Eftirlaun Guðna allt önnur en Ólafs Ragnars og Vigdísar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2024 16:02 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands á góðri stundu með dóttur sinni og eiginkonu. Þeim stundum mun væntanlega fjölga þegar hann lætur af embætti. Vísir/Hanna Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands á rétt á biðlaunum í sex mánuði eftir að hann lætur af embætti í sumar. Hann nýtur ekki aukinna réttinda þegar kemur að eftirlaunum fyrir að hafa gegnt embætti forseta Íslands. Það kom mörgum í opna skjöldu þegar Guðni tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann ætlaði að láta staðar numið sem forseti í sumar eftir átta ára forsetatíð. Virtist sem flestir hefðu gert ráð fyrir því að Guðni sæti sem fastast eitt kjörtímabil í viðbót. Guðni á rétt á biðlaunum, fullum forsetalaunum, í sex mánuði eftir að hann lætur af embætti. Ólíkt forverum sínum í embætti á Guðni ekki rétt á að fá eftirlaun forseta Íslands þegar hann kemst á eftirlaunaaldur. Guðni 55 ára og ekki kominn á eftirlaunaaldur eins og var tilfellið með Ólaf Ragnar Grímsson og Vigdísi Finnbogadóttur. Forseti Íslands naut áður sérstakra lífeyriskjara ásamt ráðherrum og alþingismönnum en þau lög voru afnumin árið 2009 í kjölfar umræðu eftir bankahrunið. Síðan þá nýtur forseti sambærilegra lífeyriskjara og aðrir opinberir starfsmenn. Breytingin tók til sitjandi Hæstaréttardómara og forseta, Ólafs Ragnars. Eftirlaun Ólafs Ragnars miðast við áttatíu prósent af forsetalaunum samkvæmt gömlu lögunum. Ellilífeyrir Guðna, þegar hann kemst á aldur, mun því ráðast af þeim iðgjöldum sem hann hefur greitt til þess tíma. Hann hefur sagst ætla að snúa sér að fræðistörfum en hann hefur verið í leyfi frá störfum sem prófessor við sagnfræðideild Háskóla Íslands frá því í kosningabaráttunni árið 2016. Laun forseta Íslands eru í dag rúmar 3,7 milljónir króna samkvæmt upplýsingum af vef Stjórnarráðsins. Forseti Íslands greiddi ekki skatt af launum sínum til ársins 2000 þegar lögunum var breytt. Þá fær forseti ókeypis bústað á Bessastöðum, rafmagns- og hitakostnað greiddan auk þess að vera með bíl til umráða og bílstjóra. Ólafur Ragnar Grímsson og Vigdís Finnbogadóttir eru samkvæmt gömlu lögunum með rétt tæpar þrjár milljónir á mánuði í eftirlaun. Eftirlaun Guðna munu hins vegar miðast við iðgjöld hans. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Kjaramál Ólafur Ragnar Grímsson Vigdís Finnbogadóttir Tengdar fréttir Arnar Þór ætlar á Bessastaði Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. 3. janúar 2024 11:51 „Ég hef enga eftirsjá“ „Hér sit ég sjö mánuði enn, eftir það geri ég fastlega ráð fyrir því að sinna fræða og rannsóknarstörfum, hverfa á ný í þann heim sem ég kom úr. En annars veit ég ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér þar fyrir utan. Við látum það ráðast,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, sem tilkynnti í gær að hann ætlaði að láta tvö kjörtímabil nægja og ætlar ekki að gefa kost á sér aftur. 2. janúar 2024 16:04 Axel Pétur og Dóri DNA mættir til leiks sem forsetaframbjóðendur Tveir hafa þegar riðið fram á völlinn og lýst yfir framboði til forseta Íslands. Guðni Th. Jóhannesson lýsti því yfir að hann hyggðist ekki sækjast eftir embættinu og þessir tveir biðu ekki boðanna. 