Líkur á að fólk komist ekki heim fyrir jól að aukast talsvert Helena Rós Sturludóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 17. desember 2023 22:31 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Forstjóri Icelandair segir að líkurnar á að farþegar komist ekki á sinn áfangastað fyrir jól aukist talsvert milli vikna í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra og sáttasemjara. Slæmt sé að vita til þess að fólk geti ekki einu sinni talað saman. Vinnustöðvun flugumferðarstjóra hefst á ný í nótt, en þeir hafa ekkert fundað með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins um helgina. Aldís Magnúsdóttir sáttasemjari í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins, Isavia og Félags flugumferðarstjóra segir samningaviðræðurnar í pattstöðu. Ekki sé ástæða til að boða til nýs fundar sem stendur. Aðgerðirnar hafa haft í för með sér miklar afleiðingar, bæði fyrir flugfélögin sjálf og farþega. Í ofanálag fer vinnustöðvunin fram á háannatíma, þegar aðeins vika er í jól. Flugfélögin Play og Icelandair hafa bæði gert ráðstafanir fyrir komandi viku. Play hefur til að mynda breytt leiðakerfi sínu og frestað einhverjum flugferðum. Sömuleiðis hefur Icelandair gripið til ráðstafana til að lágmarka skaðann. Forstjóri Icelandair sagði vikuna verða mjög erfiða. Ljóst sé að ef deilurnar leysist ekki fljótlega muni einhverjir ekki komast á áfangastað fyrir jól. Fleiri farþegar í komandi viku Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair og Birgir Jónsson forstjóri Play eru sammála um að ekki sé góðs viti að deiluaðilar hafi ekki ástæðu til að hittast og funda um helgina. „Það er náttúrlega ekki góð staða að það sé ekkert að þokast. Það er kannski enginn tilgangur að hittast þegar það er svo langt á milli að fundir hafi engan tilgang. Og þá þarf að finna einhverjar aðrar lausnir,“ segir Bogi. „Núna í aðdraganda jóla, hábjargræðistími fyrir flugfélögin, þá er auðvitað mjög slæmt að vita til þess að fólk geti ekki einu sinni talað saman,“ segir Birgir. Bogi segir síðustu viku hafa verið erfiða fyrir flugfélögin og farþega þeirra en komandi vika verði miklu erfiðari. „Fjöldi farþega er svo miklu meiri að það er miklu erfiðara að bregðast við og færa til og þess háttar,“ segir Bogi. „Líkurnar á því að fólk komist ekki á áfangastað fyrir jól eru að aukast talsvert milli vikna,“ bætir hann við. Farþegar Play komist leiðar sinnar Birgir segir afleiðingar verkfallsaðgerðanna í síðustu viku hafa valdið mikilli röskun fyrir farþega. „Mjög mikill kostnaður sem fellur á okkur og almennt vonleysi sem grípur um sig í svona aðstæðum,“ segir hann. Birgir Jónsson, forstjóri Play.Vísir/Vilhelm „Ég myndi segja að starfsfólk Play hafi unnið stórsigur á síðustu dögum. Við höfum náð að gera breytingar á leiðakerfi okkar núna í næstu viku. Þannig að farþegar okkar komast allir á leiðarenda og sinn áfangastað til að halda jólin. Okkar leiðakerfi mun keyra. Það verða tafir en allir munu komast á sinn stað,“ segir Birgir. Bogi segir Icelandair þurfa að gera verulegar ráðstafanir fyrir morgundaginn. Seinka flugum, fella niður flug og sameina. „Og það hefur veruleg áhrif á okkar viðskiptavini og verulegur kostnaður,“ segir Bogi. „Þannig að þetta er stór framkvæmd og erfið og það er akkúrat síðan við vorum að glíma við lokun á Reykjanesbrautinni og svo erum við að glíma við þetta núna af mannavöldum. Þannig að þetta er fáránleg staða að við séum sett í þetta, við og okkar viðskiptavinir.