Liam Delap og Aaron Connolly sáu til þess að heimamenn í Hull voru komnir með 2-0 forystu strax á 18. mínútu áður en Sammie Szmodics minnkaði muninn fyrir gestina eftir rúmlega háltíma leik, eftir stoðsendingu frá Arnóri.
Harry Pickering jafnaði svo metin fyrir gestina á þriðju mínútu uppbótartíma eftir stoðsendingu frá Arnóri og staðan var því 2-2 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja.
Heimamenn tryggðu sér þó sigurinn með marki frá Alfie Jones eftir rétt rúmlega klukkutíma leik og niðurstaðan varð því 3-2 sigur Hull sem nú situr í sjötta sæti deildarinnar með 39 stig eftir 25 leiki, átta stigum meira en Blackburn sem situr í 15. sæti.