Dæmd fyrir morðið á Briönnu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. desember 2023 23:33 Brianna ásamt eldri systur sinni Aishu. Tvö sextán ára ungmenni í Bretlandi hafa verið dæmd fyrir að hafa myrt hina sextán ára gömlu Briönnu Ghey í febrúar síðastliðnum. Dómstóll mun kveða upp lengd refsingu þeirra í næsta mánuði. Morðið á Briönnu vakti gríðarlega mikla athygli en Brianna var trans. Lögreglan útilokaði þó að um hatursglæp væri að ræða. Saksóknari í málinu sagði að málið væri eitt það óhugnalegasta sem hefði komið á hans borð. Morðið er sagt „glórulaust“ í umfjöllun Guardian. Morðið þaulskipulagt Þar kemur fram að ungmennin tvö, strákur og stelpa, hafi skipulagt morðið á Briönnu með miklum fyrirvara. Brianna var stungin 28 sinnum í almenningsgarði. Stelpan var heilluð af raðmorðingjum og gortaði sig af því að hafa horft á pyntingarmyndbönd. Hún sagðist hafa haft Briönnu á heilanum. Hún og Brianna hafi verið vinir í nokkra mánuði áður en hún hafi farið að leggja á ráðin um að myrða hana. Nigel Parr, rannsóknarlögreglumaður, sagði dómstólnum frá því að Brianna hefði verið svikin af ungmennunum tveimur. Ástæðan fyrir morðinu hefði einungis verið sú að þau hafi viljað prófa hvernig það væri að fremja morð. Talaði um Briönnu sem „bráð“ Þá kemur fram í umfjöllun Guardian að strákurinn hafi aldrei hitt Briönnu fyrr en daginn sem hún var myrt, síðdegis þann 11. febrúar. Þau hafi rætt sín á milli í þúsundum WhatsApp skilaboðum um hvaða börn þeim langaði til að myrða. Þau hafi ætlað sér að myrða annan strák en ekki náð að lokka hann í Culcheth Linear almenningsgarðinn og því beint spjónum sínum að Briönnu. Strákurinn talaði um Briönnu sem „bráð“ og „það“ í skuilaboðum sínum, sagt að það yrði auðveldara að myrða hana og að hann „langaði til að sjá ef það muni öskra eins og karl eða stelpa.“ Snerust gegn hvort öðru Í umfjöllun Guardian kemur fram að ungmennin tvö hafi verið vinir síðan þau voru 11 ára. Þau hafi hins vegar snúist gegn hvort öðru eftir að lögregla handtók þau. Stúlkan hafi fyrst sagt lögreglu að Brianna hafi horfið á brott með stráki frá Manchester en síðan breytt framburði sínum og sagt lögreglu að strákurinn hafi myrt hana. Strákurinn kenndi stúlkunni á sama tíma um morðið. Hann sagðist hafa verið að pissa í almenningsgarðinum þegar hann hafi snúið sér við og séð stúlkuna stinga Briönnu. Hann sagði stúlkuna vera satanista og hafa verið það síðan hún var átta ára. Eftir að lögregla fann morðvopnið í herbergi stráksins, segir í frétt Guardian að hann hafi hætt að tala. Hann hafi því fengið að bera vitni fyrir dómi í gegnum textaskilaboð. Guardian hefur eftir móðir Briönnu, Esther Grey, að dóttir sín hafi verið lífsglöð stúlka sem hafi dreymt um að verða fræg á samfélagsmiðlinum Tik-Tok. Brianna hafi verið fyndin, snjöll og hugrökk. Bretland England Málefni trans fólks Erlend sakamál Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
Morðið á Briönnu vakti gríðarlega mikla athygli en Brianna var trans. Lögreglan útilokaði þó að um hatursglæp væri að ræða. Saksóknari í málinu sagði að málið væri eitt það óhugnalegasta sem hefði komið á hans borð. Morðið er sagt „glórulaust“ í umfjöllun Guardian. Morðið þaulskipulagt Þar kemur fram að ungmennin tvö, strákur og stelpa, hafi skipulagt morðið á Briönnu með miklum fyrirvara. Brianna var stungin 28 sinnum í almenningsgarði. Stelpan var heilluð af raðmorðingjum og gortaði sig af því að hafa horft á pyntingarmyndbönd. Hún sagðist hafa haft Briönnu á heilanum. Hún og Brianna hafi verið vinir í nokkra mánuði áður en hún hafi farið að leggja á ráðin um að myrða hana. Nigel Parr, rannsóknarlögreglumaður, sagði dómstólnum frá því að Brianna hefði verið svikin af ungmennunum tveimur. Ástæðan fyrir morðinu hefði einungis verið sú að þau hafi viljað prófa hvernig það væri að fremja morð. Talaði um Briönnu sem „bráð“ Þá kemur fram í umfjöllun Guardian að strákurinn hafi aldrei hitt Briönnu fyrr en daginn sem hún var myrt, síðdegis þann 11. febrúar. Þau hafi rætt sín á milli í þúsundum WhatsApp skilaboðum um hvaða börn þeim langaði til að myrða. Þau hafi ætlað sér að myrða annan strák en ekki náð að lokka hann í Culcheth Linear almenningsgarðinn og því beint spjónum sínum að Briönnu. Strákurinn talaði um Briönnu sem „bráð“ og „það“ í skuilaboðum sínum, sagt að það yrði auðveldara að myrða hana og að hann „langaði til að sjá ef það muni öskra eins og karl eða stelpa.“ Snerust gegn hvort öðru Í umfjöllun Guardian kemur fram að ungmennin tvö hafi verið vinir síðan þau voru 11 ára. Þau hafi hins vegar snúist gegn hvort öðru eftir að lögregla handtók þau. Stúlkan hafi fyrst sagt lögreglu að Brianna hafi horfið á brott með stráki frá Manchester en síðan breytt framburði sínum og sagt lögreglu að strákurinn hafi myrt hana. Strákurinn kenndi stúlkunni á sama tíma um morðið. Hann sagðist hafa verið að pissa í almenningsgarðinum þegar hann hafi snúið sér við og séð stúlkuna stinga Briönnu. Hann sagði stúlkuna vera satanista og hafa verið það síðan hún var átta ára. Eftir að lögregla fann morðvopnið í herbergi stráksins, segir í frétt Guardian að hann hafi hætt að tala. Hann hafi því fengið að bera vitni fyrir dómi í gegnum textaskilaboð. Guardian hefur eftir móðir Briönnu, Esther Grey, að dóttir sín hafi verið lífsglöð stúlka sem hafi dreymt um að verða fræg á samfélagsmiðlinum Tik-Tok. Brianna hafi verið fyndin, snjöll og hugrökk.
Bretland England Málefni trans fólks Erlend sakamál Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira