„Vinnum ekki deildina nema við bætum okkur í báðum teigum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 30. desember 2023 10:00 Arteta á æfingasvæði Arsenal. Vísir/Getty Arsenal tapaði 2-0 gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni á fimmtudagskvöld þrátt fyrir að hafa átt þrjátíu marktilraunir í leiknum. Mikel Arteta knattspyrnustjóri liðsins segir enga hræðslu vera í leikmannahópi liðsins. Sigur West Ham gegn Arsenal á fimmtudag var nokkuð óvæntur enda Arsenal að berjast á toppi deildarinnar. Arsenal átti 30 skot og 77 sendingar í teig andstæðingsins án þess að skora mark en það er það mesta í ensku úrvalsdeildinni síðan tímabilið 2008-09. „Það er engin hræðsla, þetta snýst um að gera meira og betur og vinna leiki. Ef liðið spilar svona þá munum við vinna marga leiki,“ sagði Mikel Arteta knattspyrnustjóri Arsenal á blaðamannafundi í gær. „Ef við bætum okkur ekki í teigunum þá vinnum við ekki deildina. Því að lokum þá er niðurstaðan þessi,“ bætti hann við og vísaði í leikinn gegn West Ham. „Litu út fyrir að vera ferskir“ Arsenal leikur gegn Fulham á útivelli á morgun. Arsenal hefur aðeins gert eina breytingu á byrjunarliði sínu í síðustu þremur leikjum. Kai Havertz spilaði ekki gegn West Ham þar sem hann var í leikbanni. Arteta hefur þó ekki áhyggjur af þreytu hjá leikmönnum sínum. „Það er mikið af leikjum núna en þeir litu út fyrir að vera ferskir. Þegar þú vinnur, þá pælir þú ekki í þessu. Þeir eru ungir, þetta væri öðruvísi ef þeir væru 35 ára. Þeir eru með mikla orku og geta haldið áfram, það er á hreinu.“ „Þú nærð ekki því sem liðið gerði gegn West Ham án neista í hópnum. Það er lokahnykkurinn, lokasnertingin sem kemur boltanum í netið. Það er það sem við þurfum.“ Fastlega er búist við að Arsenal reyni að bæta leikmanni í hópinn þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar. Helst er horft til framherjastöðunnar en fjárhagsreglur ensku úrvalsdeildarinnar gætu komið í veg fyrir að Arteta fái að eyða þeim fjárhæðum sem hann hefði viljað. Enski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Sjá meira
Sigur West Ham gegn Arsenal á fimmtudag var nokkuð óvæntur enda Arsenal að berjast á toppi deildarinnar. Arsenal átti 30 skot og 77 sendingar í teig andstæðingsins án þess að skora mark en það er það mesta í ensku úrvalsdeildinni síðan tímabilið 2008-09. „Það er engin hræðsla, þetta snýst um að gera meira og betur og vinna leiki. Ef liðið spilar svona þá munum við vinna marga leiki,“ sagði Mikel Arteta knattspyrnustjóri Arsenal á blaðamannafundi í gær. „Ef við bætum okkur ekki í teigunum þá vinnum við ekki deildina. Því að lokum þá er niðurstaðan þessi,“ bætti hann við og vísaði í leikinn gegn West Ham. „Litu út fyrir að vera ferskir“ Arsenal leikur gegn Fulham á útivelli á morgun. Arsenal hefur aðeins gert eina breytingu á byrjunarliði sínu í síðustu þremur leikjum. Kai Havertz spilaði ekki gegn West Ham þar sem hann var í leikbanni. Arteta hefur þó ekki áhyggjur af þreytu hjá leikmönnum sínum. „Það er mikið af leikjum núna en þeir litu út fyrir að vera ferskir. Þegar þú vinnur, þá pælir þú ekki í þessu. Þeir eru ungir, þetta væri öðruvísi ef þeir væru 35 ára. Þeir eru með mikla orku og geta haldið áfram, það er á hreinu.“ „Þú nærð ekki því sem liðið gerði gegn West Ham án neista í hópnum. Það er lokahnykkurinn, lokasnertingin sem kemur boltanum í netið. Það er það sem við þurfum.“ Fastlega er búist við að Arsenal reyni að bæta leikmanni í hópinn þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar. Helst er horft til framherjastöðunnar en fjárhagsreglur ensku úrvalsdeildarinnar gætu komið í veg fyrir að Arteta fái að eyða þeim fjárhæðum sem hann hefði viljað.
Enski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Sjá meira