Samskiptaleysi olli því að farþegaþotan lenti á sömu braut Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. desember 2023 08:16 Um var að ræða Boeing farþegaþotu Icelandair sem kom inn til lendingar í Keflavík. Vísir/Vilhelm Kerfisbundin mistök og skortur á samskiptum urðu til þess að farþegaþota Icelandair á leið frá Seattle lenti í október árið 2019 á flugbraut í Keflavík þar sem önnur flugvél var fyrir. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um málið. Þann 28. október 2019 hafnaði tveggja manna flugvél í kanti við enda flugbrautar í Keflavík. Farþegavél Icelandair hafði ekki nægilegt eldsneyti til að fljúga til Akureyrar og lenti því á sömu braut og vélin. Samskiptaleysi um Reykjavíkurflugvöll Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa kemur meðal annars fram að farþegaþota Icelandair hafi verið í aðflugi að Keflavíkurflugvelli þegar litla vélin rann af flugbrautarendanum. Reykjavíkurflugvöllur hafi verið skráður sem varaflugvöllur flugsins og bað áhöfn farþegavélarinnar flugumferðarstjóra í aðflugsstjórn Keflavíkurflugvallar um síðustu bremsumælingu fyrir Reykjavíkurflugvöll. Flugumferðarstjórinn hefði svarað því að það tæki hálftíma að fá bremsumælingu þar. Fram kemur í skýrslunni að flugumferðarstjórar í Keflavík hafi hins vegar ekki vitað að þá var þegar verið að undirbúa Reykjavíkurflugvöll fyrir opnun og búið að bremsumæla flugbrautina tvisvar þennan morgun. Rannsóknin hafi leitt í ljós samskiptaleysi á milli aðflugsstjórnar Keflavíkurflugvallar og flugradíóþjónustu Reykjavíkurflugvallar. Vegna þessa komust flugmenn farþegaþotu Icelandair að þeirri niðurstöðu að þeir gætu ekki beðið eftir Reykjavíkurflugvelli og eins að Keflavíkurflugvöllur væri þeirra eini kostur til lendingar. Rannsóknarnefndin kemst á sama tíma á þá niðurstöðu að Reykjavíkurflugvöllur hafi ekki verið heppilegur varaflugvöllur fyrir flugið. Það er með tilliti til veðurspár, opnunartíma flugvallarins, þess tíma sem tekur að hækka neyðarviðbragðsstig flugvallarins og afkastagetu flugvélarinnar í lendingu. Farþegar í litlu flugvélinni ekki látnir vita Fram kemur í skýrslunni að áhöfn farþegavélarinnar hafi loks lýst yfir neyðarástandi til að geta lent á Keflavíkurflugvelli en þá var eldsneyti um borð í vélinni komið niður í 2,8 tonn. Þegar vélin lenti kl. 06:26 þennan dag var eldsneytismagnið 2,6 tonn. Þá segir að flugáhöfn og farþegar flugvélarinnar sem stödd hafi verið á brautinni þegar farþegavél Icelandair lenti þar hafi ekki verið látnir vita að vélin væri að lenda á þeirri braut þar sem þeir voru staddir. Skorti heildarsýn Meðal þess sem rannsóknarnefnd samgönguslysa leggur til í skýrslu sinni til að draga úr líkum á því að slíkt atvik geti gerst aftur er að allar farþegaþotur á leið til landsins, auk farþegaþota í innanlandsflugi, hafi nægilegt eldsneytismagn til þess að fljúga til varaflugvallar og að tekið sé tillit til þess tíma sem það taki að undirbúa flugvöllinn. Þá komst rannsóknarnefndin á þá niðurstöðu að þrátt fyrir að viðeigandi aðilar hefðu öryggisnet í kringum sína starfsemi, þá væri hver þeirra einungis að líta á það frá sínu sjónarhorni og að yfirsýn skorti á heildaröryggiskerfið. Nefndin leggur meðal annars til við Isavia að gæta að samskiptaleiðum á milli Keflavíkurflugvallar og annarra flugvalla utan opnunartíma þeirra. Þá er lagt til að búnir verði til sérstakir ferlar um upplýsingagjöf þeirra á milli, komi til þess að einum þeirra sé lokað. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Icelandair Samgönguslys Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um málið. Þann 28. október 2019 hafnaði tveggja manna flugvél í kanti við enda flugbrautar í Keflavík. Farþegavél Icelandair hafði ekki nægilegt eldsneyti til að fljúga til Akureyrar og lenti því á sömu braut og vélin. Samskiptaleysi um Reykjavíkurflugvöll Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa kemur meðal annars fram að farþegaþota Icelandair hafi verið í aðflugi að Keflavíkurflugvelli þegar litla vélin rann af flugbrautarendanum. Reykjavíkurflugvöllur hafi verið skráður sem varaflugvöllur flugsins og bað áhöfn farþegavélarinnar flugumferðarstjóra í aðflugsstjórn Keflavíkurflugvallar um síðustu bremsumælingu fyrir Reykjavíkurflugvöll. Flugumferðarstjórinn hefði svarað því að það tæki hálftíma að fá bremsumælingu þar. Fram kemur í skýrslunni að flugumferðarstjórar í Keflavík hafi hins vegar ekki vitað að þá var þegar verið að undirbúa Reykjavíkurflugvöll fyrir opnun og búið að bremsumæla flugbrautina tvisvar þennan morgun. Rannsóknin hafi leitt í ljós samskiptaleysi á milli aðflugsstjórnar Keflavíkurflugvallar og flugradíóþjónustu Reykjavíkurflugvallar. Vegna þessa komust flugmenn farþegaþotu Icelandair að þeirri niðurstöðu að þeir gætu ekki beðið eftir Reykjavíkurflugvelli og eins að Keflavíkurflugvöllur væri þeirra eini kostur til lendingar. Rannsóknarnefndin kemst á sama tíma á þá niðurstöðu að Reykjavíkurflugvöllur hafi ekki verið heppilegur varaflugvöllur fyrir flugið. Það er með tilliti til veðurspár, opnunartíma flugvallarins, þess tíma sem tekur að hækka neyðarviðbragðsstig flugvallarins og afkastagetu flugvélarinnar í lendingu. Farþegar í litlu flugvélinni ekki látnir vita Fram kemur í skýrslunni að áhöfn farþegavélarinnar hafi loks lýst yfir neyðarástandi til að geta lent á Keflavíkurflugvelli en þá var eldsneyti um borð í vélinni komið niður í 2,8 tonn. Þegar vélin lenti kl. 06:26 þennan dag var eldsneytismagnið 2,6 tonn. Þá segir að flugáhöfn og farþegar flugvélarinnar sem stödd hafi verið á brautinni þegar farþegavél Icelandair lenti þar hafi ekki verið látnir vita að vélin væri að lenda á þeirri braut þar sem þeir voru staddir. Skorti heildarsýn Meðal þess sem rannsóknarnefnd samgönguslysa leggur til í skýrslu sinni til að draga úr líkum á því að slíkt atvik geti gerst aftur er að allar farþegaþotur á leið til landsins, auk farþegaþota í innanlandsflugi, hafi nægilegt eldsneytismagn til þess að fljúga til varaflugvallar og að tekið sé tillit til þess tíma sem það taki að undirbúa flugvöllinn. Þá komst rannsóknarnefndin á þá niðurstöðu að þrátt fyrir að viðeigandi aðilar hefðu öryggisnet í kringum sína starfsemi, þá væri hver þeirra einungis að líta á það frá sínu sjónarhorni og að yfirsýn skorti á heildaröryggiskerfið. Nefndin leggur meðal annars til við Isavia að gæta að samskiptaleiðum á milli Keflavíkurflugvallar og annarra flugvalla utan opnunartíma þeirra. Þá er lagt til að búnir verði til sérstakir ferlar um upplýsingagjöf þeirra á milli, komi til þess að einum þeirra sé lokað.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Icelandair Samgönguslys Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira