Telur mjög litlar líkur á að gjósi í sjálfri Grindavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. desember 2023 15:00 Magnús Tumi í miðstöð erlendra fjölmiðla sem komið hefur verið upp í Hafnarfirði. Vísir/ArnarHalldórs Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir mjög litlar líkur á því að það gjósi í eða við Grindavík. Líklegt verði að telja að annað gos verði á svæðinu þar sem eldgos hófst á mánudagskvöld og lauk í morgun. Magnús Tumi var meðal þeirra sem flutti erindi á fámennum upplýsingafundi fyrir erlenda fjölmiðla í Hafnarfirði í morgun. Kristín Ólafsdóttir ræddi við Magnús Tuma í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það lítur úr fyrir það að gosinu sé lokið. Það var flogið þarna yfir í morgun. Kristín Jónsdóttir (náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands) var í fluginu og hún sá ekki nein merki um virkni í gýgunum. Það passar við það sem vefmyndavélarnar voru að sýna í morgun. Það er að sjá að þetta sé búið í bili,“ segir Magnús Tumi. Hann var spurður út í líkur á því að eldgos verði á ný. „Við verðum að telja líklegt að það verði annað gos á svæðinu. Ef við horfum til sögunnar hefur komið þokkalegt hraun upp úr þessum sprungum þegar gýs,“ segir Magnús Tumi. Hann ber gosið nú saman við eldgosin í Fagradalsfjalli og nágrenni. „Núna er komið svona tíu prósent af því sem kom upp í Fagradalsfjalli. Það er ekkert ólíklegt að það endurtaki sig sú atburðarás sem við höfum séð. Tímaskalinn á því er ekki ljós.“ Hraunið séð úr þyrlu Landhelgisgæslunnar.Vísir/RAX Grindvíkingar og landsmenn velta margir fyrir sér hættunni á því að það gjósi hreinlega í bænum sjálfum. Suðurendi sprungunnar er í um þriggja kílómetra fjarlægð frá Grindavík. „Það er ekki hægt að útiloka að það gjósi meira á suðurhluta sprungunnar. Það er einn möguleiki,“ segir Magnús Tumi og rýnir í söguna. Íslaust hafi verið á svæðinu í 15-20 þúsund ár. Útjaðar Grindavíkur og eldgosið í fyrrakvöld.Vísir/Vilhelm „Það sýnir sig að gossprungur á skaganum ná aldrei út í sjó, nema á tánni - alveg vestast. Það er engin gossprunga sem nær inn í Grindavík á þessum 15-20 þúsund árum svo vitað sé. Það er líklegt að ef gýs nær bænum þá verði það eitthvað aðeins nær. Ég held við eigum að vinna út frá því að það sé líklegast og horfa á hvernig eigi að bregðast við með varnargörðum og annað. Horfa á það út frá því að það séu mjög litlar líkur á því.“ Hann var spurður hvort stuttur líftími gossins hefði komið honum á óvart. „Já og nei. Þetta er bara svona. Heklugosið 1947 fór af stað með gríðarlegum krafti og hékk uppi í þrettán mánuði. Heklugosið 1980 fór líka af stað með miklum krafti en lauk á þremur dögum. Það er engin ein regla. Sum Kröflugosin voru mjög stutt. Þetta er alls ekkert óeðlileg hegðun. Við vitum ekkert fyrir fram. Við getum spáð alls konar hlutum. Það er best að setja upp sviðsmyndir, meta líkur á þeim, en að spá hvenær þetta verður lokið er kannski skemmtilegur leikur en hefur ekki mikla praktíska þýðingu.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Magnús Tumi var meðal þeirra sem flutti erindi á fámennum upplýsingafundi fyrir erlenda fjölmiðla í Hafnarfirði í morgun. Kristín Ólafsdóttir ræddi við Magnús Tuma í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það lítur úr fyrir það að gosinu sé lokið. Það var flogið þarna yfir í morgun. Kristín Jónsdóttir (náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands) var í fluginu og hún sá ekki nein merki um virkni í gýgunum. Það passar við það sem vefmyndavélarnar voru að sýna í morgun. Það er að sjá að þetta sé búið í bili,“ segir Magnús Tumi. Hann var spurður út í líkur á því að eldgos verði á ný. „Við verðum að telja líklegt að það verði annað gos á svæðinu. Ef við horfum til sögunnar hefur komið þokkalegt hraun upp úr þessum sprungum þegar gýs,“ segir Magnús Tumi. Hann ber gosið nú saman við eldgosin í Fagradalsfjalli og nágrenni. „Núna er komið svona tíu prósent af því sem kom upp í Fagradalsfjalli. Það er ekkert ólíklegt að það endurtaki sig sú atburðarás sem við höfum séð. Tímaskalinn á því er ekki ljós.“ Hraunið séð úr þyrlu Landhelgisgæslunnar.Vísir/RAX Grindvíkingar og landsmenn velta margir fyrir sér hættunni á því að það gjósi hreinlega í bænum sjálfum. Suðurendi sprungunnar er í um þriggja kílómetra fjarlægð frá Grindavík. „Það er ekki hægt að útiloka að það gjósi meira á suðurhluta sprungunnar. Það er einn möguleiki,“ segir Magnús Tumi og rýnir í söguna. Íslaust hafi verið á svæðinu í 15-20 þúsund ár. Útjaðar Grindavíkur og eldgosið í fyrrakvöld.Vísir/Vilhelm „Það sýnir sig að gossprungur á skaganum ná aldrei út í sjó, nema á tánni - alveg vestast. Það er engin gossprunga sem nær inn í Grindavík á þessum 15-20 þúsund árum svo vitað sé. Það er líklegt að ef gýs nær bænum þá verði það eitthvað aðeins nær. Ég held við eigum að vinna út frá því að það sé líklegast og horfa á hvernig eigi að bregðast við með varnargörðum og annað. Horfa á það út frá því að það séu mjög litlar líkur á því.“ Hann var spurður hvort stuttur líftími gossins hefði komið honum á óvart. „Já og nei. Þetta er bara svona. Heklugosið 1947 fór af stað með gríðarlegum krafti og hékk uppi í þrettán mánuði. Heklugosið 1980 fór líka af stað með miklum krafti en lauk á þremur dögum. Það er engin ein regla. Sum Kröflugosin voru mjög stutt. Þetta er alls ekkert óeðlileg hegðun. Við vitum ekkert fyrir fram. Við getum spáð alls konar hlutum. Það er best að setja upp sviðsmyndir, meta líkur á þeim, en að spá hvenær þetta verður lokið er kannski skemmtilegur leikur en hefur ekki mikla praktíska þýðingu.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira