Rótarýfélagar gera upp 60 ára gamla rútu frá Austurleið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. desember 2023 20:31 Grétar Harðarson, forseti Rótarýklúbbs Rangæinga er spenntur fyrir rútuverkefni klúbbsins, sem gengur út á það að gera upp 60 ára gamla rútu frá Austurleið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Félagar í Rótarýklúbbi Rangæinga hafa tekið að sér stórt verkefni en það er að gera upp fyrstu rútu Austurleiðar, sem er orðin gömul og lúin enda orðin sextíu ára gömul. Rútan er í geymslu hjá Samgöngusafninu í Skógum undir Eyjafjöllum. Í tilefni af 60 ára afmæli rútufyrirtækisins Austurleiðar í Rangárvallasýslu fyrr á þessu ári ákvað Rótarýklúbbur Rangæinga að hafa það að markmiði sínu að koma upp sögusýningu um starfsemi fyrirtækisins á Samgöngusafninu á Skógum undir Eyjafjöllum. Nú er búið að opna sýninguna formlega en félagarnir í Rótarýklúbbnum komu einmitt á rútu, sem var í þjónustu hjá Austurleið í Skóga til að opna sýninguna. Fyrir þá sem ekki vita þá var Austurleið með áætlunarferðir frá Reykjavík og að Múlakoti í Fljótshlíð og einnig austur í Vík og á Kirkjubæjarklaustur. Austurleið var merkilegt fyrirtæki í sögu Rangárvallasýslu. „Já, sannarlega og svona brautryðjanda starf því þarna var ekki algengt að fólk ætti bíla svo allt í einu var hægt að skjótast til Reykjavíkur bara til að heimsækja einhverja frænku eða fara til læknis eða eitthvað, bara dagsferðir,“ segir Sigurlín Sveinbjarnardóttir, félagi í Rótarýklúbbi Rangæinga og ein af driffjöðrum verkefnisins í Skógum. Félagar í Rótarýklúbbi Rangæinga og forsvarsmenn Samgöngusafnsins í Skógum þegar sýningin var formlega opnuð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Sigurlín er mjög ánægð með sýninguna, sem Rótarýklúbburinn á heiðurinn af. „Í rauninni erum við búin að vanda til þess að hafa þetta svona létt og á venjulegu máli, svo er náttúrulega þýtt á ensku fyrir ferðamennina og myndirnar eru lýsandi. Segja eitthvað um tíðarandann og hvernig þetta var að ferðast á þessum tíma.“ Sigurlín Sveinbjarnardóttir, félagi í Rótarýklúbbi Rangæinga og ein af driffjöðrum verkefnisins í Skógum að segja frá verkefninu við opnun sýningarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðrún Tómasdóttir, sem býr í Skógum á fjórar ljósmyndir á spjöldum sýningarinnar en hún var dugleg að ferðast með Austurleið. „Allir treystu á Austurleið, sem þurftu að ferðast hér. Þjónustan og bílstjórarnir, sem vildu allt fyrir farþega gera og leysa úr öllum málum var það besta við Austurleið“, segir Guðrún. Guðrún Tómasdóttir íbúi í Skógum og farþegi hjá Austurleið í mörg ár á nokkrar myndir úr safninu sínu á sýningunni um Austurleið í Samgöngusafninu í Skógum, sem var opnuð formlega á dögunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er stórt verkefni, sem býður félaga í Rótarýklúbbnum en þeir ætla að gera upp þessa gömlu og lúnu rútu, L – 502, sem var notuð í fjölda ára hjá Austurleið en er nú í eigu Samgöngusafnsins í Skógum. Austurleið sameinaðist Sérleyfisbílum Selfoss 1998 og var þá ekki lengur til eitt og sér, sem fyrirtæki. „Og við erum tilbúin í það, fullt af sjálfboðavinnu eins og við í Rótarý gerum, það er meiningin, hreinsa og allt þetta en svo þarf auðvitað peninga, þá er það bara fjáröflun, við finnum einhverjar leiðir en við áætlum líka tvö til þrjú ár í þetta,“ segir Sigurlín. Saga Austurleiðar er mjög merkileg og áhugaverð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Bílar Félagasamtök Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Í tilefni af 60 ára afmæli rútufyrirtækisins Austurleiðar í Rangárvallasýslu fyrr á þessu ári ákvað Rótarýklúbbur Rangæinga að hafa það að markmiði sínu að koma upp sögusýningu um starfsemi fyrirtækisins á Samgöngusafninu á Skógum undir Eyjafjöllum. Nú er búið að opna sýninguna formlega en félagarnir í Rótarýklúbbnum komu einmitt á rútu, sem var í þjónustu hjá Austurleið í Skóga til að opna sýninguna. Fyrir þá sem ekki vita þá var Austurleið með áætlunarferðir frá Reykjavík og að Múlakoti í Fljótshlíð og einnig austur í Vík og á Kirkjubæjarklaustur. Austurleið var merkilegt fyrirtæki í sögu Rangárvallasýslu. „Já, sannarlega og svona brautryðjanda starf því þarna var ekki algengt að fólk ætti bíla svo allt í einu var hægt að skjótast til Reykjavíkur bara til að heimsækja einhverja frænku eða fara til læknis eða eitthvað, bara dagsferðir,“ segir Sigurlín Sveinbjarnardóttir, félagi í Rótarýklúbbi Rangæinga og ein af driffjöðrum verkefnisins í Skógum. Félagar í Rótarýklúbbi Rangæinga og forsvarsmenn Samgöngusafnsins í Skógum þegar sýningin var formlega opnuð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Sigurlín er mjög ánægð með sýninguna, sem Rótarýklúbburinn á heiðurinn af. „Í rauninni erum við búin að vanda til þess að hafa þetta svona létt og á venjulegu máli, svo er náttúrulega þýtt á ensku fyrir ferðamennina og myndirnar eru lýsandi. Segja eitthvað um tíðarandann og hvernig þetta var að ferðast á þessum tíma.“ Sigurlín Sveinbjarnardóttir, félagi í Rótarýklúbbi Rangæinga og ein af driffjöðrum verkefnisins í Skógum að segja frá verkefninu við opnun sýningarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðrún Tómasdóttir, sem býr í Skógum á fjórar ljósmyndir á spjöldum sýningarinnar en hún var dugleg að ferðast með Austurleið. „Allir treystu á Austurleið, sem þurftu að ferðast hér. Þjónustan og bílstjórarnir, sem vildu allt fyrir farþega gera og leysa úr öllum málum var það besta við Austurleið“, segir Guðrún. Guðrún Tómasdóttir íbúi í Skógum og farþegi hjá Austurleið í mörg ár á nokkrar myndir úr safninu sínu á sýningunni um Austurleið í Samgöngusafninu í Skógum, sem var opnuð formlega á dögunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er stórt verkefni, sem býður félaga í Rótarýklúbbnum en þeir ætla að gera upp þessa gömlu og lúnu rútu, L – 502, sem var notuð í fjölda ára hjá Austurleið en er nú í eigu Samgöngusafnsins í Skógum. Austurleið sameinaðist Sérleyfisbílum Selfoss 1998 og var þá ekki lengur til eitt og sér, sem fyrirtæki. „Og við erum tilbúin í það, fullt af sjálfboðavinnu eins og við í Rótarý gerum, það er meiningin, hreinsa og allt þetta en svo þarf auðvitað peninga, þá er það bara fjáröflun, við finnum einhverjar leiðir en við áætlum líka tvö til þrjú ár í þetta,“ segir Sigurlín. Saga Austurleiðar er mjög merkileg og áhugaverð.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Bílar Félagasamtök Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira