„Þetta er nú bara svona á hverju ári“ Aron Guðmundsson skrifar 21. desember 2023 08:00 Árið hefur fært systkinunum Orra Steini og Emelíu stór tækifæri á sínum leikmannaferlum. Þá hefur faðir þeirra, þjálfarinn Óskar Hrafn, fengið stórt verkefni í Noregi í hendurnar. Vísir/Samsett mynd Það má með sanni segja að Orri Steinn Óskarsson hafi tekið stór skref á sínum fótboltaferli ár árinu sem nú er að líða. Eftir að hafa verið sendur á láni til liðs í næst efstu deild Danmerkur í upphafi árs þá sneri Orri Steinn til baka þaðan í lið FC Kaupmannahafnar, meira reiðubúinn en áður til þess að láta til sín taka. Hann hefur verið viðloðandi aðallið félagsins undanfarna mánuði og gert sig gildandi og hafa frammistaða hans gert það að verkum að á árinu lék hann sína fyrstu A-landsleiki og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Íslands hönd. „Árið var mjög langt. Það var mikið að gerast, margir leikir. Ég byrja náttúrulega árið á láni í næstefstu deild hjá Sönderjyske. Var þar fram á sumarið og þá var maður einhvern veginn bara að einbeita sér að því að verða betri leikmaður og vera klár fyrir FC Kaupmannahöfn eftir sumarið. Síðan var maður ekkert viss hvort maður væri klár í það en eftir að ég sneri aftur til félagsins snerist þetta bara um að ég gripi mín tækifæri. Myndi halda áfram að bæta mig meira. Ég sýndi í mörgum leikjum að ég gæti spilað með í Meistaradeildinni og spilað stóra rullu í dönsku úrvalsdeildinni. Ég var mjög ánægður með það. Ég er bara mjög ánægður með skrefin sem ég tók með FC Kaupmannahöfn á árinu. Það sama hef ég að segja um skrefin með landsliðinu. Það voru mjög skemmtilegir tímar sem ég upplifði á því sviði, mikill heiður.“ Orri var ekki sá eini úr fjölskyldu sinni sem tók stór skref á sínum ferli á árinu. Systir hans, hin 17 ára gamla Emelía, samdi við Danmerkurmeistara HB Köge núna undir lok árs eftir að hafa látið til sín taka með Kristianstad í Svíþjóð. Þá fékk faðir þeirra, Óskar Hrafn Þorvaldsson, stórt tækifæri og spennandi verkefni í hendurnar er hann var ráðinn þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins FK Haugesund. Enn fremur stýrði Óskar liðið Breiðabliks, fyrst allra íslenskra karlaliða í riðlakeppni í Evrópu. Þar tók liðið þátt í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. „Þetta er nú bara svona á hverju ári. Maður er bara farinn að venjast þessu,“ segir Orri og hlær aðspurður um afrek fjölskyldunnar á árinu sem er að líða. „Emelía er alltaf geggjuð. Pabbi alltaf að gera eitthvað geggjað. Þau eru öll geggjuð. Ég er mjög stoltur af þeim.“ Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Sjá meira
Hann hefur verið viðloðandi aðallið félagsins undanfarna mánuði og gert sig gildandi og hafa frammistaða hans gert það að verkum að á árinu lék hann sína fyrstu A-landsleiki og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Íslands hönd. „Árið var mjög langt. Það var mikið að gerast, margir leikir. Ég byrja náttúrulega árið á láni í næstefstu deild hjá Sönderjyske. Var þar fram á sumarið og þá var maður einhvern veginn bara að einbeita sér að því að verða betri leikmaður og vera klár fyrir FC Kaupmannahöfn eftir sumarið. Síðan var maður ekkert viss hvort maður væri klár í það en eftir að ég sneri aftur til félagsins snerist þetta bara um að ég gripi mín tækifæri. Myndi halda áfram að bæta mig meira. Ég sýndi í mörgum leikjum að ég gæti spilað með í Meistaradeildinni og spilað stóra rullu í dönsku úrvalsdeildinni. Ég var mjög ánægður með það. Ég er bara mjög ánægður með skrefin sem ég tók með FC Kaupmannahöfn á árinu. Það sama hef ég að segja um skrefin með landsliðinu. Það voru mjög skemmtilegir tímar sem ég upplifði á því sviði, mikill heiður.“ Orri var ekki sá eini úr fjölskyldu sinni sem tók stór skref á sínum ferli á árinu. Systir hans, hin 17 ára gamla Emelía, samdi við Danmerkurmeistara HB Köge núna undir lok árs eftir að hafa látið til sín taka með Kristianstad í Svíþjóð. Þá fékk faðir þeirra, Óskar Hrafn Þorvaldsson, stórt tækifæri og spennandi verkefni í hendurnar er hann var ráðinn þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins FK Haugesund. Enn fremur stýrði Óskar liðið Breiðabliks, fyrst allra íslenskra karlaliða í riðlakeppni í Evrópu. Þar tók liðið þátt í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. „Þetta er nú bara svona á hverju ári. Maður er bara farinn að venjast þessu,“ segir Orri og hlær aðspurður um afrek fjölskyldunnar á árinu sem er að líða. „Emelía er alltaf geggjuð. Pabbi alltaf að gera eitthvað geggjað. Þau eru öll geggjuð. Ég er mjög stoltur af þeim.“
Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Sjá meira