Botna ekkert í viðbrögðum Víkings Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. desember 2023 11:19 Víkingar hafa unnið sex stóra titla undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. vísir/hulda margrét Forráðamenn Norrköping eru undrandi á viðbrögðum Víkings vegna þeirrar ákvörðunar Íslands- og bikarmeistaranna um að slíta viðræðum félaganna vegna Arnars Gunnlaugssonar. Norrköping vildi fá Arnar sem næsta þjálfara liðsins og hóf viðræður við Víking. Íslands- og bikarmeistararnir slitu þeim hins vegar þar sem þeim þótti tilboð Norrköping í Arnar of lágt. „Tilboð Norrköping var ekki nálægt því sem við teljum virði Arnars Gunnlaugssonar vera. Því ákvað félagið að afþakka frekari samningaviðræður og setja allan fókus á undirbúning fyrir næsta tímabil. Arnar er afar fær þjálfari og mikilvægur okkur Víkingum og er ég afar spenntur fyrir áframhaldandi samstarfi með Arnari,“ sagði Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, í tilkynningu félagsins. Norrköping sendi í dag bréf til stuðningsmanna félagsins vegna viðræðnanna við Arnar. Þar segir að Norrköping hafi alltaf verið meðvitað um að félagið þyrfti að greiða Víkingi ákveðna upphæð fyrir að losa Arnar undan samningi. „Norrköping virti þetta alltaf og mætti kröfum Víkings um greiðslu fyrir hann. Af þeim sökum, og að Víkingur samþykkti að Arnar færi í viðræður við annað félag, er stjórnin mjög undrandi á orðum íþróttastjóra Víkings um að félagið hafi ekki viljað selja þjálfarann sinn,“ sagði í bréfinu. Þar segir ennfremur að leit Norrköping að nýjum þjálfara standi enn yfir. Jóhannes Karl Guðjónsson er einn þeirra sem kemur til greina í starfið. Hann hefur einnig verið orðaður við Öster sem leikur í næstefstu deild. Í viðtali við íþróttadeild á Þorláksmessu sagðist Arnar ekki vera svekktur að hafa ekki fengið að taka við Norrköping. „Er ég eitthvað ósáttur við það? Nei, eiginlega ekki. Langaði mig að fara út og kitlaði það? Já, það gerði það. En núna er komin niðurstaða. Ég verð áfram og Víkingur vill ekki selja. Það er bara frábært. Ég ber virðingu fyrir því og hlakka gríðarlega til næsta tímabils,“ sagði Arnar. Skagamaðurinn er samningsbundinn Víkingi til 2024. Hann hefur stýrt liðinu frá haustinu 2018 og undir hans stjórn hefur það unnið tvo Íslandsmeistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Sænski boltinn Mest lesið Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Fótbolti „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Körfubolti Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Fótbolti Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Fótbolti Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Körfubolti Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Íslenski boltinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Enski boltinn Arnór laus úr prísund Blackburn Enski boltinn Fleiri fréttir Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Sjá meira
Norrköping vildi fá Arnar sem næsta þjálfara liðsins og hóf viðræður við Víking. Íslands- og bikarmeistararnir slitu þeim hins vegar þar sem þeim þótti tilboð Norrköping í Arnar of lágt. „Tilboð Norrköping var ekki nálægt því sem við teljum virði Arnars Gunnlaugssonar vera. Því ákvað félagið að afþakka frekari samningaviðræður og setja allan fókus á undirbúning fyrir næsta tímabil. Arnar er afar fær þjálfari og mikilvægur okkur Víkingum og er ég afar spenntur fyrir áframhaldandi samstarfi með Arnari,“ sagði Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, í tilkynningu félagsins. Norrköping sendi í dag bréf til stuðningsmanna félagsins vegna viðræðnanna við Arnar. Þar segir að Norrköping hafi alltaf verið meðvitað um að félagið þyrfti að greiða Víkingi ákveðna upphæð fyrir að losa Arnar undan samningi. „Norrköping virti þetta alltaf og mætti kröfum Víkings um greiðslu fyrir hann. Af þeim sökum, og að Víkingur samþykkti að Arnar færi í viðræður við annað félag, er stjórnin mjög undrandi á orðum íþróttastjóra Víkings um að félagið hafi ekki viljað selja þjálfarann sinn,“ sagði í bréfinu. Þar segir ennfremur að leit Norrköping að nýjum þjálfara standi enn yfir. Jóhannes Karl Guðjónsson er einn þeirra sem kemur til greina í starfið. Hann hefur einnig verið orðaður við Öster sem leikur í næstefstu deild. Í viðtali við íþróttadeild á Þorláksmessu sagðist Arnar ekki vera svekktur að hafa ekki fengið að taka við Norrköping. „Er ég eitthvað ósáttur við það? Nei, eiginlega ekki. Langaði mig að fara út og kitlaði það? Já, það gerði það. En núna er komin niðurstaða. Ég verð áfram og Víkingur vill ekki selja. Það er bara frábært. Ég ber virðingu fyrir því og hlakka gríðarlega til næsta tímabils,“ sagði Arnar. Skagamaðurinn er samningsbundinn Víkingi til 2024. Hann hefur stýrt liðinu frá haustinu 2018 og undir hans stjórn hefur það unnið tvo Íslandsmeistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Sænski boltinn Mest lesið Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Fótbolti „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Körfubolti Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Fótbolti Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Fótbolti Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Körfubolti Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Íslenski boltinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Enski boltinn Arnór laus úr prísund Blackburn Enski boltinn Fleiri fréttir Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Sjá meira