Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir  verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir  verða á sínum stað klukkan tólf. Vísir/Vilhelm

Í hádegisfréttum verður rætt við dómsmálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi en ákveðið var í morgun að hefja tafarlaust byggingu varnargarða við Grindavík. 

Einnig verður staðan tekin á jarðhræringunum á Reykjanesskaga en landris heldur áfram við Svartsengi.

Að auki fjöllum við um mótmælendur á Austurvelli en þar hafa Palestínumenn sett upp tjaldbúðir til að þrýsta á um að fjölskyldumeðlimun þeirra verði bjargað frá Gasa ströndinni. 

Þá fjöllum við um kjarasamningana sem nú eru í vinnslu en Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja eru ekki par sátt við þær áherslur sem lagt er upp með hjá samfloti verkalýðshreyfingarinnar.

Að síðustu lítum við til veðurs og spáum í áramótaveðrið og hvernig mun viðra til flugeldaskothríðar.

Íþróttapakkinn verður svo á sínum stað en KSÍ vill fara í breytingar á Laugardalsvelli við fyrsta tækfæri auk þess sem spennan magnast nú á HM í pílukasti.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×