunarforsendur og fyrirliggjandi forhönnun á svæðinu, í Kirkjustræti, Austurstræti og á Lækjartorgi. Í undirbúningsferlinu og á framkvæmdatíma er gert ráð fyrir því að samráð verði haft við viðeigandi hagsmunaaðila svo sem íbúaráð, aðgengis- og samráðsnefnd um málefni fatlaðs fólks og atvinnulíf á svæðinu. Stórt svæði „Þetta byggir á framtíðarsýn fyrir umferðarskipulag Kvosarinnar sem var samþykkt 2020,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, en forhönnunin sem kynnt var í dag byggir á því að þróa allt svæðið sem göngusvæði. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata.Vísir/Vilhelm „Við samþykktum í dag að gera Kvosina að göngusvæði og undirbúa deiliskipulag í takt við það.“ Dóra Björt segir svæðið sem um ræðir nokkuð stórt en nefnir sem dæmi Pósthússtræti í báða enda við Austurstræti og svo sé spurning líka með Veltusund. „Við erum með þessu að klára það verkefni að gera Austurstræti að göngugötu. Gatan hefur auðvitað verið göngugata að hluta en við myndum klára það alla leið núna upp að Ingólfstorgi.“ Nóg af bílastæðum nálægt Dóra Björt segir að nálægt svæðinu séu stórir bílakjallarar og að það verði í hönnun hugað að aðgengisþörfum fatlaðs fólks og stæðum fyrir þau. Eins og hafi verið gert annars staðar á slíkum svæðum. „Það er þannig að bílastæðum í miðborginni hefur fjölgað síðustu ár en ekki fækkað. En þau hafa færst inn í bílastæðakjallara og -hús. Það er fjöldi bílastæða bara undir þessu svæði.“ Dóra segir að hún telji þessa breytingu „mjög gott skref í þágu grænni og gönguvænni Reykjavíkur“ og að hún styðji við blómlegt líf á svæðinu. Hún segir að fólk almennt sé mjög jákvætt fyrir göngugötum og að sú ánægja aukist á milli ára. Tilbúið á næstu árum Hún segir að fyrir veitingastaði skapi þetta meira rými fyrir útiveru gesta og að þau hafi sem dæmi mjög góða reynslu af svokölluðum „hvílustæðum“ þar sem veitingastaðir hafa fengið að taka bílastæði og breyta þeim í útisvæði. Hún segir tímarammann enn óljósan en vonar að svæðið verði tilbúið á næstu árum. Með breytingunni verður meira pláss fyrir fólk. Fleiri sæti við veitingastaði og bekkir til að setjast. Mynd/Reykjavíkurborg „Við ætlum að halda áfram fullum fetum með hönnun og deiliskipulagsundirbúninginn. Ég vona að það veðri hægt að klára það á næstu mánuðum og þá er spurning hversu fljótt við getum farið í útboð í kjölfarið. Ég vona að þetta gerist sem mest á þessu ári en kannski er ekki hægt að klára svona risastór verkefni á þessu ári. Það er erfitt að gefa nákvæma tímalínu. Ég vona að þetta verði tilbúið, með þessari flottu hönnun, á næstu árum. Vonandi sem allra fyrst.“ Tré gefa hlýlegt yfirbragð Á myndum sem fylgja tilkynningu borgarinnar breytist ásýnd götunnar nokkuð mikið. Tré verða gróðursett í þyrpingum. Þau eiga að gefa hlýlegt yfirbragð og hjálpa sömuleiðis til við að mynda skjól með því að stemma stigu við vindstrengjum. Í tilkynningu segir að vandað verði við val á trjám eftir aðstæðum og að undirgróður verði fjölbreyttur. Trén verða lauftré svo það opnast fyrir birtuna á veturna. Þá segir að eftir endurhönnunina muni gatnamót Pósthússtrætis og Austurstrætis njóta sín betur. Gert er ráð fyrir að meirihluti hjólastæðanna á svæðinu verði staðsett á Pósthússtræti. Í tilkynningu kemur fram að verkefnið hafi byrjað fyrir um tveimur árum og nái yfir stærra svæði sem telur líka Lækjartorg. Verkefnið byrjaði með keppni en Karres en Brands og Sp(r)int Studio báru sigur úr býtum í samkeppninni. Breyting á Lækjartorgi var kynnt fyrir um einu og hálfu ári. Með breytingunni á Austurstræti að mynda ásamt Bankastræti og Laugavegi einn helsta gönguás Reykjavíkur og tengja þannig saman mörg af mikilvægustu borgarrýmum, byggingum og starfsemi í miðborginni. Þá fær gatan enn meira mikilvægi þegar Borgarlínustöð kemur við Lækjargötuna.
Reykjavík Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Skipulag Borgarstjórn Göngugötur Tengdar fréttir Viðreisn lofar lengstu göngugötu heims í miðbænum „Strikið vs. Göngugata frá Ingólfstorgi að Hlemmi. Let's make history!“ skrifaði Pawel Bartoszek borgarfulltrúi á Twitter fyrir skemmstu. 4. maí 2022 07:02 Pósthússtræti opnað fyrir akandi umferð Einstefnu í Hafnarstræti og Naustinni hefur verið snúið tímabundið vegna framkvæmdanna. Austurstræti, milli Pósthússtrætis og Ingólfstorgs, verður áfram göngugata til 1. október. 4. september 2018 11:25 Síðasti bíllinn hefur ekið Laugaveg milli Hlemms og Snorrabrautar Framkvæmdir standa nú yfir á Laugavegi á milli Hlemmtorgs og Snorrabrautar þar sem til stendur að breyta miðju götunnar með gróðri, setsvæðum, hjólastæði og óformlegum leikrýmum. Síðasti bíllinn hefur því rúntað á umræddum kafla. 7. janúar 2023 07:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Viðreisn lofar lengstu göngugötu heims í miðbænum „Strikið vs. Göngugata frá Ingólfstorgi að Hlemmi. Let's make history!“ skrifaði Pawel Bartoszek borgarfulltrúi á Twitter fyrir skemmstu. 4. maí 2022 07:02
Pósthússtræti opnað fyrir akandi umferð Einstefnu í Hafnarstræti og Naustinni hefur verið snúið tímabundið vegna framkvæmdanna. Austurstræti, milli Pósthússtrætis og Ingólfstorgs, verður áfram göngugata til 1. október. 4. september 2018 11:25
Síðasti bíllinn hefur ekið Laugaveg milli Hlemms og Snorrabrautar Framkvæmdir standa nú yfir á Laugavegi á milli Hlemmtorgs og Snorrabrautar þar sem til stendur að breyta miðju götunnar með gróðri, setsvæðum, hjólastæði og óformlegum leikrýmum. Síðasti bíllinn hefur því rúntað á umræddum kafla. 7. janúar 2023 07:00