Mun hvetja Ísraelsmenn til að draga úr aðgerðum og horfa til framtíðar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. janúar 2024 07:05 Blinken lenti í Tel Aviv í gærkvöldi. AP/Evelyn Hockstein Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er mættur til Tel Aviv í Ísrael þar sem hann er sagður munu freista þess að þrýsta á stjórnvöld að draga úr þunga aðgerða sinna á Gasa og hefja viðræður um stjórnun svæðisins þegar átökum lýkur. Blinken hefur verið á ferðalagi um Mið-Austurlönd og átt viðræður við leiðtoga Arabaríkjanna. Hann sagðist myndu leggja áherslu á það í viðræðum sínum við ráðamenn í Ísrael að meira yrði gert til að vernda almenna borgara og koma neyðaraðstoð til þeirra sem þyrftu raunverulega á henni að halda. Axios hefur hins vegar eftir tveimur háttsettum embættismönnum í Ísrael að yfirvöld muni ítreka þá afstöðu sína að íbúum í norðurhluta Gasa verði ekki hleypt aftur þangað fyrr en Hamas-samtökin hafa sleppt fleiri gíslum. Bandaríkin hafa staðið þétt við bakið á Ísraelsmönnum síðan átök brutust út í kjölfar árása Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn. Það er hins vegar sagt hafa vakið nokkra reiði í Washington hversu erfiðlega hefur gengið að fá Benjamin Netanyahu forsætisráðherra til að ræða framtíð Gasa. Hann hefur hafnað tillögum Bandaríkjamanna um stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínu á Gasa og Vesturbakkanum en flest ríki heims segja svokallaða „tveggja ríkja lausn“ einu leiðina til að freista þess að koma á friði á svæðinu. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í gær að hann hefði unnið að því á bakvið tjöldin að hvetja Ísraela til að draga úr árásum sínum og viðveru á Gasa. Hermálayfirvöld í Ísrael segja aðgerðirnar að verða hnitmiðaðri en samkvæmt erlendum miðlum hefur þó ekki dregið úr árásum enn sem komið er. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Sjá meira
Blinken hefur verið á ferðalagi um Mið-Austurlönd og átt viðræður við leiðtoga Arabaríkjanna. Hann sagðist myndu leggja áherslu á það í viðræðum sínum við ráðamenn í Ísrael að meira yrði gert til að vernda almenna borgara og koma neyðaraðstoð til þeirra sem þyrftu raunverulega á henni að halda. Axios hefur hins vegar eftir tveimur háttsettum embættismönnum í Ísrael að yfirvöld muni ítreka þá afstöðu sína að íbúum í norðurhluta Gasa verði ekki hleypt aftur þangað fyrr en Hamas-samtökin hafa sleppt fleiri gíslum. Bandaríkin hafa staðið þétt við bakið á Ísraelsmönnum síðan átök brutust út í kjölfar árása Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn. Það er hins vegar sagt hafa vakið nokkra reiði í Washington hversu erfiðlega hefur gengið að fá Benjamin Netanyahu forsætisráðherra til að ræða framtíð Gasa. Hann hefur hafnað tillögum Bandaríkjamanna um stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínu á Gasa og Vesturbakkanum en flest ríki heims segja svokallaða „tveggja ríkja lausn“ einu leiðina til að freista þess að koma á friði á svæðinu. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í gær að hann hefði unnið að því á bakvið tjöldin að hvetja Ísraela til að draga úr árásum sínum og viðveru á Gasa. Hermálayfirvöld í Ísrael segja aðgerðirnar að verða hnitmiðaðri en samkvæmt erlendum miðlum hefur þó ekki dregið úr árásum enn sem komið er.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Sjá meira