Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
hadegis23-3

Í hádegisfréttum verður rætt við bæjarstjórann í Grindavík sem segir mikilvægt fyrir þjóðarbúið að ráðist verði í gerð varnargarða fyrir Grindavík sem allra fyrst.

Fannar Jónasson bæjarstjóri segir að kostnaður við slíka garða sé smáurar í samanburði við það sem þeir myndu verja.

Þá fjöllum við um gistináttaskattinn sem hækkar um áramót og heyrum í formanni Samtaka ferðaþjónustunnar sem er ósáttur við svo mikla hækkun með svo litlum fyrirvara.

Einnig verður rætt um örtröðina sem myndaðist í Bláfjöllum í gær og þá heyrum við í björgunarsveitunum en flugeldasalan hófst í dag. 

Í íþróttapakka dagsins verður síðan fjallað um landsliðið í handbolta sem hittist í gær til undibúnings fyrir Evrópumótið í Þýskalandi auk þess sem HM í pílukasti verður tekið fyrir. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×