Opna aðra lyftuna í fyrra fallinu eftir sprenginguna í gær Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. desember 2023 11:58 Langar raðir, fólks og bíla, mynduðust í Bláfjöllum í gær. Vísir Örtröð myndaðist í Bláfjöllum í gær þegar fimm þúsund manns lögðu leið sína í brekkurnar. Framkvæmdastjóri segir daginn einn þann allra fjölmennasta frá því hann hóf störf. Langar raðir myndist óhjákvæmilega þegar slíkur fjöldi komi saman. Ekki hafi verið hægt að opna fleiri lyftur vegna manneklu. Eins og sjá mátti af myndum úr Bláfjöllum í gær voru íbúar höfuðborgarsvæðisins og nágrennis greinilega orðnir skíðaþyrstir eftir jólin. „Og veðrið var bara einstakt. Þannig að já, dagurinn í gær var bara sá stærsti eða einn sá stærsti sem ég hef upplifað síðan 2007,“ segir Magnús Árnason framkvæmdastjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Hann segir um fimm þúsund manns hafa komið á svæðið í gær. Raðir á öllum vígstöðvum hafi orðið svo langar að margir hafi hreinlega aldrei komist á skíði, sem gerist óhjákvæmilega þegar „uppselt“ er á svæðið eins og í gær. „Við erum með þarna tvær stólalyftur í gangi í gær sem hvor um sig ber um 2500 manns upp á klukkutíma þannig það er gríðarlegur mokstur á lyftunum. Raðirnar voru langar í stólalyfturnar en að sögn fólks sem var í röðunum þá tóku þær ekki nema um tíu mínútur.“ Hefði getað stýrt umferð betur Aukafólk mannar iðulega vaktirnar í desember og fullmannað var í gær. Fast starfsfólk kemur ekki til starfa fyrr en í janúar, að sögn Magnúsar. „Þannig að ég hafði ekki aðgang að þessu fastafólki sem kemur í janúar nema tveimur af tólf. Það hefði breytt miklu, þá hefði ég getað haft fleiri lyftur opnar.“ Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Steingrímur Dúi Löng bílaröð myndaðist einnig inn á svæðið. Magnús er þó ekki endilega á því að leggja þurfi fleiri bílastæði. „Það voru bílastæði til staðar við skálana en fólk valdi það frekar að leggja á veginum og mynda þannig teppu,“ segir Magnús. „Svo hefðum við auðvitað getað verið með betri stýringar á þessu. Við gátum opnað svokallaða vesturgötu þannig að við mynduðum hringstreymi á svæðinu fyrir bíla sem hjálpar alltaf til. En við hefðum mögulega getað stýrt umferðinni betur.“ Skíðasvæðið er opið í dag og önnur stólalyftan verður opnuð í fyrra fallinu, klukkan eitt. Magnús gerir þó ekki ráð fyrir jafnmörgum gestum og í gær. „Það spáir samt, eins og núna og næstu daga, góðu veðri og fínu í dag líka, þó það verði skýjað. Það á að detta niður vindurinn klukkan eitt. Þannig að ég geri bara ráð fyrir mjög góðum degi eins og vanalega er milli jóla og nýárs en ekki þeirri sprengju sem var í gær.“ Hér fyrir neðan má sjá innslag úr kvöldfréttum Stöðvar 2 þegar Bláfjöll voru opnuð í fyrsta sinn í vetur rétt fyrir jól. Skíðasvæði Kópavogur Tengdar fréttir Aldrei séð annað eins í Bláfjöllum Gríðarlegur fjöldi hefur lagt leið sína í Bláfjöll í dag. Bíll er við bíl og hafa þó nokkrir þurft að frá að hverfa vegna fjöldans. 27. desember 2023 16:22 Troðfullar brekkur í Bláfjöllum Skíðabrekkurnar í Bláfjöllum voru troðfullar í dag, þegar svæðið var opnað í fyrsta sinn í vetur. Skíðagarpar sem fréttastofa ræddi við áttu misfarsælan dag að baki í brekkunni. 22. desember 2023 20:28 Aðstæður eins og í Austurríki Skíðasvæðin í Bláfjöllum og Hlíðarfjalli verða opnuð í dag, í fyrsta sinn í vetur. Rekstrarstjóri Bláfjalla segir að skíðafæri gæti vart verið betra og lofar sannkallaðri hátíðarstemningu í brekkunum í dag. 22. desember 2023 11:22 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum Sjá meira
Eins og sjá mátti af myndum úr Bláfjöllum í gær voru íbúar höfuðborgarsvæðisins og nágrennis greinilega orðnir skíðaþyrstir eftir jólin. „Og veðrið var bara einstakt. Þannig að já, dagurinn í gær var bara sá stærsti eða einn sá stærsti sem ég hef upplifað síðan 2007,“ segir Magnús Árnason framkvæmdastjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Hann segir um fimm þúsund manns hafa komið á svæðið í gær. Raðir á öllum vígstöðvum hafi orðið svo langar að margir hafi hreinlega aldrei komist á skíði, sem gerist óhjákvæmilega þegar „uppselt“ er á svæðið eins og í gær. „Við erum með þarna tvær stólalyftur í gangi í gær sem hvor um sig ber um 2500 manns upp á klukkutíma þannig það er gríðarlegur mokstur á lyftunum. Raðirnar voru langar í stólalyfturnar en að sögn fólks sem var í röðunum þá tóku þær ekki nema um tíu mínútur.“ Hefði getað stýrt umferð betur Aukafólk mannar iðulega vaktirnar í desember og fullmannað var í gær. Fast starfsfólk kemur ekki til starfa fyrr en í janúar, að sögn Magnúsar. „Þannig að ég hafði ekki aðgang að þessu fastafólki sem kemur í janúar nema tveimur af tólf. Það hefði breytt miklu, þá hefði ég getað haft fleiri lyftur opnar.“ Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Steingrímur Dúi Löng bílaröð myndaðist einnig inn á svæðið. Magnús er þó ekki endilega á því að leggja þurfi fleiri bílastæði. „Það voru bílastæði til staðar við skálana en fólk valdi það frekar að leggja á veginum og mynda þannig teppu,“ segir Magnús. „Svo hefðum við auðvitað getað verið með betri stýringar á þessu. Við gátum opnað svokallaða vesturgötu þannig að við mynduðum hringstreymi á svæðinu fyrir bíla sem hjálpar alltaf til. En við hefðum mögulega getað stýrt umferðinni betur.“ Skíðasvæðið er opið í dag og önnur stólalyftan verður opnuð í fyrra fallinu, klukkan eitt. Magnús gerir þó ekki ráð fyrir jafnmörgum gestum og í gær. „Það spáir samt, eins og núna og næstu daga, góðu veðri og fínu í dag líka, þó það verði skýjað. Það á að detta niður vindurinn klukkan eitt. Þannig að ég geri bara ráð fyrir mjög góðum degi eins og vanalega er milli jóla og nýárs en ekki þeirri sprengju sem var í gær.“ Hér fyrir neðan má sjá innslag úr kvöldfréttum Stöðvar 2 þegar Bláfjöll voru opnuð í fyrsta sinn í vetur rétt fyrir jól.
Skíðasvæði Kópavogur Tengdar fréttir Aldrei séð annað eins í Bláfjöllum Gríðarlegur fjöldi hefur lagt leið sína í Bláfjöll í dag. Bíll er við bíl og hafa þó nokkrir þurft að frá að hverfa vegna fjöldans. 27. desember 2023 16:22 Troðfullar brekkur í Bláfjöllum Skíðabrekkurnar í Bláfjöllum voru troðfullar í dag, þegar svæðið var opnað í fyrsta sinn í vetur. Skíðagarpar sem fréttastofa ræddi við áttu misfarsælan dag að baki í brekkunni. 22. desember 2023 20:28 Aðstæður eins og í Austurríki Skíðasvæðin í Bláfjöllum og Hlíðarfjalli verða opnuð í dag, í fyrsta sinn í vetur. Rekstrarstjóri Bláfjalla segir að skíðafæri gæti vart verið betra og lofar sannkallaðri hátíðarstemningu í brekkunum í dag. 22. desember 2023 11:22 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum Sjá meira
Aldrei séð annað eins í Bláfjöllum Gríðarlegur fjöldi hefur lagt leið sína í Bláfjöll í dag. Bíll er við bíl og hafa þó nokkrir þurft að frá að hverfa vegna fjöldans. 27. desember 2023 16:22
Troðfullar brekkur í Bláfjöllum Skíðabrekkurnar í Bláfjöllum voru troðfullar í dag, þegar svæðið var opnað í fyrsta sinn í vetur. Skíðagarpar sem fréttastofa ræddi við áttu misfarsælan dag að baki í brekkunni. 22. desember 2023 20:28
Aðstæður eins og í Austurríki Skíðasvæðin í Bláfjöllum og Hlíðarfjalli verða opnuð í dag, í fyrsta sinn í vetur. Rekstrarstjóri Bláfjalla segir að skíðafæri gæti vart verið betra og lofar sannkallaðri hátíðarstemningu í brekkunum í dag. 22. desember 2023 11:22