Navalní heilsast vel og sendir hátíðarkveðjur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. desember 2023 13:57 Navalní hefur setið í fangelsi frá árinu 2021. EPA Alexei Navalní leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi segist við góða heilsu eftir að hafa fundist í fanganýlendu í Síberíu eftir margra daga leit. Hann sendi fylgjendum sínum hátíðarkveðjur í tilkynningu á X í morgun. Ekkert hafði spurst til Navalní, sem er einn helsti pólitíski andstæðingur Pútíns Rússlandsforseta, í nítján daga þegar hann fannst í fanganýlendu í Síberíu. Talskona hans Kira, Yarmysh, staðfesti í gær að hann væri fundinn og hefði verið færður til IK-3 fanganýlendunnar í sjálfstjórnarhéraðinu Yamalo-Nenets í norður-Rússlandi. Navalní birti færslu á X í morgun þar sem honum sagðist líða vel og hann væri feginn að hafa loks fundist. Þá líkti hann sjálfum sér við jólasveininn í ljósi þess að hann hafi skilað sér í fangelsið á jóladag. Hélt að hann myndi ekki finnast strax „Þeir fóru með mig hingað [í fanganýlenduna] á laugardag. Ég var fluttur með svo mikilli varúð og svo furðulega leið að ég bjóst ekki við að nokkur myndi finna mig fyrr en um miðjan janúar,“ skrifar Navalní á X. „Þess vegna kom það mér mjög á óvart þegar fangaklefinn minn var opnaður í gær með orðunum: Það er lögmaður hérna sem vill ræða við þig. Hann sagði mér að þið hefðuð týnt mér, og að einhver ykkar hefðu áhyggjur. Kærar þakkir fyrir stuðninginn!“ skrifar hann jafnframt. Þá segir hann fylgjendum að hafa ekki áhyggjur af sér, hann hafi það fínt. Loks sendir hann hátíðarkveðjur. 1/9 I am your new Santa Claus.Well, I now have a sheepskin coat, an ushanka hat (a fur hat with ear-covering flaps), and soon I will get valenki (a traditional Russian winter footwear). I have grown a beard for the 20 days of my transportation.— Alexey Navalny (@navalny) December 26, 2023 Mál Alexei Navalní Rússland Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Ekkert hafði spurst til Navalní, sem er einn helsti pólitíski andstæðingur Pútíns Rússlandsforseta, í nítján daga þegar hann fannst í fanganýlendu í Síberíu. Talskona hans Kira, Yarmysh, staðfesti í gær að hann væri fundinn og hefði verið færður til IK-3 fanganýlendunnar í sjálfstjórnarhéraðinu Yamalo-Nenets í norður-Rússlandi. Navalní birti færslu á X í morgun þar sem honum sagðist líða vel og hann væri feginn að hafa loks fundist. Þá líkti hann sjálfum sér við jólasveininn í ljósi þess að hann hafi skilað sér í fangelsið á jóladag. Hélt að hann myndi ekki finnast strax „Þeir fóru með mig hingað [í fanganýlenduna] á laugardag. Ég var fluttur með svo mikilli varúð og svo furðulega leið að ég bjóst ekki við að nokkur myndi finna mig fyrr en um miðjan janúar,“ skrifar Navalní á X. „Þess vegna kom það mér mjög á óvart þegar fangaklefinn minn var opnaður í gær með orðunum: Það er lögmaður hérna sem vill ræða við þig. Hann sagði mér að þið hefðuð týnt mér, og að einhver ykkar hefðu áhyggjur. Kærar þakkir fyrir stuðninginn!“ skrifar hann jafnframt. Þá segir hann fylgjendum að hafa ekki áhyggjur af sér, hann hafi það fínt. Loks sendir hann hátíðarkveðjur. 1/9 I am your new Santa Claus.Well, I now have a sheepskin coat, an ushanka hat (a fur hat with ear-covering flaps), and soon I will get valenki (a traditional Russian winter footwear). I have grown a beard for the 20 days of my transportation.— Alexey Navalny (@navalny) December 26, 2023
Mál Alexei Navalní Rússland Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira