Samskiptaleysi olli því að farþegaþotan lenti á sömu braut Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. desember 2023 08:16 Um var að ræða Boeing farþegaþotu Icelandair sem kom inn til lendingar í Keflavík. Vísir/Vilhelm Kerfisbundin mistök og skortur á samskiptum urðu til þess að farþegaþota Icelandair á leið frá Seattle lenti í október árið 2019 á flugbraut í Keflavík þar sem önnur flugvél var fyrir. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um málið. Þann 28. október 2019 hafnaði tveggja manna flugvél í kanti við enda flugbrautar í Keflavík. Farþegavél Icelandair hafði ekki nægilegt eldsneyti til að fljúga til Akureyrar og lenti því á sömu braut og vélin. Samskiptaleysi um Reykjavíkurflugvöll Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa kemur meðal annars fram að farþegaþota Icelandair hafi verið í aðflugi að Keflavíkurflugvelli þegar litla vélin rann af flugbrautarendanum. Reykjavíkurflugvöllur hafi verið skráður sem varaflugvöllur flugsins og bað áhöfn farþegavélarinnar flugumferðarstjóra í aðflugsstjórn Keflavíkurflugvallar um síðustu bremsumælingu fyrir Reykjavíkurflugvöll. Flugumferðarstjórinn hefði svarað því að það tæki hálftíma að fá bremsumælingu þar. Fram kemur í skýrslunni að flugumferðarstjórar í Keflavík hafi hins vegar ekki vitað að þá var þegar verið að undirbúa Reykjavíkurflugvöll fyrir opnun og búið að bremsumæla flugbrautina tvisvar þennan morgun. Rannsóknin hafi leitt í ljós samskiptaleysi á milli aðflugsstjórnar Keflavíkurflugvallar og flugradíóþjónustu Reykjavíkurflugvallar. Vegna þessa komust flugmenn farþegaþotu Icelandair að þeirri niðurstöðu að þeir gætu ekki beðið eftir Reykjavíkurflugvelli og eins að Keflavíkurflugvöllur væri þeirra eini kostur til lendingar. Rannsóknarnefndin kemst á sama tíma á þá niðurstöðu að Reykjavíkurflugvöllur hafi ekki verið heppilegur varaflugvöllur fyrir flugið. Það er með tilliti til veðurspár, opnunartíma flugvallarins, þess tíma sem tekur að hækka neyðarviðbragðsstig flugvallarins og afkastagetu flugvélarinnar í lendingu. Farþegar í litlu flugvélinni ekki látnir vita Fram kemur í skýrslunni að áhöfn farþegavélarinnar hafi loks lýst yfir neyðarástandi til að geta lent á Keflavíkurflugvelli en þá var eldsneyti um borð í vélinni komið niður í 2,8 tonn. Þegar vélin lenti kl. 06:26 þennan dag var eldsneytismagnið 2,6 tonn. Þá segir að flugáhöfn og farþegar flugvélarinnar sem stödd hafi verið á brautinni þegar farþegavél Icelandair lenti þar hafi ekki verið látnir vita að vélin væri að lenda á þeirri braut þar sem þeir voru staddir. Skorti heildarsýn Meðal þess sem rannsóknarnefnd samgönguslysa leggur til í skýrslu sinni til að draga úr líkum á því að slíkt atvik geti gerst aftur er að allar farþegaþotur á leið til landsins, auk farþegaþota í innanlandsflugi, hafi nægilegt eldsneytismagn til þess að fljúga til varaflugvallar og að tekið sé tillit til þess tíma sem það taki að undirbúa flugvöllinn. Þá komst rannsóknarnefndin á þá niðurstöðu að þrátt fyrir að viðeigandi aðilar hefðu öryggisnet í kringum sína starfsemi, þá væri hver þeirra einungis að líta á það frá sínu sjónarhorni og að yfirsýn skorti á heildaröryggiskerfið. Nefndin leggur meðal annars til við Isavia að gæta að samskiptaleiðum á milli Keflavíkurflugvallar og annarra flugvalla utan opnunartíma þeirra. Þá er lagt til að búnir verði til sérstakir ferlar um upplýsingagjöf þeirra á milli, komi til þess að einum þeirra sé lokað. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Icelandair Samgönguslys Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um málið. Þann 28. október 2019 hafnaði tveggja manna flugvél í kanti við enda flugbrautar í Keflavík. Farþegavél Icelandair hafði ekki nægilegt eldsneyti til að fljúga til Akureyrar og lenti því á sömu braut og vélin. Samskiptaleysi um Reykjavíkurflugvöll Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa kemur meðal annars fram að farþegaþota Icelandair hafi verið í aðflugi að Keflavíkurflugvelli þegar litla vélin rann af flugbrautarendanum. Reykjavíkurflugvöllur hafi verið skráður sem varaflugvöllur flugsins og bað áhöfn farþegavélarinnar flugumferðarstjóra í aðflugsstjórn Keflavíkurflugvallar um síðustu bremsumælingu fyrir Reykjavíkurflugvöll. Flugumferðarstjórinn hefði svarað því að það tæki hálftíma að fá bremsumælingu þar. Fram kemur í skýrslunni að flugumferðarstjórar í Keflavík hafi hins vegar ekki vitað að þá var þegar verið að undirbúa Reykjavíkurflugvöll fyrir opnun og búið að bremsumæla flugbrautina tvisvar þennan morgun. Rannsóknin hafi leitt í ljós samskiptaleysi á milli aðflugsstjórnar Keflavíkurflugvallar og flugradíóþjónustu Reykjavíkurflugvallar. Vegna þessa komust flugmenn farþegaþotu Icelandair að þeirri niðurstöðu að þeir gætu ekki beðið eftir Reykjavíkurflugvelli og eins að Keflavíkurflugvöllur væri þeirra eini kostur til lendingar. Rannsóknarnefndin kemst á sama tíma á þá niðurstöðu að Reykjavíkurflugvöllur hafi ekki verið heppilegur varaflugvöllur fyrir flugið. Það er með tilliti til veðurspár, opnunartíma flugvallarins, þess tíma sem tekur að hækka neyðarviðbragðsstig flugvallarins og afkastagetu flugvélarinnar í lendingu. Farþegar í litlu flugvélinni ekki látnir vita Fram kemur í skýrslunni að áhöfn farþegavélarinnar hafi loks lýst yfir neyðarástandi til að geta lent á Keflavíkurflugvelli en þá var eldsneyti um borð í vélinni komið niður í 2,8 tonn. Þegar vélin lenti kl. 06:26 þennan dag var eldsneytismagnið 2,6 tonn. Þá segir að flugáhöfn og farþegar flugvélarinnar sem stödd hafi verið á brautinni þegar farþegavél Icelandair lenti þar hafi ekki verið látnir vita að vélin væri að lenda á þeirri braut þar sem þeir voru staddir. Skorti heildarsýn Meðal þess sem rannsóknarnefnd samgönguslysa leggur til í skýrslu sinni til að draga úr líkum á því að slíkt atvik geti gerst aftur er að allar farþegaþotur á leið til landsins, auk farþegaþota í innanlandsflugi, hafi nægilegt eldsneytismagn til þess að fljúga til varaflugvallar og að tekið sé tillit til þess tíma sem það taki að undirbúa flugvöllinn. Þá komst rannsóknarnefndin á þá niðurstöðu að þrátt fyrir að viðeigandi aðilar hefðu öryggisnet í kringum sína starfsemi, þá væri hver þeirra einungis að líta á það frá sínu sjónarhorni og að yfirsýn skorti á heildaröryggiskerfið. Nefndin leggur meðal annars til við Isavia að gæta að samskiptaleiðum á milli Keflavíkurflugvallar og annarra flugvalla utan opnunartíma þeirra. Þá er lagt til að búnir verði til sérstakir ferlar um upplýsingagjöf þeirra á milli, komi til þess að einum þeirra sé lokað.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Icelandair Samgönguslys Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira