Yrði líklega aflminna en gæti varað lengur Atli Ísleifsson skrifar 28. desember 2023 08:35 Þorvaldur Þórðarson segir að virknin á Reykjanesskaga núna komi sérfræðingum í raun ekki á óvart. Vísir/Vilhelm Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að landrisið hafi haldið áfram við Svartsengi og sé nú á svipað statt og það var fyrir 18. desember þegar síðast byrjaði að gjósa. „Hæðin á landrisinu er farin að nálgast það sem hún var fyrir síðasta gos. Þannig að við getum farið að búast við að eitthvað fari að gerast þegar landrisið hefur náð sömu hæð, sem gæti gerst á næstu tveimur dögum eða kannski teygt sig eitthvað fram yfir áramótin,“ segir Þorvaldur. Hann var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi stöðuna á Reykjanesskaga. Hann telur, miðað við stöðuna nú, að ef komi til goss þá yrði það líklega aflminna en síðasta gos var í upphafi, en að það gæti þó varað lengur. „Þó að landris nú sé að ná sömu hæð þá fór það ekki niður í sama núllpunkt og það var fyrir. Þetta er því styttri tími og kvikumagnið minna en var fyrir síðasta gos. Þannig að gosið verður sennilega minna ef eitthvað gerist nú þegar það er búið að ná þessari sömu hæð. Eða þá heldur þetta áfram og þá gæti safnast saman meira magn af kviku og þá, ef það kæmi til goss, þá yrði gosið stærra. Ég á heldur ekki von á að það verði eins aflmikið og síðasta gos var í byrjun. Verði kraftminna og gæti teygt sig lengra inn í framtíðina og verði lengra en síðasta gos,“ segir Þorvaldur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Er þá líklegt að komi gos? Er það líklegasti möguleikinn eða sviðsmyndin? „Ég myndi nú halda að það væri fifty-fifty hvort kvika komi alla leið upp til yfirborðs eða hvort hún haldi sér neðanjarðar og fari á eitthvað brölt þarna niðri.“ Þorvaldur segir að virknin á Reykjanesskaga núna komi sérfræðingum í raun ekki á óvart. „Þessi virkni sem er núna, þegar við erum komin með gliðnun og svo eldvirkni í gang, þá er þessi virkni í raun eðlileg atburðarás.“ Hann segir ekki hægt að segja til um það með vissu hvar kvikan kæmi upp. Líkurnar séu samt sem áður, eins og áður hafi komið fram, langmestar á að kvika komi upp þarna milli Hagafells og Stóra-Skógfells. „Ég á von á því að það haldi sér á því svæði,“ segir Þorvaldur. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Bítið Grindavík Tengdar fréttir Enn kröftugt landris við Svartsengi Enn mælist landris við Svartsengi og er enn metin töluverð hætta við Grindavík. 27. desember 2023 12:00 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Munaði sex atkvæðum Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
„Hæðin á landrisinu er farin að nálgast það sem hún var fyrir síðasta gos. Þannig að við getum farið að búast við að eitthvað fari að gerast þegar landrisið hefur náð sömu hæð, sem gæti gerst á næstu tveimur dögum eða kannski teygt sig eitthvað fram yfir áramótin,“ segir Þorvaldur. Hann var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi stöðuna á Reykjanesskaga. Hann telur, miðað við stöðuna nú, að ef komi til goss þá yrði það líklega aflminna en síðasta gos var í upphafi, en að það gæti þó varað lengur. „Þó að landris nú sé að ná sömu hæð þá fór það ekki niður í sama núllpunkt og það var fyrir. Þetta er því styttri tími og kvikumagnið minna en var fyrir síðasta gos. Þannig að gosið verður sennilega minna ef eitthvað gerist nú þegar það er búið að ná þessari sömu hæð. Eða þá heldur þetta áfram og þá gæti safnast saman meira magn af kviku og þá, ef það kæmi til goss, þá yrði gosið stærra. Ég á heldur ekki von á að það verði eins aflmikið og síðasta gos var í byrjun. Verði kraftminna og gæti teygt sig lengra inn í framtíðina og verði lengra en síðasta gos,“ segir Þorvaldur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Er þá líklegt að komi gos? Er það líklegasti möguleikinn eða sviðsmyndin? „Ég myndi nú halda að það væri fifty-fifty hvort kvika komi alla leið upp til yfirborðs eða hvort hún haldi sér neðanjarðar og fari á eitthvað brölt þarna niðri.“ Þorvaldur segir að virknin á Reykjanesskaga núna komi sérfræðingum í raun ekki á óvart. „Þessi virkni sem er núna, þegar við erum komin með gliðnun og svo eldvirkni í gang, þá er þessi virkni í raun eðlileg atburðarás.“ Hann segir ekki hægt að segja til um það með vissu hvar kvikan kæmi upp. Líkurnar séu samt sem áður, eins og áður hafi komið fram, langmestar á að kvika komi upp þarna milli Hagafells og Stóra-Skógfells. „Ég á von á því að það haldi sér á því svæði,“ segir Þorvaldur.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Bítið Grindavík Tengdar fréttir Enn kröftugt landris við Svartsengi Enn mælist landris við Svartsengi og er enn metin töluverð hætta við Grindavík. 27. desember 2023 12:00 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Munaði sex atkvæðum Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Enn kröftugt landris við Svartsengi Enn mælist landris við Svartsengi og er enn metin töluverð hætta við Grindavík. 27. desember 2023 12:00