Dæmdur fyrir smygl á tvö þúsund töflum Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2023 08:05 Maðurinn hafði falið efnin í farangri og í pakkningum innan klæða. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla samtals um tvö þúsund töflum af Oxycontin og fleiri lyfseðilsskyldum efnum til landsins með flugi í febrúar síðastliðnum. Maðurinn var ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, en hann kom til landsins með flugi til Keflavíkurflugvallar 20. febrúar 2023. Hann hafði falið efnin í tveimur pakkningum í farangri og svo tveimur pakkningum innan klæða. Maðurinn játaði brot sitt án undandráttar. Um var að ræða 475 töflur af Oxycontin (80 mg), 207 töflur af Mdikinet (60 mg), 966 töflur af Alprazolam Krka, 148 töflur af Stesolid og 174 töflur af Stilnoct sem ætluð voru til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Oxycontin er verkjalyf, Medikinet örvandi lyf skylt amfetamíni, Stesolid og Alprazolam Krka róandi og kvíðastillandi lyf og Stilnoct svefnlyf. Í dómnum er meðal annars vísað til bréfs frá embætti landlæknis þar sem farið er yfir skaðsemi Oxycontin og andlát þeim tengdum. Fram kemur að magn efnanna sem maðurinn hafi flutt til landsins hafi verið umtalsvert og að um hafi verið að ræða hættuleg efni til söludreifingar. „Af rannsóknargögnum málsins verður ekki séð að ákærði hafi verið eigandi fíkniefnanna eða skipuleggjandi innflutningsins en hefur hann samþykkt að flytja efnin til landsins. Aðkoma hans er þó ómissandi liður í því ferli að koma efnunum í dreifingu hér á landi.“ Dómari taldi að sakaferill mannsins hefði ekki teljandi þýðingu við ákvörðun refsingar í málinu sem var talin hæfileg fimmtán mánaða fangelsi. Var ekki alið efni til þess að skilorðsbinda refsinguna líkt og verjandi í málinu hafði krafist. Manninum var jafnframt gert að greiða tæplega 700 þúsund krónur í sakarkostnað. Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Fréttir af flugi Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, en hann kom til landsins með flugi til Keflavíkurflugvallar 20. febrúar 2023. Hann hafði falið efnin í tveimur pakkningum í farangri og svo tveimur pakkningum innan klæða. Maðurinn játaði brot sitt án undandráttar. Um var að ræða 475 töflur af Oxycontin (80 mg), 207 töflur af Mdikinet (60 mg), 966 töflur af Alprazolam Krka, 148 töflur af Stesolid og 174 töflur af Stilnoct sem ætluð voru til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Oxycontin er verkjalyf, Medikinet örvandi lyf skylt amfetamíni, Stesolid og Alprazolam Krka róandi og kvíðastillandi lyf og Stilnoct svefnlyf. Í dómnum er meðal annars vísað til bréfs frá embætti landlæknis þar sem farið er yfir skaðsemi Oxycontin og andlát þeim tengdum. Fram kemur að magn efnanna sem maðurinn hafi flutt til landsins hafi verið umtalsvert og að um hafi verið að ræða hættuleg efni til söludreifingar. „Af rannsóknargögnum málsins verður ekki séð að ákærði hafi verið eigandi fíkniefnanna eða skipuleggjandi innflutningsins en hefur hann samþykkt að flytja efnin til landsins. Aðkoma hans er þó ómissandi liður í því ferli að koma efnunum í dreifingu hér á landi.“ Dómari taldi að sakaferill mannsins hefði ekki teljandi þýðingu við ákvörðun refsingar í málinu sem var talin hæfileg fimmtán mánaða fangelsi. Var ekki alið efni til þess að skilorðsbinda refsinguna líkt og verjandi í málinu hafði krafist. Manninum var jafnframt gert að greiða tæplega 700 þúsund krónur í sakarkostnað.
Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Fréttir af flugi Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Sjá meira