Erlent

Um­fangs­mestu loft­á­rásir Rússa hingað til

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Rússar hafa nú gert árásir á Odessa nokkra daga í röð.
Rússar hafa nú gert árásir á Odessa nokkra daga í röð. epa/Igor Tkachenko

Talsmaður flughers Úkraínu segist aldrei hafa upplifað jafn margar árásir á sama tíma eins og Rússar hafa gert nú í morgun. Rússar gerðu loftárásir um allt land og notuðu til þess bæði eldflaugar og dróna.

Loftvarnaflautur hljómuðu í Kænugarði í alla nótt og í morgun mátti heyra þrjár háværar sprengingar í miðborginni. 

Rússar eru einnig sagðir hafa skotið að minnsta kosti tíu Shahed-drónum á loft yfir Lviv, í vesturhluta Úkraínu, og þá hefur verið greint frá sprengingum í Sumy, Odessa og Kharkív.

Fjórir eru sagðir hafa látist í Dnipro eftir árásir á sjúkrahús, verslunarmiðstöð og fjölbýlishús.

Að sögn Vitali Klitschko, borgarstjóra Kænugarðs, fannst einn látinn í rústum vöruhúss. Þremur var bjargað úr rústunum en þrír eru enn fastir í þeim. Björgunaraðgerðir standa enn yfir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×