2. janúar 2024 11:10 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Það kom mörgum í opna skjöldu þegar Guðni tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann ætlaði að láta staðar numið sem forseti í sumar eftir átta ára forsetatíð. Virtist sem flestir hefðu gert ráð fyrir því að Guðni sæti sem fastast eitt kjörtímabil í viðbót. Guðni á rétt á biðlaunum, fullum forsetalaunum, í sex mánuði eftir að hann lætur af embætti. Ólíkt forverum sínum í embætti á Guðni ekki rétt á að fá eftirlaun forseta Íslands þegar hann kemst á eftirlaunaaldur. Guðni 55 ára og ekki kominn á eftirlaunaaldur eins og var tilfellið með Ólaf Ragnar Grímsson og Vigdísi Finnbogadóttur. Forseti Íslands naut áður sérstakra lífeyriskjara ásamt ráðherrum og alþingismönnum en þau lög voru afnumin árið 2009 í kjölfar umræðu eftir bankahrunið. Síðan þá nýtur forseti sambærilegra lífeyriskjara og aðrir opinberir starfsmenn. Breytingin tók til sitjandi Hæstaréttardómara og forseta, Ólafs Ragnars. Eftirlaun Ólafs Ragnars miðast við áttatíu prósent af forsetalaunum samkvæmt gömlu lögunum. Ellilífeyrir Guðna, þegar hann kemst á aldur, mun því ráðast af þeim iðgjöldum sem hann hefur greitt til þess tíma. Hann hefur sagst ætla að snúa sér að fræðistörfum en hann hefur verið í leyfi frá störfum sem prófessor við sagnfræðideild Háskóla Íslands frá því í kosningabaráttunni árið 2016. Laun forseta Íslands eru í dag rúmar 3,7 milljónir króna samkvæmt upplýsingum af vef Stjórnarráðsins. Forseti Íslands greiddi ekki skatt af launum sínum til ársins 2000 þegar lögunum var breytt. Þá fær forseti ókeypis bústað á Bessastöðum, rafmagns- og hitakostnað greiddan auk þess að vera með bíl til umráða og bílstjóra. Ólafur Ragnar Grímsson og Vigdís Finnbogadóttir eru samkvæmt gömlu lögunum með rétt tæpar þrjár milljónir á mánuði í eftirlaun. Eftirlaun Guðna munu hins vegar miðast við iðgjöld hans.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Kjaramál Ólafur Ragnar Grímsson Vigdís Finnbogadóttir Tengdar fréttir Arnar Þór ætlar á Bessastaði Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. 3. janúar 2024 11:51 „Ég hef enga eftirsjá“ „Hér sit ég sjö mánuði enn, eftir það geri ég fastlega ráð fyrir því að sinna fræða og rannsóknarstörfum, hverfa á ný í þann heim sem ég kom úr. En annars veit ég ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér þar fyrir utan. Við látum það ráðast,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, sem tilkynnti í gær að hann ætlaði að láta tvö kjörtímabil nægja og ætlar ekki að gefa kost á sér aftur. 2. janúar 2024 16:04 Axel Pétur og Dóri DNA mættir til leiks sem forsetaframbjóðendur Tveir hafa þegar riðið fram á völlinn og lýst yfir framboði til forseta Íslands. Guðni Th. Jóhannesson lýsti því yfir að hann hyggðist ekki sækjast eftir embættinu og þessir tveir biðu ekki boðanna. 2. janúar 2024 11:10 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Arnar Þór ætlar á Bessastaði Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. 3. janúar 2024 11:51
„Ég hef enga eftirsjá“ „Hér sit ég sjö mánuði enn, eftir það geri ég fastlega ráð fyrir því að sinna fræða og rannsóknarstörfum, hverfa á ný í þann heim sem ég kom úr. En annars veit ég ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér þar fyrir utan. Við látum það ráðast,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, sem tilkynnti í gær að hann ætlaði að láta tvö kjörtímabil nægja og ætlar ekki að gefa kost á sér aftur. 2. janúar 2024 16:04
Axel Pétur og Dóri DNA mættir til leiks sem forsetaframbjóðendur Tveir hafa þegar riðið fram á völlinn og lýst yfir framboði til forseta Íslands. Guðni Th. Jóhannesson lýsti því yfir að hann hyggðist ekki sækjast eftir embættinu og þessir tveir biðu ekki boðanna. 2. janúar 2024 11:10