Fótbolti

Bellingham hlýjaði boltastrák

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jude Bellingham vefur boltastrákinn inn í teppi.
Jude Bellingham vefur boltastrákinn inn í teppi.

Jude Bellingham sýndi á sér mjúku hliðina þegar hann hjálpaði boltastrák í bikarsigri Real Madrid á Arandina um helgina.

Bellingham hvíldi þegar Real Madrid sigraði Arandina, 1-3, í spænsku bikarkeppninni á laugardaginn. Arandina leikur í spænsku D-deildinni. Joselu, Brahim Díaz og Rodrygo skoruðu mörk Real Madrid í leiknum.

Bellingham var pakkaður inn í teppi á varamannabekknum í leiknum. En þegar hann sá að boltastrákurinn sem var hjá varamannabekk Real Madrid var að frjósa úr kulda stóð hann upp og vafði teppinu utan um hann.

Boltastrákurinn fékk ekki bara hlýju í kroppinn við þetta heldur hlýnaði honum um hjartaræturnar. Í viðtali eftir leikinn sagði hann að hann hefði aldrei verið hamingjusamari.

Þrátt fyrir að hafa ekki spilað á laugardaginn var Bellingham duglegur að gefa af sér og stillti sér meðal annars upp fyrir myndatökur með boltastrákunum á Estadio El Montecillo.

Bellingham hefur slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili hjá Real Madrid og er markahæsti leikmaður liðsins með sautján mörk í öllum keppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×