„Ég var dofinn bæði andlega og líkamlega“ Bjarki Sigurðsson skrifar 20. desember 2023 20:01 Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar. Vísir/Arnar Grindvíkingur segir fregnir af eldgosinu hafa slegið íbúa afar illa. Hann segist hafa verið dofinn líkamlega og andlega fyrst um sinn og að það sé erfitt að lifa í svona óvissu. Það var þungt fyrir Grindvíkinga þegar fregnir af eldgosinu bárust á mánudagskvöld. Þá voru liðnar tæpar sex vikur síðan bæjarbúar gistu síðast heima hjá sér og einhverjir byrjaðir að láta sig dreyma um að komast heim fyrir jól. Grindvíkingurinn Eggert Sólberg og hans fjölskylda biðu í ofvæni eftir frekari upplýsingum eftir fyrstu fréttir af gosinu. Þau voru nýkomin á sinn þriðja dvalarstað síðan bærinn var rýmdur. „Þetta var hræðsla. Það er hægt að lýsa þessu þannig að maður var dofinn. Ég var dofinn bæði andlega og líkamlega. Gærdagurinn var mjög erfiður, það blandaðist líka inn í þetta þreyta. Við vöktum lengi til þess að fylgjast með gosinu og reyna að afla okkur upplýsinga. Ég held það eigi við um flesta Grindvíkinga, það var lítið sofið nóttina sem gaus,“ segir Eggert. Hann segir það vera erfitt fyrir Grindvíkinga að vita ekkert hvenær þeir geta snúið aftur heim. „Einhverjir finna fyrir létti að nú sé komið gos sem ógnar alla vega ekki bænum strax. En aðrir eru verulega vonsviknir. Auðvitað erum við öll vonsvikin, við höfðum væntingar um að geta verið meira heima hjá okkur um hátíðarnar,“ segir Eggert. „Þetta er bara drulluerfitt. Við sem betur fer búum í mjög samheldnu samfélagi og það hefur fleytt okkur mjög langt.“ Sérð þú fyrir þér að geta flutt aftur til Grindavíkur eftir þetta allt saman? „Já. Ég get ekki beðið eftir því að komast aftur heim,“ segir Eggert. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Grindvíkingar gisti ekki meðan hraunið flæði Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, segir að á meðan gosið sé í gangi sé ekki öruggt að gista í Grindavík. Áhersluna sé að tryggja öryggi og velferð þeirra en aðbúnaður fyrir ferðamenn og þá sem vilja bera gosið augum sé aftarlega á listanum. Því segir hann göngustíg að gosstöðvunum ekki í forgangi, en seinna meir gæti það verið sett í skoðun. 20. desember 2023 16:08 Óttast að þjóðin fái leiða á Grindvíkingum og fjari undan hjálpseminni Fjölskyldufaðir sem býr í Grindavík óttast að þjóðin muni fá leið á Grindvíkingum og að fjara muni undan hjálpseminni sem var svo mikil í upphafi. Nú sé ljóst að Grindvíkingar muni þurfa á stuðningi og skilningi að halda lengur en áður var talið. Margir viti ekki einu sinni hvar þeir muni búa á nýju ári. 20. desember 2023 14:22 Húsnæðisstuðningur framlengdur út veturinn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina munu leggja til að húsnæðisstuðningur ríkisins við Grindvíkinga verði framlengdur út veturinn. Hann átti að renna sitt skeið í lok febrúar. 20. desember 2023 14:43 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
Það var þungt fyrir Grindvíkinga þegar fregnir af eldgosinu bárust á mánudagskvöld. Þá voru liðnar tæpar sex vikur síðan bæjarbúar gistu síðast heima hjá sér og einhverjir byrjaðir að láta sig dreyma um að komast heim fyrir jól. Grindvíkingurinn Eggert Sólberg og hans fjölskylda biðu í ofvæni eftir frekari upplýsingum eftir fyrstu fréttir af gosinu. Þau voru nýkomin á sinn þriðja dvalarstað síðan bærinn var rýmdur. „Þetta var hræðsla. Það er hægt að lýsa þessu þannig að maður var dofinn. Ég var dofinn bæði andlega og líkamlega. Gærdagurinn var mjög erfiður, það blandaðist líka inn í þetta þreyta. Við vöktum lengi til þess að fylgjast með gosinu og reyna að afla okkur upplýsinga. Ég held það eigi við um flesta Grindvíkinga, það var lítið sofið nóttina sem gaus,“ segir Eggert. Hann segir það vera erfitt fyrir Grindvíkinga að vita ekkert hvenær þeir geta snúið aftur heim. „Einhverjir finna fyrir létti að nú sé komið gos sem ógnar alla vega ekki bænum strax. En aðrir eru verulega vonsviknir. Auðvitað erum við öll vonsvikin, við höfðum væntingar um að geta verið meira heima hjá okkur um hátíðarnar,“ segir Eggert. „Þetta er bara drulluerfitt. Við sem betur fer búum í mjög samheldnu samfélagi og það hefur fleytt okkur mjög langt.“ Sérð þú fyrir þér að geta flutt aftur til Grindavíkur eftir þetta allt saman? „Já. Ég get ekki beðið eftir því að komast aftur heim,“ segir Eggert.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Grindvíkingar gisti ekki meðan hraunið flæði Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, segir að á meðan gosið sé í gangi sé ekki öruggt að gista í Grindavík. Áhersluna sé að tryggja öryggi og velferð þeirra en aðbúnaður fyrir ferðamenn og þá sem vilja bera gosið augum sé aftarlega á listanum. Því segir hann göngustíg að gosstöðvunum ekki í forgangi, en seinna meir gæti það verið sett í skoðun. 20. desember 2023 16:08 Óttast að þjóðin fái leiða á Grindvíkingum og fjari undan hjálpseminni Fjölskyldufaðir sem býr í Grindavík óttast að þjóðin muni fá leið á Grindvíkingum og að fjara muni undan hjálpseminni sem var svo mikil í upphafi. Nú sé ljóst að Grindvíkingar muni þurfa á stuðningi og skilningi að halda lengur en áður var talið. Margir viti ekki einu sinni hvar þeir muni búa á nýju ári. 20. desember 2023 14:22 Húsnæðisstuðningur framlengdur út veturinn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina munu leggja til að húsnæðisstuðningur ríkisins við Grindvíkinga verði framlengdur út veturinn. Hann átti að renna sitt skeið í lok febrúar. 20. desember 2023 14:43 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
Grindvíkingar gisti ekki meðan hraunið flæði Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, segir að á meðan gosið sé í gangi sé ekki öruggt að gista í Grindavík. Áhersluna sé að tryggja öryggi og velferð þeirra en aðbúnaður fyrir ferðamenn og þá sem vilja bera gosið augum sé aftarlega á listanum. Því segir hann göngustíg að gosstöðvunum ekki í forgangi, en seinna meir gæti það verið sett í skoðun. 20. desember 2023 16:08
Óttast að þjóðin fái leiða á Grindvíkingum og fjari undan hjálpseminni Fjölskyldufaðir sem býr í Grindavík óttast að þjóðin muni fá leið á Grindvíkingum og að fjara muni undan hjálpseminni sem var svo mikil í upphafi. Nú sé ljóst að Grindvíkingar muni þurfa á stuðningi og skilningi að halda lengur en áður var talið. Margir viti ekki einu sinni hvar þeir muni búa á nýju ári. 20. desember 2023 14:22
Húsnæðisstuðningur framlengdur út veturinn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina munu leggja til að húsnæðisstuðningur ríkisins við Grindvíkinga verði framlengdur út veturinn. Hann átti að renna sitt skeið í lok febrúar. 20. desember 2023 14:43