Fótbolti

Með afar ó­­­venju­­lega klá­­súlu í samningi við fé­lag Arons

Sindri Sverrisson skrifar
Marco Verratti þarf ekki að mæta á æfingar með liðinu sínu, eina viku í hverjum mánuði.
Marco Verratti þarf ekki að mæta á æfingar með liðinu sínu, eina viku í hverjum mánuði. Getty/Ibrahim Ezzat

Ítalski knattspyrnumaðurinn Marco Verratti vildi vera viss um að geta áfram varið miklum tíma í París, þegar hann samdi við katarska félagið Al-Arabi í sumar.

Þessi 31 árs gamli landsliðsmaður Ítalíu hafði spilað í ellefu ár með Paris Saint-Germain í Frakklandi áður en hann fór fyrir metfé til Al-Arabi. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er einnig á mála hjá félaginu en hefur þó ekki verið skráður í leikmannahóp liðsins frá því á fyrri hluta þessa árs.

Al-Arabi setti met í katörsku deildinni með því að kaupa Verratti fyrir 45 milljónir evra. Og félagið var einnig tilbúið að fara óvenjulegar leiðir til að ná að semja við Verratti sjálfan.

Fransk miðillinn L‘Equipe greinir nefnilega frá því í dag að Verratti hafi samið um að mega yfirgefa Katar í eina viku í hverjum mánuði. Þessar vikur nýtir hann svo til þess að fara í frí til Parísar ásamt konu sinni.

Verratti hefur spilað átta deildarleiki fyrir Al-Arabi frá því að hann kom til félagsins, og átt fjórar stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×