Bandaríkjamenn og Bretar skjóta niður dróna og flaugar Húta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. janúar 2024 06:43 Samkvæmt Bandaríkjaher er um að ræða 26. árás Húta á skotmörk á Rauða hafi frá því í nóvember. AP/Bandaríski sjóherinn Yfirvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa staðfest að herir þeirra hafi gripið til varna í einni umfangsmestu árás Húta á skotmörk á Rauða hafi. Ekkert hefur heyrst um slys á fólki né tjón á skipum í tengslum við árásina. Samkvæmt Associated Press létu uppreisnarmenn Húta, sem njóta stuðnings Íran, til skarar skríða þrátt fyrir fyrirhugaða atkvæðagreiðslu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag, þar sem árásir Húta verða mögulega fordæmdar. Hútar hafa sagt árásunum ætlað að þrýsta á um að Ísrael láti af árásum sínum á Gasa en skotmörk þeirra hafa oft lítil eða engin tengsl við Ísrael. Árásirnar hafa hins vegar stofnað birgðaflutningum um hafsvæðið í hættu og aukið líkurnar á hefndarárásum Bandaríkjamanna á Jemen. Þessar síðustu árásir áttu sér stað skammt frá hafnarborgunum Hodeida og Mokha í Jemen og lýstu skipverjar í nágrenninu því að hafa séð dróna og eldflaugar á lofti. Þá barst hvatning frá herskipum á svæðinu til annarra skipa um að sigla á sem mestum hraða. Samkvæmt Bandaríkjamönnum var um að ræða átján dróna og nokkrar eldflaugar, sem var grandað af vopnum USS Eisenhower, USS Gravely, USS Laboon, USS Mason og HMS Diamond. Hútar, sem hafa haft höfuðborg Jemen á sínu valdi frá 2014, hafa ekki gengist við árásinni en Bandaríkjamenn segja hana þá 26. sem uppreisnarhópurinn gerir á skip á Rauða hafi frá því í nóvember. Jemen Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Bretland Hernaður Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Samkvæmt Associated Press létu uppreisnarmenn Húta, sem njóta stuðnings Íran, til skarar skríða þrátt fyrir fyrirhugaða atkvæðagreiðslu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag, þar sem árásir Húta verða mögulega fordæmdar. Hútar hafa sagt árásunum ætlað að þrýsta á um að Ísrael láti af árásum sínum á Gasa en skotmörk þeirra hafa oft lítil eða engin tengsl við Ísrael. Árásirnar hafa hins vegar stofnað birgðaflutningum um hafsvæðið í hættu og aukið líkurnar á hefndarárásum Bandaríkjamanna á Jemen. Þessar síðustu árásir áttu sér stað skammt frá hafnarborgunum Hodeida og Mokha í Jemen og lýstu skipverjar í nágrenninu því að hafa séð dróna og eldflaugar á lofti. Þá barst hvatning frá herskipum á svæðinu til annarra skipa um að sigla á sem mestum hraða. Samkvæmt Bandaríkjamönnum var um að ræða átján dróna og nokkrar eldflaugar, sem var grandað af vopnum USS Eisenhower, USS Gravely, USS Laboon, USS Mason og HMS Diamond. Hútar, sem hafa haft höfuðborg Jemen á sínu valdi frá 2014, hafa ekki gengist við árásinni en Bandaríkjamenn segja hana þá 26. sem uppreisnarhópurinn gerir á skip á Rauða hafi frá því í nóvember.
Jemen Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Bretland Hernaður Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira