Erlent

Þrír látnir eftir hnífs­tungur í Norður-Noregi

Atli Ísleifsson skrifar
Lögreglu var tilkynnt um málið á fimmta tímanum í morgun að staðartíma. Myndin er úr safni.
Lögreglu var tilkynnt um málið á fimmta tímanum í morgun að staðartíma. Myndin er úr safni. Getty

Þrír eru látnir eftir hnífstunguárás á heimili í Indre Salten, austur af Bodø, í Norður-Noregi í nótt.

Norskir fjölmiðlar segja lögreglu hafa fengið tilkynningu um málið klukkan 4.52 að staðartíma í nótt.

Er haft eftir lögreglu að staðfest sé að þrír séu látnir og einn særður. Á staðnum hafi einnig verið fimmti maðurinn en sá er ekki særður.

„Lögregla var kölluð á vettvang og hélt inn í húsið. Grunaður árásarmaður er í hópi látinna. Lögregla hefur ekki ástæðu til að halda að það séu fleiri sem tengist málinu,“ segir í tilkynningu frá lögreglu sem hefur þegar hafið rannsókn á málinu.

Í frétt VG segir að búið sé að upplýsa aðstandendur um árásina.

Uppfært 12:15: Á blaðamannafundi norsku lögreglunnar klukkan 12 kom fram að hin látnu séu karl og kona á fimmtugsaldri og svo táningur. Tvö börn til viðbótar voru á staðnum og var annað þeirra flutt sært með sjúkraflugi á sjúkrahús.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×