Fótbolti

Landsliðskonur Hollands og Ástralíu trú­lofuðu sig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Danielle van de Donk og Ellie Carpenter kyssa bikar sem þær unnu saman með Lyon.
Danielle van de Donk og Ellie Carpenter kyssa bikar sem þær unnu saman með Lyon. @elliecarpenterr

Fótboltakonurnar Danielle van de Donk og Ellie Carpenter notuðu tækifærið og trúlofuðu sig um áramótin.

Þær spila saman hjá franska stórliðinu Lyon en þær eru einnig lykilkonur í sínum landsliðum.

Van de Donk hefur spilað 150 landsleiki fyrir Holland en Carpenter hefur spilað 71 landsleik fyrir Ástralíu.

Carpenter er 23 ára miðvörður en Van de Donk er 32 ára miðjumaður. Van de Donk var áður í sambandi með ensku landsliðskonunni Beth Mead.

Carpenter hefur verið hjá Lyon frá árinu 2020 en sú hollenska kom þangað ári seinna frá Arsenal.

Þær tilkynntu um trúlofun sína með sömu færslu á báðum síðum með mynd af þeim í faðmlögum og undir stóð: Mín út lífið. Þær sögu fyrst frá sambandi sínu eftir að þær unnu Meistaradeildina saman með Lyon árið 2021.

Þetta verður ekki fyrsta parið meðal bestu fótboltakvenna heims þar sem þær eiga það sameiginlegt að spila fyrir sitthvora þjóðina.

Hins enska Mead er í sambandi með hollenska landsliðsframherjanum Vivianne Miedema, þá eru hin danska Pernille Harder og hin sænska Magdalena Eriksson einnig búnar að vera mjög lengi í sambandi sem og hin ástralska Sam Kerr og hin bandaríska Kristie Mewis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×