Flytja fólkið til Íslands frá Egyptalandi þegar það kemst frá Gasa Lovísa Arnardóttir skrifar 20. desember 2023 15:54 Guðmundur Ingi Guðbrandsson0 er félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra. Ráðuneyti hans er með samning við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) um aðstoð vegna flóttafólks sem kemur til landsins í boði stjórnvalda og vegna fjölskyldusameininga. Vísir/Ívar Fannar Vinnumálastofnun hefur sent beiðni til Alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar (IOM) vegna þeirra rúmlega hundrað einstaklinga sem eru á Gasa og eru komin með dvalarleyfi á Íslandi vegna fjölskyldusameiningar. IOM hefur svarað því og sagt að þau muni aðstoða við flutning fólksins frá Kaíró í Egyptalandi þegar fólkið er komið þangað.Þetta kemur fram í svari félags- og vinnumarkaðsráðuneytis til fréttastofu um málið. Fjallað var um það í kvöldfréttum síðustu helgi að þrátt fyrir að gefin hafi verið út 100 dvalarleyfi til palestínskra íbúa frá upphafi októbermánaðar hefur enginn komist til landsins eða frá Gasa. Komast ekki frá Gasa Ráðuneytið er með samning við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) um aðstoð vegna flóttafólks sem kemur til landsins í boði stjórnvalda og vegna fjölskyldusameininga. Vinnumálastofnun hefur verið falið, samkvæmt svari ráðuneytis, af ráðuneytinu að sjá um samskipti við IOM þegar þörf er á flutningi fólks til landsins með aðkomu IOM. Það getur til dæmis verið þörf á því þegar fólk er ekki með vegabréf eða þegar um fylgdarlaus börn er að ræða. „Vinnumálastofnun sendir þá út beiðni til IOM um flutning á viðkomandi til landsins á grundvelli samningsins og IOM sér um framkvæmd flutningsins,“ segir í svarinu og að engin frekari aðkoma ráðuneytisins eða Vinnumálastofnunar sé að ferlinu þegar kemur að flutningi fólks til landsins með aðkomu IOM en að á Gasa sé staðan sú að fólk kemst almennt ekki yfir til nágrannaríkjanna. Fjölskyldan föst Fjölskyldufaðir frá Palestínu sagði frá því í Kvöldfréttum Stöðvar 2 síðustu helgi að þrátt fyrir að fjölskylda hans hafi verið komin með dvalarleyfi á Íslandi fyrir um mánuði síðan séu þau enn föst á Gasa. Hann sagði erfitt að útskýra fyrir börnunum að þau séu með leyfi á Íslandi en ekki sé hægt að koma þeim út. Landamæri Palestínu í Gasa eru aðeins opin á tveimur stöðum. Við Rafah í Egyptalandi og svo við Kerem Shalom sem eru landamæri sem liggja að Egyptalandi og Ísrael. Þau landamæri voru opnuð á sunnudag í fyrsta sinn frá því að átökin stigmögnuðustu í upphafi októbermánaðar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Egyptaland Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Óeining innan stjórnkerfisins varðandi vopnahlésályktun Atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna var frestað í annað sinn í gær. Enn er unnið að því að haga textanum þannig að Bandaríkjamenn geti setið hjá. 20. desember 2023 08:26 Freista þess að ná saman um texta ályktunar um vopnahlé Atkvæðagreiðslu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um ályktun um ákall eftir vopnahlé á Gasa var frestað í gær til að freista þess að forðast að Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu. 19. desember 2023 09:19 Ný landamæri opnuð fyrir flutning neyðarbirgða Kerem Shalom landamærin, sem aðskilja Ísrael, Egyptaland og Gasa, voru í dag opnuð fyrir flutning neyðarbirgða á Gasa í fyrsta skipti frá upphafi stríðs. Harðari árásir Ísraelshers hafa valdið versnandi ástandi og skortur á nauðsynjavörum er sagður gífurlega mikill. 17. desember 2023 19:37 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sjá meira
