Dæmd fyrir morðið á Briönnu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. desember 2023 23:33 Brianna ásamt eldri systur sinni Aishu. Tvö sextán ára ungmenni í Bretlandi hafa verið dæmd fyrir að hafa myrt hina sextán ára gömlu Briönnu Ghey í febrúar síðastliðnum. Dómstóll mun kveða upp lengd refsingu þeirra í næsta mánuði. Morðið á Briönnu vakti gríðarlega mikla athygli en Brianna var trans. Lögreglan útilokaði þó að um hatursglæp væri að ræða. Saksóknari í málinu sagði að málið væri eitt það óhugnalegasta sem hefði komið á hans borð. Morðið er sagt „glórulaust“ í umfjöllun Guardian. Morðið þaulskipulagt Þar kemur fram að ungmennin tvö, strákur og stelpa, hafi skipulagt morðið á Briönnu með miklum fyrirvara. Brianna var stungin 28 sinnum í almenningsgarði. Stelpan var heilluð af raðmorðingjum og gortaði sig af því að hafa horft á pyntingarmyndbönd. Hún sagðist hafa haft Briönnu á heilanum. Hún og Brianna hafi verið vinir í nokkra mánuði áður en hún hafi farið að leggja á ráðin um að myrða hana. Nigel Parr, rannsóknarlögreglumaður, sagði dómstólnum frá því að Brianna hefði verið svikin af ungmennunum tveimur. Ástæðan fyrir morðinu hefði einungis verið sú að þau hafi viljað prófa hvernig það væri að fremja morð. Talaði um Briönnu sem „bráð“ Þá kemur fram í umfjöllun Guardian að strákurinn hafi aldrei hitt Briönnu fyrr en daginn sem hún var myrt, síðdegis þann 11. febrúar. Þau hafi rætt sín á milli í þúsundum WhatsApp skilaboðum um hvaða börn þeim langaði til að myrða. Þau hafi ætlað sér að myrða annan strák en ekki náð að lokka hann í Culcheth Linear almenningsgarðinn og því beint spjónum sínum að Briönnu. Strákurinn talaði um Briönnu sem „bráð“ og „það“ í skuilaboðum sínum, sagt að það yrði auðveldara að myrða hana og að hann „langaði til að sjá ef það muni öskra eins og karl eða stelpa.“ Snerust gegn hvort öðru Í umfjöllun Guardian kemur fram að ungmennin tvö hafi verið vinir síðan þau voru 11 ára. Þau hafi hins vegar snúist gegn hvort öðru eftir að lögregla handtók þau. Stúlkan hafi fyrst sagt lögreglu að Brianna hafi horfið á brott með stráki frá Manchester en síðan breytt framburði sínum og sagt lögreglu að strákurinn hafi myrt hana. Strákurinn kenndi stúlkunni á sama tíma um morðið. Hann sagðist hafa verið að pissa í almenningsgarðinum þegar hann hafi snúið sér við og séð stúlkuna stinga Briönnu. Hann sagði stúlkuna vera satanista og hafa verið það síðan hún var átta ára. Eftir að lögregla fann morðvopnið í herbergi stráksins, segir í frétt Guardian að hann hafi hætt að tala. Hann hafi því fengið að bera vitni fyrir dómi í gegnum textaskilaboð. Guardian hefur eftir móðir Briönnu, Esther Grey, að dóttir sín hafi verið lífsglöð stúlka sem hafi dreymt um að verða fræg á samfélagsmiðlinum Tik-Tok. Brianna hafi verið fyndin, snjöll og hugrökk. Bretland England Málefni trans fólks Erlend sakamál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Morðið á Briönnu vakti gríðarlega mikla athygli en Brianna var trans. Lögreglan útilokaði þó að um hatursglæp væri að ræða. Saksóknari í málinu sagði að málið væri eitt það óhugnalegasta sem hefði komið á hans borð. Morðið er sagt „glórulaust“ í umfjöllun Guardian. Morðið þaulskipulagt Þar kemur fram að ungmennin tvö, strákur og stelpa, hafi skipulagt morðið á Briönnu með miklum fyrirvara. Brianna var stungin 28 sinnum í almenningsgarði. Stelpan var heilluð af raðmorðingjum og gortaði sig af því að hafa horft á pyntingarmyndbönd. Hún sagðist hafa haft Briönnu á heilanum. Hún og Brianna hafi verið vinir í nokkra mánuði áður en hún hafi farið að leggja á ráðin um að myrða hana. Nigel Parr, rannsóknarlögreglumaður, sagði dómstólnum frá því að Brianna hefði verið svikin af ungmennunum tveimur. Ástæðan fyrir morðinu hefði einungis verið sú að þau hafi viljað prófa hvernig það væri að fremja morð. Talaði um Briönnu sem „bráð“ Þá kemur fram í umfjöllun Guardian að strákurinn hafi aldrei hitt Briönnu fyrr en daginn sem hún var myrt, síðdegis þann 11. febrúar. Þau hafi rætt sín á milli í þúsundum WhatsApp skilaboðum um hvaða börn þeim langaði til að myrða. Þau hafi ætlað sér að myrða annan strák en ekki náð að lokka hann í Culcheth Linear almenningsgarðinn og því beint spjónum sínum að Briönnu. Strákurinn talaði um Briönnu sem „bráð“ og „það“ í skuilaboðum sínum, sagt að það yrði auðveldara að myrða hana og að hann „langaði til að sjá ef það muni öskra eins og karl eða stelpa.“ Snerust gegn hvort öðru Í umfjöllun Guardian kemur fram að ungmennin tvö hafi verið vinir síðan þau voru 11 ára. Þau hafi hins vegar snúist gegn hvort öðru eftir að lögregla handtók þau. Stúlkan hafi fyrst sagt lögreglu að Brianna hafi horfið á brott með stráki frá Manchester en síðan breytt framburði sínum og sagt lögreglu að strákurinn hafi myrt hana. Strákurinn kenndi stúlkunni á sama tíma um morðið. Hann sagðist hafa verið að pissa í almenningsgarðinum þegar hann hafi snúið sér við og séð stúlkuna stinga Briönnu. Hann sagði stúlkuna vera satanista og hafa verið það síðan hún var átta ára. Eftir að lögregla fann morðvopnið í herbergi stráksins, segir í frétt Guardian að hann hafi hætt að tala. Hann hafi því fengið að bera vitni fyrir dómi í gegnum textaskilaboð. Guardian hefur eftir móðir Briönnu, Esther Grey, að dóttir sín hafi verið lífsglöð stúlka sem hafi dreymt um að verða fræg á samfélagsmiðlinum Tik-Tok. Brianna hafi verið fyndin, snjöll og hugrökk.
Bretland England Málefni trans fólks Erlend sakamál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira