Flytja fólkið til Íslands frá Egyptalandi þegar það kemst frá Gasa Lovísa Arnardóttir skrifar 20. desember 2023 15:54 Guðmundur Ingi Guðbrandsson0 er félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra. Ráðuneyti hans er með samning við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) um aðstoð vegna flóttafólks sem kemur til landsins í boði stjórnvalda og vegna fjölskyldusameininga. Vísir/Ívar Fannar Vinnumálastofnun hefur sent beiðni til Alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar (IOM) vegna þeirra rúmlega hundrað einstaklinga sem eru á Gasa og eru komin með dvalarleyfi á Íslandi vegna fjölskyldusameiningar. IOM hefur svarað því og sagt að þau muni aðstoða við flutning fólksins frá Kaíró í Egyptalandi þegar fólkið er komið þangað.Þetta kemur fram í svari félags- og vinnumarkaðsráðuneytis til fréttastofu um málið. Fjallað var um það í kvöldfréttum síðustu helgi að þrátt fyrir að gefin hafi verið út 100 dvalarleyfi til palestínskra íbúa frá upphafi októbermánaðar hefur enginn komist til landsins eða frá Gasa. Komast ekki frá Gasa Ráðuneytið er með samning við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) um aðstoð vegna flóttafólks sem kemur til landsins í boði stjórnvalda og vegna fjölskyldusameininga. Vinnumálastofnun hefur verið falið, samkvæmt svari ráðuneytis, af ráðuneytinu að sjá um samskipti við IOM þegar þörf er á flutningi fólks til landsins með aðkomu IOM. Það getur til dæmis verið þörf á því þegar fólk er ekki með vegabréf eða þegar um fylgdarlaus börn er að ræða. „Vinnumálastofnun sendir þá út beiðni til IOM um flutning á viðkomandi til landsins á grundvelli samningsins og IOM sér um framkvæmd flutningsins,“ segir í svarinu og að engin frekari aðkoma ráðuneytisins eða Vinnumálastofnunar sé að ferlinu þegar kemur að flutningi fólks til landsins með aðkomu IOM en að á Gasa sé staðan sú að fólk kemst almennt ekki yfir til nágrannaríkjanna. Fjölskyldan föst Fjölskyldufaðir frá Palestínu sagði frá því í Kvöldfréttum Stöðvar 2 síðustu helgi að þrátt fyrir að fjölskylda hans hafi verið komin með dvalarleyfi á Íslandi fyrir um mánuði síðan séu þau enn föst á Gasa. Hann sagði erfitt að útskýra fyrir börnunum að þau séu með leyfi á Íslandi en ekki sé hægt að koma þeim út. Landamæri Palestínu í Gasa eru aðeins opin á tveimur stöðum. Við Rafah í Egyptalandi og svo við Kerem Shalom sem eru landamæri sem liggja að Egyptalandi og Ísrael. Þau landamæri voru opnuð á sunnudag í fyrsta sinn frá því að átökin stigmögnuðustu í upphafi októbermánaðar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Egyptaland Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Óeining innan stjórnkerfisins varðandi vopnahlésályktun Atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna var frestað í annað sinn í gær. Enn er unnið að því að haga textanum þannig að Bandaríkjamenn geti setið hjá. 20. desember 2023 08:26 Freista þess að ná saman um texta ályktunar um vopnahlé Atkvæðagreiðslu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um ályktun um ákall eftir vopnahlé á Gasa var frestað í gær til að freista þess að forðast að Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu. 19. desember 2023 09:19 Ný landamæri opnuð fyrir flutning neyðarbirgða Kerem Shalom landamærin, sem aðskilja Ísrael, Egyptaland og Gasa, voru í dag opnuð fyrir flutning neyðarbirgða á Gasa í fyrsta skipti frá upphafi stríðs. Harðari árásir Ísraelshers hafa valdið versnandi ástandi og skortur á nauðsynjavörum er sagður gífurlega mikill. 17. desember 2023 19:37 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
IOM hefur svarað því og sagt að þau muni aðstoða við flutning fólksins frá Kaíró í Egyptalandi þegar fólkið er komið þangað.Þetta kemur fram í svari félags- og vinnumarkaðsráðuneytis til fréttastofu um málið. Fjallað var um það í kvöldfréttum síðustu helgi að þrátt fyrir að gefin hafi verið út 100 dvalarleyfi til palestínskra íbúa frá upphafi októbermánaðar hefur enginn komist til landsins eða frá Gasa. Komast ekki frá Gasa Ráðuneytið er með samning við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) um aðstoð vegna flóttafólks sem kemur til landsins í boði stjórnvalda og vegna fjölskyldusameininga. Vinnumálastofnun hefur verið falið, samkvæmt svari ráðuneytis, af ráðuneytinu að sjá um samskipti við IOM þegar þörf er á flutningi fólks til landsins með aðkomu IOM. Það getur til dæmis verið þörf á því þegar fólk er ekki með vegabréf eða þegar um fylgdarlaus börn er að ræða. „Vinnumálastofnun sendir þá út beiðni til IOM um flutning á viðkomandi til landsins á grundvelli samningsins og IOM sér um framkvæmd flutningsins,“ segir í svarinu og að engin frekari aðkoma ráðuneytisins eða Vinnumálastofnunar sé að ferlinu þegar kemur að flutningi fólks til landsins með aðkomu IOM en að á Gasa sé staðan sú að fólk kemst almennt ekki yfir til nágrannaríkjanna. Fjölskyldan föst Fjölskyldufaðir frá Palestínu sagði frá því í Kvöldfréttum Stöðvar 2 síðustu helgi að þrátt fyrir að fjölskylda hans hafi verið komin með dvalarleyfi á Íslandi fyrir um mánuði síðan séu þau enn föst á Gasa. Hann sagði erfitt að útskýra fyrir börnunum að þau séu með leyfi á Íslandi en ekki sé hægt að koma þeim út. Landamæri Palestínu í Gasa eru aðeins opin á tveimur stöðum. Við Rafah í Egyptalandi og svo við Kerem Shalom sem eru landamæri sem liggja að Egyptalandi og Ísrael. Þau landamæri voru opnuð á sunnudag í fyrsta sinn frá því að átökin stigmögnuðustu í upphafi októbermánaðar.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Egyptaland Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Óeining innan stjórnkerfisins varðandi vopnahlésályktun Atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna var frestað í annað sinn í gær. Enn er unnið að því að haga textanum þannig að Bandaríkjamenn geti setið hjá. 20. desember 2023 08:26 Freista þess að ná saman um texta ályktunar um vopnahlé Atkvæðagreiðslu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um ályktun um ákall eftir vopnahlé á Gasa var frestað í gær til að freista þess að forðast að Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu. 19. desember 2023 09:19 Ný landamæri opnuð fyrir flutning neyðarbirgða Kerem Shalom landamærin, sem aðskilja Ísrael, Egyptaland og Gasa, voru í dag opnuð fyrir flutning neyðarbirgða á Gasa í fyrsta skipti frá upphafi stríðs. Harðari árásir Ísraelshers hafa valdið versnandi ástandi og skortur á nauðsynjavörum er sagður gífurlega mikill. 17. desember 2023 19:37 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Óeining innan stjórnkerfisins varðandi vopnahlésályktun Atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna var frestað í annað sinn í gær. Enn er unnið að því að haga textanum þannig að Bandaríkjamenn geti setið hjá. 20. desember 2023 08:26
Freista þess að ná saman um texta ályktunar um vopnahlé Atkvæðagreiðslu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um ályktun um ákall eftir vopnahlé á Gasa var frestað í gær til að freista þess að forðast að Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu. 19. desember 2023 09:19
Ný landamæri opnuð fyrir flutning neyðarbirgða Kerem Shalom landamærin, sem aðskilja Ísrael, Egyptaland og Gasa, voru í dag opnuð fyrir flutning neyðarbirgða á Gasa í fyrsta skipti frá upphafi stríðs. Harðari árásir Ísraelshers hafa valdið versnandi ástandi og skortur á nauðsynjavörum er sagður gífurlega mikill. 17. desember 2023 19:37
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent