Innlent

Taka sér frí frá flug­eldum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Björgunarsveitarfólk á Reykjanesskaganum. Fjallið Þorbjörn við Grindavík í bakgrunni en björgunarsveit bæjarins er kennd við fjallið.
Björgunarsveitarfólk á Reykjanesskaganum. Fjallið Þorbjörn við Grindavík í bakgrunni en björgunarsveit bæjarins er kennd við fjallið. Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur ákveðið að selja enga flugelda þessi áramótin. Flugeldasalan hefur verið langstærsta fjáröflun Þorbjörns síðustu áratugina og algjör lykilþáttur í okkar rekstri.

Greint er frá tíðindunum á Facebook-síðu Þorbjörns.

„Á seinni hluta ársins 2023 höfum við tekist á við stærstu gróðurelda á Íslandi, rýmingu Grindavíkur í kjölfar jarðskjálfta og svo tvö eldgos auk annarra hefðbundinna verkefna björgunarsveita,“ segir í tilkynningunni.

„Við teljum það ekki forsvaranlegt að leggja meiri vinnu á okkar félagsmenn og tímabært að hvíla mannskapinn fyrir komandi verkefni, hver svo sem þau kunna að verða. Að baki eru þúsundir vinnustunda í þessum verkefnum við erfiðar og skrítnar aðstæður og verður hvíldin því kærkomin.“

Þeir sem vilja styrkja sveitina með millifærslu geti lagt inn á sveitina. Fyrir alla sem hyggja á flugeldakaup þá hvetjum við eindregið til þess að keyptir verða flugeldar hjá félögum okkar í öðrum björgunarsveitum á Suðurnesjum. 

Björgunarsveitin Skyggnir, Vogum

Björgunarsveitin Suðurnes, Reykjanesbæ

Björgunarsveitin Sigurvon, Sandgerði

Björgunarsveitin Ægir Garði

„Þessar sveitir hafa staðið þétt við bakið á okkur alla tíð og án þeirra getum við ekki verið. Eftirfarandi björgunarsveitir munu taka vel á móti ykkur á sölustöðum sínum sem opna þann 28. des n.k.. Að lokum viljum við þakka fyrir allan stuðninginn síðustu vikurnar en fjöldi fyrirtækja og einstaklinga hafa lagt okkur lið sem er ómetanlegt.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×