Tuttugu hlutu ríkisborgararétt á síðasta þingfundinum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. desember 2023 19:46 Alþingi er nú komið í jólafrí. Vísir/Vilhelm Alþingi veitti tuttugu manns ríkisborgararétt í dag, á síðasta þingfundi fyrir jól. Flestir þeirra koma frá Íran. Fimmtíu greiddu atkvæði með frumvarpinu og enginn gegn því. Þetta kemur fram í þingskjölum síðasta þingfundarins, sem lauk á sjöunda tímanum í kvöld. Þar segir að allsherjar- og menntamálanefnd hafi borist 127 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi 154. löggjafarþings Alþingis. Nefndin lagði til að umsækjendum á 18 umsóknum verði veittur ríkisborgararéttur að þessu sinni auk tveggja barna umsækjenda. Alþingi samþykkti frumvarpið með fimmtíu atkvæðum. Ellefu voru fjarstaddir og tveir greiddu ekki atkvæði. Flestir þeirra sem hlutu ríkisborgararétt voru frá Íran, eða sjö manns. Þá voru fjórir frá Afganistan, tveir frá Bandaríkjunum og Kósóvó og einn frá Palestínu, Túnis, Írak, Filippseyjum og Úkraínu. Sá elsti sem hlaut ríkisborgararétt er fæddur 1974 og sá yngsti er fæddur 2020. Meðalaldur þeirra sem hlutu ríkisborgararétt er 31 ár. Körfuboltakona í hópnum Í hópi þeirra tuttugu sem hlutu ríkisborgararétt er hin þrítuga Danielle Rodriguez, sem spilar körfubolta með Grindavík í Subway-deild kvenna. Ríkisborgararéttur Danielle þýðir að hún er nú gjaldgeng með íslenska landsliðinu. Vorið 2020 braut Dani blað í íslenskri körfuboltasögu, þegar tilkynnt var að hún yrði annar af aðstoðarþjálfurum Arnars Guðjónssonar hjá meistaraflokki karla í Stjörnunni. Alþingi Innflytjendamál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira
Þetta kemur fram í þingskjölum síðasta þingfundarins, sem lauk á sjöunda tímanum í kvöld. Þar segir að allsherjar- og menntamálanefnd hafi borist 127 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi 154. löggjafarþings Alþingis. Nefndin lagði til að umsækjendum á 18 umsóknum verði veittur ríkisborgararéttur að þessu sinni auk tveggja barna umsækjenda. Alþingi samþykkti frumvarpið með fimmtíu atkvæðum. Ellefu voru fjarstaddir og tveir greiddu ekki atkvæði. Flestir þeirra sem hlutu ríkisborgararétt voru frá Íran, eða sjö manns. Þá voru fjórir frá Afganistan, tveir frá Bandaríkjunum og Kósóvó og einn frá Palestínu, Túnis, Írak, Filippseyjum og Úkraínu. Sá elsti sem hlaut ríkisborgararétt er fæddur 1974 og sá yngsti er fæddur 2020. Meðalaldur þeirra sem hlutu ríkisborgararétt er 31 ár. Körfuboltakona í hópnum Í hópi þeirra tuttugu sem hlutu ríkisborgararétt er hin þrítuga Danielle Rodriguez, sem spilar körfubolta með Grindavík í Subway-deild kvenna. Ríkisborgararéttur Danielle þýðir að hún er nú gjaldgeng með íslenska landsliðinu. Vorið 2020 braut Dani blað í íslenskri körfuboltasögu, þegar tilkynnt var að hún yrði annar af aðstoðarþjálfurum Arnars Guðjónssonar hjá meistaraflokki karla í Stjörnunni.
Alþingi Innflytjendamál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira