Leikur flautaður af eftir að leikmaður Luton hné niður á vellinum Smári Jökull Jónsson skrifar 16. desember 2023 16:55 Hlúð að Tom Lockyer á vellinum í dag. Rob Edwards knattspyrnustjóri Luton Town stendur þarna ásamt leikmönnum. Vísir/Getty Tom Lockyer leikmaður Luton Town í ensku úrvalsdeildinni hneig niður á vellinum í leik liðsins gegn Bournemouth. Leikurinn var stöðvaður um leið og gengu leikmenn til búningsherbergja skömmu síðar. Tæplega stundarfjórðungur var liðinn af síðari hálfleik á Vitality Stadium þegar atvikið átti sér stað. Lockyer féll þá til jarðar og voru leikmenn fljótir að bregðast við og kalla eftir aðstoð. Þjálfari Luton Town, Rob Edwards, hljóp inn á völlinn og skipaði leikmönnum að gefa viðbragðaðilum pláss til að hlúa að Lockyer en augljóst var að um alvarlegt atvik var að ræða. Skömmu síðar gengu síðan leikmenn beggja liða til búningsherbergja og fyrir nokkrum mínútum var tilkynnt að leikurinn yrði ekki flautaður á að nýju. Leikmenn ganga af velli eftir atvikið í dag.Vísir/Getty Lockyer var borinn af vellinum en á Skysports kemur fram að liðslæknir Bournemouth hafi staðfest að Lockyer væri með meðvitund. Þetta er í annað sinn sem Lockyer hnígur niður í leik en svipað atvik átti sér stað í maí í úrslitaleik Luton og Coventry um sæti í úrvalsdeildinni. Tilfinningarnar báru Rob Edwards ofurliði þegar hann fór og þakkaði áhorfendum á Vitality leikvanginum eftir að leikurinn var flautaður af.Vísir/Getty Í yfirlýsingu sem Luton Town sendi frá sér eftir leik staðfesti félagið að Lockyer hefði farið í hjartastopp en hafi verið með meðvitund þegar hann var borinn af velli. „Hann fékk frekari meðhöndlun á leikvanginum og við viljum enn og aftur þakka læknateymum beggja liða fyrir þeirra vinnu. Tom var fluttur á sjúkrahús og við getum sagt stuðningsmönnum frá því að hann er í stöðugu ástandi. Hann gengst nú undir frekari rannsóknir og fjölskylda hans er hjá honum,“ segir í yfirlýsingu Luton Town. Fréttin var uppfærð með uppfærðri yfirlýsingu Luton Town. Enski boltinn Tengdar fréttir Fyrirliði Luton hneig niður í leiknum mikilvæga Óhugnanlegt atvik átti sér stað á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga fyrr í dag, þegar að Tom Lockyer, fyrirliði Luton Town, hneig niður í úrslitaleik umspils ensku B-deildarinnar gegn Coventry City. 27. maí 2023 16:29 Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Tæplega stundarfjórðungur var liðinn af síðari hálfleik á Vitality Stadium þegar atvikið átti sér stað. Lockyer féll þá til jarðar og voru leikmenn fljótir að bregðast við og kalla eftir aðstoð. Þjálfari Luton Town, Rob Edwards, hljóp inn á völlinn og skipaði leikmönnum að gefa viðbragðaðilum pláss til að hlúa að Lockyer en augljóst var að um alvarlegt atvik var að ræða. Skömmu síðar gengu síðan leikmenn beggja liða til búningsherbergja og fyrir nokkrum mínútum var tilkynnt að leikurinn yrði ekki flautaður á að nýju. Leikmenn ganga af velli eftir atvikið í dag.Vísir/Getty Lockyer var borinn af vellinum en á Skysports kemur fram að liðslæknir Bournemouth hafi staðfest að Lockyer væri með meðvitund. Þetta er í annað sinn sem Lockyer hnígur niður í leik en svipað atvik átti sér stað í maí í úrslitaleik Luton og Coventry um sæti í úrvalsdeildinni. Tilfinningarnar báru Rob Edwards ofurliði þegar hann fór og þakkaði áhorfendum á Vitality leikvanginum eftir að leikurinn var flautaður af.Vísir/Getty Í yfirlýsingu sem Luton Town sendi frá sér eftir leik staðfesti félagið að Lockyer hefði farið í hjartastopp en hafi verið með meðvitund þegar hann var borinn af velli. „Hann fékk frekari meðhöndlun á leikvanginum og við viljum enn og aftur þakka læknateymum beggja liða fyrir þeirra vinnu. Tom var fluttur á sjúkrahús og við getum sagt stuðningsmönnum frá því að hann er í stöðugu ástandi. Hann gengst nú undir frekari rannsóknir og fjölskylda hans er hjá honum,“ segir í yfirlýsingu Luton Town. Fréttin var uppfærð með uppfærðri yfirlýsingu Luton Town.
Enski boltinn Tengdar fréttir Fyrirliði Luton hneig niður í leiknum mikilvæga Óhugnanlegt atvik átti sér stað á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga fyrr í dag, þegar að Tom Lockyer, fyrirliði Luton Town, hneig niður í úrslitaleik umspils ensku B-deildarinnar gegn Coventry City. 27. maí 2023 16:29 Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Fyrirliði Luton hneig niður í leiknum mikilvæga Óhugnanlegt atvik átti sér stað á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga fyrr í dag, þegar að Tom Lockyer, fyrirliði Luton Town, hneig niður í úrslitaleik umspils ensku B-deildarinnar gegn Coventry City. 27. maí 2023 16:29