Fyrsta HM félagsliða með 32 liðum verður sumarið 2025 Smári Jökull Jónsson skrifar 17. desember 2023 23:01 Gianni Infantino forseti FIFA á blaðamannafundinum í Sádi Arabíu í dag. Vísir/Getty FIFA hefur staðfest að fyrsta 32-liða heimsmeistaramót félagsliða fari fram sumarið 2025 í Bandaríkjunum. Gagnrýnisraddar eru þegar á lofti vegna aukins álag á leikmenn. Heimsmeistarakeppni félagsliða hefur síðustu árin farið fram í desember. Sjö lið hafa keppt sín á milli frá sex mismunandi heimsálfum. Greint var frá hugmyndum um nýtt fyrirkomulag í fyrra. FIFA hefur nú staðfest á fyrsta 32-liða mótið verði haldið í Bandaríkjunum sumarið 2025. Mótið mun hefjast 15. júní og ljúka 13. júlí. Chelsea, Real Madrid og Manchester City hafa nú þegar tryggt sér sæti á mótinu með sigri í Meistaradeild Evrópu síðustu þrjú tímabilin. Þá hafa Bayern Munchen, PSG, Inter Milan, Porto og Benfica sömuleiðis tryggt sér sæti í gegnum stöðu á stigalista UEFA. Gianni Infantino staðfesti fréttir af nýju fyrirkomulagi á fundi í Sádi Arabíu í dag. Mótið mun fara fram á fjögurra ára fresti á þeim tímapunkti þar sem FIFA hélt áður Álfukeppnina, ári fyrir heimsmeistaramót landsliða. FIFA segir að þessi tími hafi verið valinn þar sem hann passar vel við alþjóðlega leikdaga og til að tryggja að leikmenn fái næga hvíld áður en deildakeppnir hefjast á ný. Engin virðing borin fyrir fjölskyldulífi leikmanna Þessi ákvörðun FIFA hefur engu að síður hlotið töluverða gagnrýni, bæði í dag sem og á síðustu mánuðum þegar fregnir bárust af fyrirætlununum. Formaður leikmannasamtakanna á Englandi segir að ákvörðun FIFA að láta verða af stækkun mótsins sýni að þeim sé sama um velferð leikmanna. „Leikmenn eru orðnir að peðum í valdabaráttu ráðandi afla í knattspyrnuheiminum. Það er enginn tilbúinn að taka eitt skref til baka eða vinna saman að því að búa til sjálfbært dagatal knattspyrnumanna.“ Hann segir að ákvarðanirnar hafi bæði áhrif á leikmenn sem og framtíð stórmótanna. FIFA confirm the Club World Cup in USA will debut from 15 June to 13 July 2025. Clubs confirmed via UCL pathway: Man City, Real Madrid, Chelsea. Clubs confirmed via ranking: Bayern, PSG, Inter, Benfica, Porto. 4 Four more club will be confirmed soon. pic.twitter.com/GzxYnBzXT2— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 17, 2023 „Leikmenn meiðast eða draga sig úr leikmannahópum til að geta tekið eigin ákvarðanir þegar kröfurnar eru orðnar svona miklar.“ Alþjóðlegu leikmannasamtökin Fifpro segir að engin virðing sé borin fyrir fjölskyldulífi leikmannanna. „Stækkun mótsins mun þýða minni hvíld og tíma til endurheimtar fyrir leikmennina í lok tímabilsins 2024-25. Þetta mun einnig hafa áhrif á mörkin á milli móta félagsliða og landsliða.“ Um leið og FIFA greindi frá fyrirætlunum um stækkun heimsmeistaramóts félagsliða sagði sambandið að frá og með desember á næsta ári færi fram leikur á milli sigurvegara Meistaradeildar Evrópu og liðs sem kæmi í gegnum alþjóðlega undankeppni hinna álfusambandanna. FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Sjá meira
Heimsmeistarakeppni félagsliða hefur síðustu árin farið fram í desember. Sjö lið hafa keppt sín á milli frá sex mismunandi heimsálfum. Greint var frá hugmyndum um nýtt fyrirkomulag í fyrra. FIFA hefur nú staðfest á fyrsta 32-liða mótið verði haldið í Bandaríkjunum sumarið 2025. Mótið mun hefjast 15. júní og ljúka 13. júlí. Chelsea, Real Madrid og Manchester City hafa nú þegar tryggt sér sæti á mótinu með sigri í Meistaradeild Evrópu síðustu þrjú tímabilin. Þá hafa Bayern Munchen, PSG, Inter Milan, Porto og Benfica sömuleiðis tryggt sér sæti í gegnum stöðu á stigalista UEFA. Gianni Infantino staðfesti fréttir af nýju fyrirkomulagi á fundi í Sádi Arabíu í dag. Mótið mun fara fram á fjögurra ára fresti á þeim tímapunkti þar sem FIFA hélt áður Álfukeppnina, ári fyrir heimsmeistaramót landsliða. FIFA segir að þessi tími hafi verið valinn þar sem hann passar vel við alþjóðlega leikdaga og til að tryggja að leikmenn fái næga hvíld áður en deildakeppnir hefjast á ný. Engin virðing borin fyrir fjölskyldulífi leikmanna Þessi ákvörðun FIFA hefur engu að síður hlotið töluverða gagnrýni, bæði í dag sem og á síðustu mánuðum þegar fregnir bárust af fyrirætlununum. Formaður leikmannasamtakanna á Englandi segir að ákvörðun FIFA að láta verða af stækkun mótsins sýni að þeim sé sama um velferð leikmanna. „Leikmenn eru orðnir að peðum í valdabaráttu ráðandi afla í knattspyrnuheiminum. Það er enginn tilbúinn að taka eitt skref til baka eða vinna saman að því að búa til sjálfbært dagatal knattspyrnumanna.“ Hann segir að ákvarðanirnar hafi bæði áhrif á leikmenn sem og framtíð stórmótanna. FIFA confirm the Club World Cup in USA will debut from 15 June to 13 July 2025. Clubs confirmed via UCL pathway: Man City, Real Madrid, Chelsea. Clubs confirmed via ranking: Bayern, PSG, Inter, Benfica, Porto. 4 Four more club will be confirmed soon. pic.twitter.com/GzxYnBzXT2— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 17, 2023 „Leikmenn meiðast eða draga sig úr leikmannahópum til að geta tekið eigin ákvarðanir þegar kröfurnar eru orðnar svona miklar.“ Alþjóðlegu leikmannasamtökin Fifpro segir að engin virðing sé borin fyrir fjölskyldulífi leikmannanna. „Stækkun mótsins mun þýða minni hvíld og tíma til endurheimtar fyrir leikmennina í lok tímabilsins 2024-25. Þetta mun einnig hafa áhrif á mörkin á milli móta félagsliða og landsliða.“ Um leið og FIFA greindi frá fyrirætlunum um stækkun heimsmeistaramóts félagsliða sagði sambandið að frá og með desember á næsta ári færi fram leikur á milli sigurvegara Meistaradeildar Evrópu og liðs sem kæmi í gegnum alþjóðlega undankeppni hinna álfusambandanna.
FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Sjá meira