Klopp sagði yfirburðina hafa verið meiri en í 7-0 sigrinum Smári Jökull Jónsson skrifar 17. desember 2023 19:04 Klopp tekur á móti boltanum á hliðarlínunni í dag. Vísir/Getty Jurgen Klopp segir að Liverpool hafi sýnt meiri yfirburði í leik liðsins gegn Manchester United í dag en í 7-0 sigrinum í fyrra. Liðin gerðu markalaust jafntefli á Anfield í dag. Liverpool og Manchester United gerðu markalaust jafntefli þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni á Anfield í dag. Liverpool mistekst því að fara í toppsæti deildarinnar á nýjan leik en Arsenal fór á toppinn eftir sigurinn á Brighton í dag. Jurgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool var í viðtali eftir leik og hann var svekktur með niðurstöðuna. Since the start of the 2016/17 season, only two sides have 34 or more shots in a Premier League game and failed to score: 38 - Man Utd (vs. Burnley in 2016) 34 - Liverpool (vs Man Utd in 2023) No way through for Jürgen Klopp's side. pic.twitter.com/0y0OQhepfB— Squawka (@Squawka) December 17, 2023 „Það eina sem ég er ekki ánægður með eru úrslitin því við hefðum átt að skora. Ég var ánægður með ákefðina og hvernig við byrjuðum leikinn. Ég held að allir hafi séð hvað við vildum gera,“ sagði Klopp eftir leik en Liverpool byrjaði leikinn af miklum krafti og voru nálægt því að skora í upphafi leiks. Liverpool hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik og leikmenn Manchester United komust í örfá skipti inn á varnarþriðjung Liverpool í hálfleiknum. „Gagnpressan hjá okkur var líklega sú besta síðan þessi hópur var settur saman. Við hleyptum þeim ekkert áfram í fyrri hálfleiknum en þeir fengu færi í seinni hálfleik þar sem við þurftum á Ali (Alisson) að halda.“ Jurgen Klopp og Virgil Van Dijk svekktir á svip þakka áhorfendum á Anfield eftir leik í dag.Vísir/Getty Leikurinn opnaðist í síðari hálfleiknum og þá fengu bæði lið færi til að skora. Trent Alexander-Arnold komst næst því þegar hann skaut hárfínt framhjá marki United. Þá fékk Rasmus Höjlund gott færi fyrir United en Alisson í marki Liverpool varði vel. Klopp hélt áfram að tala um yfirburði Liverpool og sagði þá hafa verið meiri en í 7-0 sigri Liverpool gegn United í fyrra. „Ég man ekki eftir jafn mikilli yfirburðaframmistöðu gegn Manchester United. Í 7-0 leiknum voru þeir meira inni í leiknum. En þetta fór 0-0 og eflaust úrslit sem þeir eru ánægðari með en við. Fyrir okkur er bara að taka þessu stigi og halda áfram.“ Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Liverpool og Manchester United gerðu markalaust jafntefli þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni á Anfield í dag. Liverpool mistekst því að fara í toppsæti deildarinnar á nýjan leik en Arsenal fór á toppinn eftir sigurinn á Brighton í dag. Jurgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool var í viðtali eftir leik og hann var svekktur með niðurstöðuna. Since the start of the 2016/17 season, only two sides have 34 or more shots in a Premier League game and failed to score: 38 - Man Utd (vs. Burnley in 2016) 34 - Liverpool (vs Man Utd in 2023) No way through for Jürgen Klopp's side. pic.twitter.com/0y0OQhepfB— Squawka (@Squawka) December 17, 2023 „Það eina sem ég er ekki ánægður með eru úrslitin því við hefðum átt að skora. Ég var ánægður með ákefðina og hvernig við byrjuðum leikinn. Ég held að allir hafi séð hvað við vildum gera,“ sagði Klopp eftir leik en Liverpool byrjaði leikinn af miklum krafti og voru nálægt því að skora í upphafi leiks. Liverpool hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik og leikmenn Manchester United komust í örfá skipti inn á varnarþriðjung Liverpool í hálfleiknum. „Gagnpressan hjá okkur var líklega sú besta síðan þessi hópur var settur saman. Við hleyptum þeim ekkert áfram í fyrri hálfleiknum en þeir fengu færi í seinni hálfleik þar sem við þurftum á Ali (Alisson) að halda.“ Jurgen Klopp og Virgil Van Dijk svekktir á svip þakka áhorfendum á Anfield eftir leik í dag.Vísir/Getty Leikurinn opnaðist í síðari hálfleiknum og þá fengu bæði lið færi til að skora. Trent Alexander-Arnold komst næst því þegar hann skaut hárfínt framhjá marki United. Þá fékk Rasmus Höjlund gott færi fyrir United en Alisson í marki Liverpool varði vel. Klopp hélt áfram að tala um yfirburði Liverpool og sagði þá hafa verið meiri en í 7-0 sigri Liverpool gegn United í fyrra. „Ég man ekki eftir jafn mikilli yfirburðaframmistöðu gegn Manchester United. Í 7-0 leiknum voru þeir meira inni í leiknum. En þetta fór 0-0 og eflaust úrslit sem þeir eru ánægðari með en við. Fyrir okkur er bara að taka þessu stigi og halda áfram.“
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira