Lægðin hefur áhrif á mælana Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. janúar 2024 14:52 Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur. Vísir/arnar Líkur á eldgosi á Reykjanesskaga á næstu dögum aukast stöðugt, að mati jarðeðlisfræðings. Ekki sé sjálfgefið að atburðarásin verði með sama hætti og síðast. Veður hefur áhrif á mæla á svæðinu þessa dagana og náið er fylgst með vefmyndavélum. Lítil breyting er á stöðunni á Reykjanesskaga milli daga. Landris í Svartsengi heldur áfram með svipuðum hætti, skjálftavirkn kemur og fer en viðvarandi virkni er á kvikuganginum við Sundhnúkagígg, að sögn Benedikts Gunnars Ófeigssonar jarðeðlisfræðings. Þá hafa mælingar Veðurstofunnar ekki farið varhluta af lægð sem gengið hefur yfir suðvesturhornið. „Mikill vindur hefur áhrif á næmni skjálftakerfisins og þá sjáum við ekki minnstu skjálftana og það er kannski það sem við erum að fylgjast svolítið mikið með á kvikuganginum núna, það eru minnstu skjálftarnir.“ Þannig að það er legið yfir vefmyndavélunum? „Já já, en við eigum svosem ekki von á að það byrji gos án þess að við sjáum neitt. En já já, við horfum á vefmyndavélarnar líka,“ segir Benedikt. Benedikt segir ekki taldar auknar líkur á gosi nær Grindavík, eða inni í bænum. Enn eru taldar langmestar líkur á að gos hefjist á svipuðum slóðum og síðast, á svæðinu frá Hagafelli að Stóra-Skógfelli. „En kannski erum við að horfa á að líkur á að það hefjist eldgos aukist með tíma. Og öll gögn sem við erum að horfa á benda til þess að staðan sé svipuð og fyrir átjánda [desember]. Þannig að fólk er á tánum, miðað við að þetta geti byrjað hvenær sem er,“ segir Benedikt. „En við þurfum líka að hafa í huga að það getur líka endað þannig að það gerist ekki neitt í langan tíma. Og þá fara menn að vera óþolinmóðir og segja: Nei nei, það er ekkert að gerast en svo gæti það allt í einu komið. Þannig að menn verða að hafa þolinmæði í þetta. Það er ekkert sjálfgefið að þetta hagi sér eins og síðast. En við teljum allavega mjög miklar líkur á því.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Sjá meira
Lítil breyting er á stöðunni á Reykjanesskaga milli daga. Landris í Svartsengi heldur áfram með svipuðum hætti, skjálftavirkn kemur og fer en viðvarandi virkni er á kvikuganginum við Sundhnúkagígg, að sögn Benedikts Gunnars Ófeigssonar jarðeðlisfræðings. Þá hafa mælingar Veðurstofunnar ekki farið varhluta af lægð sem gengið hefur yfir suðvesturhornið. „Mikill vindur hefur áhrif á næmni skjálftakerfisins og þá sjáum við ekki minnstu skjálftana og það er kannski það sem við erum að fylgjast svolítið mikið með á kvikuganginum núna, það eru minnstu skjálftarnir.“ Þannig að það er legið yfir vefmyndavélunum? „Já já, en við eigum svosem ekki von á að það byrji gos án þess að við sjáum neitt. En já já, við horfum á vefmyndavélarnar líka,“ segir Benedikt. Benedikt segir ekki taldar auknar líkur á gosi nær Grindavík, eða inni í bænum. Enn eru taldar langmestar líkur á að gos hefjist á svipuðum slóðum og síðast, á svæðinu frá Hagafelli að Stóra-Skógfelli. „En kannski erum við að horfa á að líkur á að það hefjist eldgos aukist með tíma. Og öll gögn sem við erum að horfa á benda til þess að staðan sé svipuð og fyrir átjánda [desember]. Þannig að fólk er á tánum, miðað við að þetta geti byrjað hvenær sem er,“ segir Benedikt. „En við þurfum líka að hafa í huga að það getur líka endað þannig að það gerist ekki neitt í langan tíma. Og þá fara menn að vera óþolinmóðir og segja: Nei nei, það er ekkert að gerast en svo gæti það allt í einu komið. Þannig að menn verða að hafa þolinmæði í þetta. Það er ekkert sjálfgefið að þetta hagi sér eins og síðast. En við teljum allavega mjög miklar líkur á því.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Sjá meira