Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times. Þar segir að um sé að ræða bráðabirgðamat bandarísku leyniþjónustunnar.
Árásin átti sér stað í gær þar sem minningarathöfn vegna hershöfðingjans Qassim Suleimani stóð yfir í Kerman í Íran. Suleimani lést í drónaárás Bandaríkjahers fyrir fjórum árum síðan.
Íranir hafa kennt Ísraelsmönnum um árásina. Þeir hafa þvertekið fyrir það að hafa átt þátt í henni.
Bandarísk yfirvöld segja þeirra gögn ekki benda til þess að Ísraelar hafi verið að baki árásinni. Tekið er fram í umfjöllun miðilsins að Ísraelar hafi oft framkvæmt árásir gegn Írönum en að þær aðgerðir hafi alla tíð beinst að hernaðarskotmörkum.
Írönsk stjórnvöld lýstu yfir þjóðarsorg í landinu í dag og hétu hefnda. Fram kemur í umfjöllun New York Times að reynist grunsemdir bandarískra stjórnvalda réttar sé um að ræða fyrsta skiptið í langan tíma sem hryðjuverkasamtökin láti á sér kræla.