IOM hefur svarað því og sagt að þau muni aðstoða við flutning fólksins frá Kaíró í Egyptalandi þegar fólkið er komið þangað.Þetta kemur fram í svari félags- og vinnumarkaðsráðuneytis til fréttastofu um málið. Fjallað var um það í kvöldfréttum síðustu helgi að þrátt fyrir að gefin hafi verið út 100 dvalarleyfi til palestínskra íbúa frá upphafi októbermánaðar hefur enginn komist til landsins eða frá Gasa. Komast ekki frá Gasa Ráðuneytið er með samning við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) um aðstoð vegna flóttafólks sem kemur til landsins í boði stjórnvalda og vegna fjölskyldusameininga. Vinnumálastofnun hefur verið falið, samkvæmt svari ráðuneytis, af ráðuneytinu að sjá um samskipti við IOM þegar þörf er á flutningi fólks til landsins með aðkomu IOM. Það getur til dæmis verið þörf á því þegar fólk er ekki með vegabréf eða þegar um fylgdarlaus börn er að ræða. „Vinnumálastofnun sendir þá út beiðni til IOM um flutning á viðkomandi til landsins á grundvelli samningsins og IOM sér um framkvæmd flutningsins,“ segir í svarinu og að engin frekari aðkoma ráðuneytisins eða Vinnumálastofnunar sé að ferlinu þegar kemur að flutningi fólks til landsins með aðkomu IOM en að á Gasa sé staðan sú að fólk kemst almennt ekki yfir til nágrannaríkjanna. Fjölskyldan föst Fjölskyldufaðir frá Palestínu sagði frá því í Kvöldfréttum Stöðvar 2 síðustu helgi að þrátt fyrir að fjölskylda hans hafi verið komin með dvalarleyfi á Íslandi fyrir um mánuði síðan séu þau enn föst á Gasa. Hann sagði erfitt að útskýra fyrir börnunum að þau séu með leyfi á Íslandi en ekki sé hægt að koma þeim út. Landamæri Palestínu í Gasa eru aðeins opin á tveimur stöðum. Við Rafah í Egyptalandi og svo við Kerem Shalom sem eru landamæri sem liggja að Egyptalandi og Ísrael. Þau landamæri voru opnuð á sunnudag í fyrsta sinn frá því að átökin stigmögnuðustu í upphafi októbermánaðar.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Egyptaland Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Óeining innan stjórnkerfisins varðandi vopnahlésályktun Atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna var frestað í annað sinn í gær. Enn er unnið að því að haga textanum þannig að Bandaríkjamenn geti setið hjá. 20. desember 2023 08:26 Freista þess að ná saman um texta ályktunar um vopnahlé Atkvæðagreiðslu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um ályktun um ákall eftir vopnahlé á Gasa var frestað í gær til að freista þess að forðast að Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu. 19. desember 2023 09:19 Ný landamæri opnuð fyrir flutning neyðarbirgða Kerem Shalom landamærin, sem aðskilja Ísrael, Egyptaland og Gasa, voru í dag opnuð fyrir flutning neyðarbirgða á Gasa í fyrsta skipti frá upphafi stríðs. Harðari árásir Ísraelshers hafa valdið versnandi ástandi og skortur á nauðsynjavörum er sagður gífurlega mikill. 17. desember 2023 19:37 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sjá meira
Óeining innan stjórnkerfisins varðandi vopnahlésályktun Atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna var frestað í annað sinn í gær. Enn er unnið að því að haga textanum þannig að Bandaríkjamenn geti setið hjá. 20. desember 2023 08:26
Freista þess að ná saman um texta ályktunar um vopnahlé Atkvæðagreiðslu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um ályktun um ákall eftir vopnahlé á Gasa var frestað í gær til að freista þess að forðast að Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu. 19. desember 2023 09:19
Ný landamæri opnuð fyrir flutning neyðarbirgða Kerem Shalom landamærin, sem aðskilja Ísrael, Egyptaland og Gasa, voru í dag opnuð fyrir flutning neyðarbirgða á Gasa í fyrsta skipti frá upphafi stríðs. Harðari árásir Ísraelshers hafa valdið versnandi ástandi og skortur á nauðsynjavörum er sagður gífurlega mikill. 17. desember 2023 19:37
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum