Gikkskjálfti að stærð 4,5 skók suðvesturhornið Atli Ísleifsson skrifar 3. janúar 2024 10:52 Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að um hafi verið svokallaðan gikkskjálfta. Vísir/Vilhelm Stór skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu og víðar um klukkan 10:50 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni benda fyrstu tölur til að skjálftinn hafi verið 4,5 að stærð og að upptök hans hafi verið við Trölladyngju, nærri Keili, á um fimm kílómetra dýpi. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Einar Bessi Gestsson náttúruvársérfræðingur segir að líklegast hafi verið um að ræða svokallaðan gikkskjálfta vegna spennubreytinga. Hann segir skjálftann ekki hafa verið þar sem kvikusöfnunin við Svartsengi sé. Nú verði skoðað hver áhrifin verða. Böðvar Sveinsson náttúruvársérfræðingur segir að nokkrir eftirskjálftar hafi fylgt í kjölfar stóra skjálftans. Sá stærsti hafi mælst 3,8 að stærð klukkan 10:54 og var hann á svipuðum slóðum og sá stóri. Tilkynning frá Veðurstofunni sem send var á fjölmiðla klukkan 11:10: Fyrstu upplýsingar frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar vegna jarðskjálfta við Trölladyngju. Jarðskjálfti af stærð 4,5 mældist nærri Trölladyngju kl. 10:50. Annar skjálfti af stærð 3,9 mældist skömmu síðar kl. 10:54, og fjöldi eftirskjálfta hefur mælst. Skjálftarnir urðu á um 5 km dýpi en unnið er nánari yfirferð. Skjálftarnir fundust víða á Suður- og Vesturlandi. Staðsetning skjálftanna er um 20 km NNA við Svartsengi, þar sem landris vegna kvikusöfnunar er í gangi. Kvikuþrýstingur að aukast Staðsetning skjálftanna er um tuttugu kílómetra norðnorðaustur við Svartsengi, þar sem landris vegna kvikusöfnunar er í gangi. Veðurstofan greindi frá því í gær að dregið hafi úr hraðanum á landrisinu við Svartsengi. Þetta hafi verið staðfest með GPS gögnum. Upptök tveggja stærstu skjálftanna í morgun samkvæmt korti á vef Veðurstofunnar. Upptökin voru nærri Trölladyngju.vísir/sara „Það að dragi úr hraða landriss er vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukast líkur á nýju kvikuhlaupi og einnig eldgosi. Þetta er sambærileg breyting á landrisi og fór að sjást í lok dags 15. desember, en þá hófst gos um þremur dögum síðar. Erfitt er þó að fullyrða um hvort að það munstur endurtaki sig. Fyrstu merki um að kvikuhlaup sé hafið er skyndilega aukning í skjálftavirkni, en slík merki sáust rétt áður en eldgosið hófst 18. desember,“ sagði í færslu á vef Veðurstofunnar í gær. Myndir frá Veðurstofunni vegna skjálftans klukkan 10:50.Veðurstofan Hér að neðan má sjá vefmyndavél Vísis frá Grindavík. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík Hafnarfjörður Vogar Tengdar fréttir „Náttúran er svolítið í að koma manni á óvart“ Jarðeðlisfræðingur segir ljóst að líkurnar á eldgosi á Reykjanesskaga aukist með tímanum. Líklegast sé að eldgos yrði svipað gosinu sem hófst um miðjan desember. 2. janúar 2024 23:20 Sennilega spurning um tíma frekar en hvort Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir stöðuna við Svartsengi vera óbreytta þar sem land hefur haldið áfram að rísa sem sé merki um að verið sé að safna í nýtt kvikuhlaup eða að nýtt gos sé yfirvofandi. „Það er því sennilega spurning um tíma frekar en hvort.“ 2. janúar 2024 11:20 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Einar Bessi Gestsson náttúruvársérfræðingur segir að líklegast hafi verið um að ræða svokallaðan gikkskjálfta vegna spennubreytinga. Hann segir skjálftann ekki hafa verið þar sem kvikusöfnunin við Svartsengi sé. Nú verði skoðað hver áhrifin verða. Böðvar Sveinsson náttúruvársérfræðingur segir að nokkrir eftirskjálftar hafi fylgt í kjölfar stóra skjálftans. Sá stærsti hafi mælst 3,8 að stærð klukkan 10:54 og var hann á svipuðum slóðum og sá stóri. Tilkynning frá Veðurstofunni sem send var á fjölmiðla klukkan 11:10: Fyrstu upplýsingar frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar vegna jarðskjálfta við Trölladyngju. Jarðskjálfti af stærð 4,5 mældist nærri Trölladyngju kl. 10:50. Annar skjálfti af stærð 3,9 mældist skömmu síðar kl. 10:54, og fjöldi eftirskjálfta hefur mælst. Skjálftarnir urðu á um 5 km dýpi en unnið er nánari yfirferð. Skjálftarnir fundust víða á Suður- og Vesturlandi. Staðsetning skjálftanna er um 20 km NNA við Svartsengi, þar sem landris vegna kvikusöfnunar er í gangi. Kvikuþrýstingur að aukast Staðsetning skjálftanna er um tuttugu kílómetra norðnorðaustur við Svartsengi, þar sem landris vegna kvikusöfnunar er í gangi. Veðurstofan greindi frá því í gær að dregið hafi úr hraðanum á landrisinu við Svartsengi. Þetta hafi verið staðfest með GPS gögnum. Upptök tveggja stærstu skjálftanna í morgun samkvæmt korti á vef Veðurstofunnar. Upptökin voru nærri Trölladyngju.vísir/sara „Það að dragi úr hraða landriss er vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukast líkur á nýju kvikuhlaupi og einnig eldgosi. Þetta er sambærileg breyting á landrisi og fór að sjást í lok dags 15. desember, en þá hófst gos um þremur dögum síðar. Erfitt er þó að fullyrða um hvort að það munstur endurtaki sig. Fyrstu merki um að kvikuhlaup sé hafið er skyndilega aukning í skjálftavirkni, en slík merki sáust rétt áður en eldgosið hófst 18. desember,“ sagði í færslu á vef Veðurstofunnar í gær. Myndir frá Veðurstofunni vegna skjálftans klukkan 10:50.Veðurstofan Hér að neðan má sjá vefmyndavél Vísis frá Grindavík.
Tilkynning frá Veðurstofunni sem send var á fjölmiðla klukkan 11:10: Fyrstu upplýsingar frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar vegna jarðskjálfta við Trölladyngju. Jarðskjálfti af stærð 4,5 mældist nærri Trölladyngju kl. 10:50. Annar skjálfti af stærð 3,9 mældist skömmu síðar kl. 10:54, og fjöldi eftirskjálfta hefur mælst. Skjálftarnir urðu á um 5 km dýpi en unnið er nánari yfirferð. Skjálftarnir fundust víða á Suður- og Vesturlandi. Staðsetning skjálftanna er um 20 km NNA við Svartsengi, þar sem landris vegna kvikusöfnunar er í gangi.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík Hafnarfjörður Vogar Tengdar fréttir „Náttúran er svolítið í að koma manni á óvart“ Jarðeðlisfræðingur segir ljóst að líkurnar á eldgosi á Reykjanesskaga aukist með tímanum. Líklegast sé að eldgos yrði svipað gosinu sem hófst um miðjan desember. 2. janúar 2024 23:20 Sennilega spurning um tíma frekar en hvort Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir stöðuna við Svartsengi vera óbreytta þar sem land hefur haldið áfram að rísa sem sé merki um að verið sé að safna í nýtt kvikuhlaup eða að nýtt gos sé yfirvofandi. „Það er því sennilega spurning um tíma frekar en hvort.“ 2. janúar 2024 11:20 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
„Náttúran er svolítið í að koma manni á óvart“ Jarðeðlisfræðingur segir ljóst að líkurnar á eldgosi á Reykjanesskaga aukist með tímanum. Líklegast sé að eldgos yrði svipað gosinu sem hófst um miðjan desember. 2. janúar 2024 23:20
Sennilega spurning um tíma frekar en hvort Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir stöðuna við Svartsengi vera óbreytta þar sem land hefur haldið áfram að rísa sem sé merki um að verið sé að safna í nýtt kvikuhlaup eða að nýtt gos sé yfirvofandi. „Það er því sennilega spurning um tíma frekar en hvort.“ 2. janúar 2024 11:20