“ Finnst ykkur að stjórnvöld eigi að grípa inn í? „Það er ekkert annað í stöðunni miðað við hvernig hún er núna. Það er ekkert verið að tala saman,“ segir Bogi. Birgir tekur í svipaðan streng. „Ég myndi auðvitað vilja sjá að um semjist og allir geti farið hæfilega sáttir frá borðinu eins og í öllum góðum samningum. En ef ekki þá held ég að stjórnvöld þurfi að grípa inn í,“ segir hann. Kjaraviðræður 2023 Icelandair Play Jól Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Verkalýðsleiðtogar segja ríkisstjórnina þverbrjóta leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Vinnustöðvun flugumferðarstjóra hefst á ný í nótt, en þeir hafa ekkert fundað með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins um helgina. Aldís Magnúsdóttir sáttasemjari í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins, Isavia og Félags flugumferðarstjóra segir samningaviðræðurnar í pattstöðu. Ekki sé ástæða til að boða til nýs fundar sem stendur. Aðgerðirnar hafa haft í för með sér miklar afleiðingar, bæði fyrir flugfélögin sjálf og farþega. Í ofanálag fer vinnustöðvunin fram á háannatíma, þegar aðeins vika er í jól. Flugfélögin Play og Icelandair hafa bæði gert ráðstafanir fyrir komandi viku. Play hefur til að mynda breytt leiðakerfi sínu og frestað einhverjum flugferðum. Sömuleiðis hefur Icelandair gripið til ráðstafana til að lágmarka skaðann. Forstjóri Icelandair sagði vikuna verða mjög erfiða. Ljóst sé að ef deilurnar leysist ekki fljótlega muni einhverjir ekki komast á áfangastað fyrir jól. Fleiri farþegar í komandi viku Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair og Birgir Jónsson forstjóri Play eru sammála um að ekki sé góðs viti að deiluaðilar hafi ekki ástæðu til að hittast og funda um helgina. „Það er náttúrlega ekki góð staða að það sé ekkert að þokast. Það er kannski enginn tilgangur að hittast þegar það er svo langt á milli að fundir hafi engan tilgang. Og þá þarf að finna einhverjar aðrar lausnir,“ segir Bogi. „Núna í aðdraganda jóla, hábjargræðistími fyrir flugfélögin, þá er auðvitað mjög slæmt að vita til þess að fólk geti ekki einu sinni talað saman,“ segir Birgir. Bogi segir síðustu viku hafa verið erfiða fyrir flugfélögin og farþega þeirra en komandi vika verði miklu erfiðari. „Fjöldi farþega er svo miklu meiri að það er miklu erfiðara að bregðast við og færa til og þess háttar,“ segir Bogi. „Líkurnar á því að fólk komist ekki á áfangastað fyrir jól eru að aukast talsvert milli vikna,“ bætir hann við. Farþegar Play komist leiðar sinnar Birgir segir afleiðingar verkfallsaðgerðanna í síðustu viku hafa valdið mikilli röskun fyrir farþega. „Mjög mikill kostnaður sem fellur á okkur og almennt vonleysi sem grípur um sig í svona aðstæðum,“ segir hann. Birgir Jónsson, forstjóri Play.Vísir/Vilhelm „Ég myndi segja að starfsfólk Play hafi unnið stórsigur á síðustu dögum. Við höfum náð að gera breytingar á leiðakerfi okkar núna í næstu viku. Þannig að farþegar okkar komast allir á leiðarenda og sinn áfangastað til að halda jólin. Okkar leiðakerfi mun keyra. Það verða tafir en allir munu komast á sinn stað,“ segir Birgir. Bogi segir Icelandair þurfa að gera verulegar ráðstafanir fyrir morgundaginn. Seinka flugum, fella niður flug og sameina. „Og það hefur veruleg áhrif á okkar viðskiptavini og verulegur kostnaður,“ segir Bogi. „Þannig að þetta er stór framkvæmd og erfið og það er akkúrat síðan við vorum að glíma við lokun á Reykjanesbrautinni og svo erum við að glíma við þetta núna af mannavöldum. Þannig að þetta er fáránleg staða að við séum sett í þetta, við og okkar viðskiptavinir.“ Finnst ykkur að stjórnvöld eigi að grípa inn í? „Það er ekkert annað í stöðunni miðað við hvernig hún er núna. Það er ekkert verið að tala saman,“ segir Bogi. Birgir tekur í svipaðan streng. „Ég myndi auðvitað vilja sjá að um semjist og allir geti farið hæfilega sáttir frá borðinu eins og í öllum góðum samningum. En ef ekki þá held ég að stjórnvöld þurfi að grípa inn í,“ segir hann.
Kjaraviðræður 2023 Icelandair Play Jól Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Verkalýðsleiðtogar segja ríkisstjórnina þverbrjóta leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent