Jól í Grindavík eftir allt saman Árni Sæberg skrifar 22. desember 2023 16:12 Líkt og alþjóð veit hafa jarðhræringar og eldgos einkennt síðustu mánuði í Grindavík. Þó verða haldin gleðileg jól í bænum, Vísir/Vilhelm Frá og með Þorláksmessu mega Grindvíkingar fara inn í bæinn allan sólarhringinn og jafnvel sofa þar. Því verða jól í Grindavík eftir allt saman, allavega hjá þeim Grindvíkingum sem það vilja. Þetta segir í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Þar segir að staðan verði endurmetin þann 27. desember. Þá segir að frá og með Þorláksmessu verði lokunarpóstar á Grindavíkurvegi, Nesvegi og Suðurstrandarvegi. Íbúar í Grindavík, eigendur fyrirtækja og starfsmenn þeirra hafi heimild til að fara inn fyrir lokunarpósta allan sólarhringinn og íbúar megi gista í bænum. Óviðkomandi einstaklingum verði ekki hleypt inn fyrir lokunarpósta að svo stöddu. Helstu fjölmiðlar hafi heimild til að fara inn fyrir lokunarpósta. Fara niður á hættustig þar sem gosinu virðist lokið Sérfræðingar Veðurstofunnar hafi hist á fundi í morgun klukkan 9:30 þar sem farið var yfir nýjustu gögn og klukkan 13 hafi Veðurstofan fundað með lögreglustjóra og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Samkvæmt nýju hættumatskorti Veðurstofu sé enn töluverð hætta á náttúruhamförum í Grindavík. Veðurstofa Íslands Ríkislögreglustjóri hafi ákveðið í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum að færa almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig þar sem eldgos, sem hófst við Sundhnúkagíga 18. desember síðastliðinn virðist nú lokið. Að öllu óbreyttu verði viðbúnaður lögreglu og björgunarsveita eins og að ofan greinir í og við Grindavíkurbæ. Fréttin hefur verið uppfærð. Grindavík Jól Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Ég var dofinn bæði andlega og líkamlega“ Grindvíkingur segir fregnir af eldgosinu hafa slegið íbúa afar illa. Hann segist hafa verið dofinn líkamlega og andlega fyrst um sinn og að það sé erfitt að lifa í svona óvissu. 20. desember 2023 20:01 Haraldur telur enga ástæðu til halda Grindavík áfram lokaðri Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur stendur enn við þá skoðun sína að Grindavíkurbær sé ekki í hættu vegna eldgoss og að leyfa eigi bæjarbúum að snúa aftur heim til sín. 20. desember 2023 10:24 Telur líklegt að Grindvíkingar geti haldið jól í bænum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að miðað við stöðuna undanfarið sé ekki ólíklegt að íbúar Grindavíkur geti haldið jól í bænum. Það verði þó að bíða eftir næsta hættumati Veðurstofunnar á miðvikudag. 18. desember 2023 11:56 Sagður eyðileggja fyrir Grindvíkingum með hegðun sinni Veitingamanni í Grindavík var hótað handtöku í gærkvöldi þegar hann ætlaði að gista í bænum í nótt. Lögreglukona sagði hann eyðileggja fyrir öðrum Grindvíkingum með hegðun sinni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir mögulegt að Grindvíkingar fái að fara heim fyrir jól. 18. desember 2023 10:55 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Þar segir að staðan verði endurmetin þann 27. desember. Þá segir að frá og með Þorláksmessu verði lokunarpóstar á Grindavíkurvegi, Nesvegi og Suðurstrandarvegi. Íbúar í Grindavík, eigendur fyrirtækja og starfsmenn þeirra hafi heimild til að fara inn fyrir lokunarpósta allan sólarhringinn og íbúar megi gista í bænum. Óviðkomandi einstaklingum verði ekki hleypt inn fyrir lokunarpósta að svo stöddu. Helstu fjölmiðlar hafi heimild til að fara inn fyrir lokunarpósta. Fara niður á hættustig þar sem gosinu virðist lokið Sérfræðingar Veðurstofunnar hafi hist á fundi í morgun klukkan 9:30 þar sem farið var yfir nýjustu gögn og klukkan 13 hafi Veðurstofan fundað með lögreglustjóra og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Samkvæmt nýju hættumatskorti Veðurstofu sé enn töluverð hætta á náttúruhamförum í Grindavík. Veðurstofa Íslands Ríkislögreglustjóri hafi ákveðið í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum að færa almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig þar sem eldgos, sem hófst við Sundhnúkagíga 18. desember síðastliðinn virðist nú lokið. Að öllu óbreyttu verði viðbúnaður lögreglu og björgunarsveita eins og að ofan greinir í og við Grindavíkurbæ. Fréttin hefur verið uppfærð.
Grindavík Jól Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Ég var dofinn bæði andlega og líkamlega“ Grindvíkingur segir fregnir af eldgosinu hafa slegið íbúa afar illa. Hann segist hafa verið dofinn líkamlega og andlega fyrst um sinn og að það sé erfitt að lifa í svona óvissu. 20. desember 2023 20:01 Haraldur telur enga ástæðu til halda Grindavík áfram lokaðri Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur stendur enn við þá skoðun sína að Grindavíkurbær sé ekki í hættu vegna eldgoss og að leyfa eigi bæjarbúum að snúa aftur heim til sín. 20. desember 2023 10:24 Telur líklegt að Grindvíkingar geti haldið jól í bænum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að miðað við stöðuna undanfarið sé ekki ólíklegt að íbúar Grindavíkur geti haldið jól í bænum. Það verði þó að bíða eftir næsta hættumati Veðurstofunnar á miðvikudag. 18. desember 2023 11:56 Sagður eyðileggja fyrir Grindvíkingum með hegðun sinni Veitingamanni í Grindavík var hótað handtöku í gærkvöldi þegar hann ætlaði að gista í bænum í nótt. Lögreglukona sagði hann eyðileggja fyrir öðrum Grindvíkingum með hegðun sinni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir mögulegt að Grindvíkingar fái að fara heim fyrir jól. 18. desember 2023 10:55 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
„Ég var dofinn bæði andlega og líkamlega“ Grindvíkingur segir fregnir af eldgosinu hafa slegið íbúa afar illa. Hann segist hafa verið dofinn líkamlega og andlega fyrst um sinn og að það sé erfitt að lifa í svona óvissu. 20. desember 2023 20:01
Haraldur telur enga ástæðu til halda Grindavík áfram lokaðri Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur stendur enn við þá skoðun sína að Grindavíkurbær sé ekki í hættu vegna eldgoss og að leyfa eigi bæjarbúum að snúa aftur heim til sín. 20. desember 2023 10:24
Telur líklegt að Grindvíkingar geti haldið jól í bænum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að miðað við stöðuna undanfarið sé ekki ólíklegt að íbúar Grindavíkur geti haldið jól í bænum. Það verði þó að bíða eftir næsta hættumati Veðurstofunnar á miðvikudag. 18. desember 2023 11:56
Sagður eyðileggja fyrir Grindvíkingum með hegðun sinni Veitingamanni í Grindavík var hótað handtöku í gærkvöldi þegar hann ætlaði að gista í bænum í nótt. Lögreglukona sagði hann eyðileggja fyrir öðrum Grindvíkingum með hegðun sinni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir mögulegt að Grindvíkingar fái að fara heim fyrir jól. 18. desember 2023 10:55