Í undanúrslitum er spilað í tveimur leggjum, fyrri leikurinn fer fram vikuna 8.–12. janúar og seinni leikurinn vikuna 22.–26. janúar. Liðin sem drógust fyrst upp úr pottinum hljóta heimavallarrétt, að þessu sinni voru það
Middlesbrough er óvænti gestur undanúrslitanna þetta árið, þeir fengu nokkuð þægilegan drátt, slógu Exceter út í 16-liða úrslitum og Port Vale í 8-liða úrslitum.
Næstu umferð verður öllu erfiðari þegar þeir taka á móti Chelsea, sem þurfti að treysta á örlagadísir vítaspyrnukeppninnar í gær gegn Newcastle, 1-1 varð niðurstaðan eftir framlengingu, Kieran Trippier og Matt Ritchie klikkuðu svo á sínum spyrnum og sendu Chelsea í undanúrslit.
Undanúrslit enska deildarbikarsins:
Middlesbrough - Chelsea
Liverpool - Fulham
Fulham tryggði sér sömuleiðis sæti í undanúrslitunum með sigri eftir vítaspyrnu-keppni. Leikur þeirra gegn Everton stóð hnífjafn eftir venjulegan leiktíma og framlengingu, bæði lið höfðu skorað eitt mark og því þurfti vítaspyrnukeppni til að skera milli þeirra.
Liverpool varð síðasta liðið til að tryggja sér farmiða í undanúrslitin en þeir gerðu það með öruggum 5-1 sigri á West Ham fyrr í kvöld. Liverpool mætir Fulham í undanúrslitunum, fyrri leikurinn fer fram á Anfield.