Dæmd fyrir morðið á Briönnu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. desember 2023 23:33 Brianna ásamt eldri systur sinni Aishu. Tvö sextán ára ungmenni í Bretlandi hafa verið dæmd fyrir að hafa myrt hina sextán ára gömlu Briönnu Ghey í febrúar síðastliðnum. Dómstóll mun kveða upp lengd refsingu þeirra í næsta mánuði. Morðið á Briönnu vakti gríðarlega mikla athygli en Brianna var trans. Lögreglan útilokaði þó að um hatursglæp væri að ræða. Saksóknari í málinu sagði að málið væri eitt það óhugnalegasta sem hefði komið á hans borð. Morðið er sagt „glórulaust“ í umfjöllun Guardian. Morðið þaulskipulagt Þar kemur fram að ungmennin tvö, strákur og stelpa, hafi skipulagt morðið á Briönnu með miklum fyrirvara. Brianna var stungin 28 sinnum í almenningsgarði. Stelpan var heilluð af raðmorðingjum og gortaði sig af því að hafa horft á pyntingarmyndbönd. Hún sagðist hafa haft Briönnu á heilanum. Hún og Brianna hafi verið vinir í nokkra mánuði áður en hún hafi farið að leggja á ráðin um að myrða hana. Nigel Parr, rannsóknarlögreglumaður, sagði dómstólnum frá því að Brianna hefði verið svikin af ungmennunum tveimur. Ástæðan fyrir morðinu hefði einungis verið sú að þau hafi viljað prófa hvernig það væri að fremja morð. Talaði um Briönnu sem „bráð“ Þá kemur fram í umfjöllun Guardian að strákurinn hafi aldrei hitt Briönnu fyrr en daginn sem hún var myrt, síðdegis þann 11. febrúar. Þau hafi rætt sín á milli í þúsundum WhatsApp skilaboðum um hvaða börn þeim langaði til að myrða. Þau hafi ætlað sér að myrða annan strák en ekki náð að lokka hann í Culcheth Linear almenningsgarðinn og því beint spjónum sínum að Briönnu. Strákurinn talaði um Briönnu sem „bráð“ og „það“ í skuilaboðum sínum, sagt að það yrði auðveldara að myrða hana og að hann „langaði til að sjá ef það muni öskra eins og karl eða stelpa.“ Snerust gegn hvort öðru Í umfjöllun Guardian kemur fram að ungmennin tvö hafi verið vinir síðan þau voru 11 ára. Þau hafi hins vegar snúist gegn hvort öðru eftir að lögregla handtók þau. Stúlkan hafi fyrst sagt lögreglu að Brianna hafi horfið á brott með stráki frá Manchester en síðan breytt framburði sínum og sagt lögreglu að strákurinn hafi myrt hana. Strákurinn kenndi stúlkunni á sama tíma um morðið. Hann sagðist hafa verið að pissa í almenningsgarðinum þegar hann hafi snúið sér við og séð stúlkuna stinga Briönnu. Hann sagði stúlkuna vera satanista og hafa verið það síðan hún var átta ára. Eftir að lögregla fann morðvopnið í herbergi stráksins, segir í frétt Guardian að hann hafi hætt að tala. Hann hafi því fengið að bera vitni fyrir dómi í gegnum textaskilaboð. Guardian hefur eftir móðir Briönnu, Esther Grey, að dóttir sín hafi verið lífsglöð stúlka sem hafi dreymt um að verða fræg á samfélagsmiðlinum Tik-Tok. Brianna hafi verið fyndin, snjöll og hugrökk. Bretland England Málefni trans fólks Erlend sakamál Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Sjá meira
Morðið á Briönnu vakti gríðarlega mikla athygli en Brianna var trans. Lögreglan útilokaði þó að um hatursglæp væri að ræða. Saksóknari í málinu sagði að málið væri eitt það óhugnalegasta sem hefði komið á hans borð. Morðið er sagt „glórulaust“ í umfjöllun Guardian. Morðið þaulskipulagt Þar kemur fram að ungmennin tvö, strákur og stelpa, hafi skipulagt morðið á Briönnu með miklum fyrirvara. Brianna var stungin 28 sinnum í almenningsgarði. Stelpan var heilluð af raðmorðingjum og gortaði sig af því að hafa horft á pyntingarmyndbönd. Hún sagðist hafa haft Briönnu á heilanum. Hún og Brianna hafi verið vinir í nokkra mánuði áður en hún hafi farið að leggja á ráðin um að myrða hana. Nigel Parr, rannsóknarlögreglumaður, sagði dómstólnum frá því að Brianna hefði verið svikin af ungmennunum tveimur. Ástæðan fyrir morðinu hefði einungis verið sú að þau hafi viljað prófa hvernig það væri að fremja morð. Talaði um Briönnu sem „bráð“ Þá kemur fram í umfjöllun Guardian að strákurinn hafi aldrei hitt Briönnu fyrr en daginn sem hún var myrt, síðdegis þann 11. febrúar. Þau hafi rætt sín á milli í þúsundum WhatsApp skilaboðum um hvaða börn þeim langaði til að myrða. Þau hafi ætlað sér að myrða annan strák en ekki náð að lokka hann í Culcheth Linear almenningsgarðinn og því beint spjónum sínum að Briönnu. Strákurinn talaði um Briönnu sem „bráð“ og „það“ í skuilaboðum sínum, sagt að það yrði auðveldara að myrða hana og að hann „langaði til að sjá ef það muni öskra eins og karl eða stelpa.“ Snerust gegn hvort öðru Í umfjöllun Guardian kemur fram að ungmennin tvö hafi verið vinir síðan þau voru 11 ára. Þau hafi hins vegar snúist gegn hvort öðru eftir að lögregla handtók þau. Stúlkan hafi fyrst sagt lögreglu að Brianna hafi horfið á brott með stráki frá Manchester en síðan breytt framburði sínum og sagt lögreglu að strákurinn hafi myrt hana. Strákurinn kenndi stúlkunni á sama tíma um morðið. Hann sagðist hafa verið að pissa í almenningsgarðinum þegar hann hafi snúið sér við og séð stúlkuna stinga Briönnu. Hann sagði stúlkuna vera satanista og hafa verið það síðan hún var átta ára. Eftir að lögregla fann morðvopnið í herbergi stráksins, segir í frétt Guardian að hann hafi hætt að tala. Hann hafi því fengið að bera vitni fyrir dómi í gegnum textaskilaboð. Guardian hefur eftir móðir Briönnu, Esther Grey, að dóttir sín hafi verið lífsglöð stúlka sem hafi dreymt um að verða fræg á samfélagsmiðlinum Tik-Tok. Brianna hafi verið fyndin, snjöll og hugrökk.
Bretland England Málefni trans fólks Erlend sakamál Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent