Tugir særðir í hefndaraðgerðum Rússa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 31. desember 2023 12:12 Ljósmyndin er sögð sýna íbúðabyggingu í úkraínsku borginni Kharkív eftir hún varð fyrir rússneskri eldflaug í gær. Ap/Neyðarþjónusta Úkraínu Rússar gerðu loftárásir á Úkraínu í nótt og nokkrir tugir eru særðir. Árásirnar eru hefndaraðgerðir Rússa eftir að tuttugu og fjórir féllu í umfangsmikilli árás Úkraínu á rússnesku borgina Belgorod í gær. Hún er að sögn rússneskra stjórnvalda sú versta á Rússland frá upphafi stríðsins. Árásina gerðu Úkraínumenn í kjölfar stórfelldra árása Rússa á stærstu borgir Úkraínu á föstudag, þar sem fleiri en fjörutíu létu lífið. „Með því að gera árásir á torg þar sem ekki er gerður greinarmunur á milli hernaðarlegra og borgaralegra skotmarka og fremja þennan glæp, reyna stjórnvöld í Kænugarði að draga athyglina frá ósigrum í fremstu víglínu og ögra okkur til svipaðra aðgerða. Við leggjum áherslu á að rússneski herinn beini sjónum sínum eingöngu að hernaðarlegum skotmörkum og innviðum sem tengjast þeim beint. Við munum halda því áfram. Þau munu þurfa að gjalda fyrir þennan glæp,“ sagði Igor Konashenkov, talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins. Ljósmyndin er sögð sýna viðbragðsaðila og almenna borgara flytja einstakling sem særðist í stórskotaliðsárás á rússnesku landamæraborgina Belgorod í gær. Ap/Rússneska neyðaraðgerðaráðuneytið Rússar uppfylltu þetta loforð með loftárásum á Kharkív, í austurhluta Úkraínu. Minnst sex eldflaugar féllu á borgina í gærkvöldi, tólf íbúðabyggingar skemmdust, þrettán hús og leikskóli. Tuttugu og átta eru særðir, þar á meðal tveir unglingsdrengir. Eftir miðnætti gerðu Rússar svo árásir á Kænugarð, Kharkív, Kherson, Mykolaív og Zaporizhzhia. Stigmagnandi árásir Rússa komu til umræðu á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi þar sem biðlað var til þeirra að hætta árásum á úkraínskar borgir og bæi. „Við fordæmum ótvírætt allar árásir á borgir, bæi og þorp í Úkraínu og í Rússlandi. Árásir á óbreytta borgara og borgaralega innviði brjóta í bága við alþjóðleg mannúðarlög, eru óviðunandi og verður að ljúka núna. Vernd óbreyttra borgara verður að vera forgangsverkefni,“ sagði Khaled Khiari, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira
Árásina gerðu Úkraínumenn í kjölfar stórfelldra árása Rússa á stærstu borgir Úkraínu á föstudag, þar sem fleiri en fjörutíu létu lífið. „Með því að gera árásir á torg þar sem ekki er gerður greinarmunur á milli hernaðarlegra og borgaralegra skotmarka og fremja þennan glæp, reyna stjórnvöld í Kænugarði að draga athyglina frá ósigrum í fremstu víglínu og ögra okkur til svipaðra aðgerða. Við leggjum áherslu á að rússneski herinn beini sjónum sínum eingöngu að hernaðarlegum skotmörkum og innviðum sem tengjast þeim beint. Við munum halda því áfram. Þau munu þurfa að gjalda fyrir þennan glæp,“ sagði Igor Konashenkov, talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins. Ljósmyndin er sögð sýna viðbragðsaðila og almenna borgara flytja einstakling sem særðist í stórskotaliðsárás á rússnesku landamæraborgina Belgorod í gær. Ap/Rússneska neyðaraðgerðaráðuneytið Rússar uppfylltu þetta loforð með loftárásum á Kharkív, í austurhluta Úkraínu. Minnst sex eldflaugar féllu á borgina í gærkvöldi, tólf íbúðabyggingar skemmdust, þrettán hús og leikskóli. Tuttugu og átta eru særðir, þar á meðal tveir unglingsdrengir. Eftir miðnætti gerðu Rússar svo árásir á Kænugarð, Kharkív, Kherson, Mykolaív og Zaporizhzhia. Stigmagnandi árásir Rússa komu til umræðu á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi þar sem biðlað var til þeirra að hætta árásum á úkraínskar borgir og bæi. „Við fordæmum ótvírætt allar árásir á borgir, bæi og þorp í Úkraínu og í Rússlandi. Árásir á óbreytta borgara og borgaralega innviði brjóta í bága við alþjóðleg mannúðarlög, eru óviðunandi og verður að ljúka núna. Vernd óbreyttra borgara verður að vera forgangsverkefni,“ sagði Khaled Khiari, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira