Fyrsta HM félagsliða með 32 liðum verður sumarið 2025 Smári Jökull Jónsson skrifar 17. desember 2023 23:01 Gianni Infantino forseti FIFA á blaðamannafundinum í Sádi Arabíu í dag. Vísir/Getty FIFA hefur staðfest að fyrsta 32-liða heimsmeistaramót félagsliða fari fram sumarið 2025 í Bandaríkjunum. Gagnrýnisraddar eru þegar á lofti vegna aukins álag á leikmenn. Heimsmeistarakeppni félagsliða hefur síðustu árin farið fram í desember. Sjö lið hafa keppt sín á milli frá sex mismunandi heimsálfum. Greint var frá hugmyndum um nýtt fyrirkomulag í fyrra. FIFA hefur nú staðfest á fyrsta 32-liða mótið verði haldið í Bandaríkjunum sumarið 2025. Mótið mun hefjast 15. júní og ljúka 13. júlí. Chelsea, Real Madrid og Manchester City hafa nú þegar tryggt sér sæti á mótinu með sigri í Meistaradeild Evrópu síðustu þrjú tímabilin. Þá hafa Bayern Munchen, PSG, Inter Milan, Porto og Benfica sömuleiðis tryggt sér sæti í gegnum stöðu á stigalista UEFA. Gianni Infantino staðfesti fréttir af nýju fyrirkomulagi á fundi í Sádi Arabíu í dag. Mótið mun fara fram á fjögurra ára fresti á þeim tímapunkti þar sem FIFA hélt áður Álfukeppnina, ári fyrir heimsmeistaramót landsliða. FIFA segir að þessi tími hafi verið valinn þar sem hann passar vel við alþjóðlega leikdaga og til að tryggja að leikmenn fái næga hvíld áður en deildakeppnir hefjast á ný. Engin virðing borin fyrir fjölskyldulífi leikmanna Þessi ákvörðun FIFA hefur engu að síður hlotið töluverða gagnrýni, bæði í dag sem og á síðustu mánuðum þegar fregnir bárust af fyrirætlununum. Formaður leikmannasamtakanna á Englandi segir að ákvörðun FIFA að láta verða af stækkun mótsins sýni að þeim sé sama um velferð leikmanna. „Leikmenn eru orðnir að peðum í valdabaráttu ráðandi afla í knattspyrnuheiminum. Það er enginn tilbúinn að taka eitt skref til baka eða vinna saman að því að búa til sjálfbært dagatal knattspyrnumanna.“ Hann segir að ákvarðanirnar hafi bæði áhrif á leikmenn sem og framtíð stórmótanna. FIFA confirm the Club World Cup in USA will debut from 15 June to 13 July 2025. Clubs confirmed via UCL pathway: Man City, Real Madrid, Chelsea. Clubs confirmed via ranking: Bayern, PSG, Inter, Benfica, Porto. 4 Four more club will be confirmed soon. pic.twitter.com/GzxYnBzXT2— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 17, 2023 „Leikmenn meiðast eða draga sig úr leikmannahópum til að geta tekið eigin ákvarðanir þegar kröfurnar eru orðnar svona miklar.“ Alþjóðlegu leikmannasamtökin Fifpro segir að engin virðing sé borin fyrir fjölskyldulífi leikmannanna. „Stækkun mótsins mun þýða minni hvíld og tíma til endurheimtar fyrir leikmennina í lok tímabilsins 2024-25. Þetta mun einnig hafa áhrif á mörkin á milli móta félagsliða og landsliða.“ Um leið og FIFA greindi frá fyrirætlunum um stækkun heimsmeistaramóts félagsliða sagði sambandið að frá og með desember á næsta ári færi fram leikur á milli sigurvegara Meistaradeildar Evrópu og liðs sem kæmi í gegnum alþjóðlega undankeppni hinna álfusambandanna. FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira
Heimsmeistarakeppni félagsliða hefur síðustu árin farið fram í desember. Sjö lið hafa keppt sín á milli frá sex mismunandi heimsálfum. Greint var frá hugmyndum um nýtt fyrirkomulag í fyrra. FIFA hefur nú staðfest á fyrsta 32-liða mótið verði haldið í Bandaríkjunum sumarið 2025. Mótið mun hefjast 15. júní og ljúka 13. júlí. Chelsea, Real Madrid og Manchester City hafa nú þegar tryggt sér sæti á mótinu með sigri í Meistaradeild Evrópu síðustu þrjú tímabilin. Þá hafa Bayern Munchen, PSG, Inter Milan, Porto og Benfica sömuleiðis tryggt sér sæti í gegnum stöðu á stigalista UEFA. Gianni Infantino staðfesti fréttir af nýju fyrirkomulagi á fundi í Sádi Arabíu í dag. Mótið mun fara fram á fjögurra ára fresti á þeim tímapunkti þar sem FIFA hélt áður Álfukeppnina, ári fyrir heimsmeistaramót landsliða. FIFA segir að þessi tími hafi verið valinn þar sem hann passar vel við alþjóðlega leikdaga og til að tryggja að leikmenn fái næga hvíld áður en deildakeppnir hefjast á ný. Engin virðing borin fyrir fjölskyldulífi leikmanna Þessi ákvörðun FIFA hefur engu að síður hlotið töluverða gagnrýni, bæði í dag sem og á síðustu mánuðum þegar fregnir bárust af fyrirætlununum. Formaður leikmannasamtakanna á Englandi segir að ákvörðun FIFA að láta verða af stækkun mótsins sýni að þeim sé sama um velferð leikmanna. „Leikmenn eru orðnir að peðum í valdabaráttu ráðandi afla í knattspyrnuheiminum. Það er enginn tilbúinn að taka eitt skref til baka eða vinna saman að því að búa til sjálfbært dagatal knattspyrnumanna.“ Hann segir að ákvarðanirnar hafi bæði áhrif á leikmenn sem og framtíð stórmótanna. FIFA confirm the Club World Cup in USA will debut from 15 June to 13 July 2025. Clubs confirmed via UCL pathway: Man City, Real Madrid, Chelsea. Clubs confirmed via ranking: Bayern, PSG, Inter, Benfica, Porto. 4 Four more club will be confirmed soon. pic.twitter.com/GzxYnBzXT2— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 17, 2023 „Leikmenn meiðast eða draga sig úr leikmannahópum til að geta tekið eigin ákvarðanir þegar kröfurnar eru orðnar svona miklar.“ Alþjóðlegu leikmannasamtökin Fifpro segir að engin virðing sé borin fyrir fjölskyldulífi leikmannanna. „Stækkun mótsins mun þýða minni hvíld og tíma til endurheimtar fyrir leikmennina í lok tímabilsins 2024-25. Þetta mun einnig hafa áhrif á mörkin á milli móta félagsliða og landsliða.“ Um leið og FIFA greindi frá fyrirætlunum um stækkun heimsmeistaramóts félagsliða sagði sambandið að frá og með desember á næsta ári færi fram leikur á milli sigurvegara Meistaradeildar Evrópu og liðs sem kæmi í gegnum alþjóðlega undankeppni hinna álfusambandanna.
FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira