Orri áttaði sig á mikilvægi stundarinnar: Gerðu það sem flestir töldu ógerlegt Aron Guðmundsson skrifar 15. desember 2023 08:00 Orri í leik með FC Kaupmannahöfn gegn Manchester United á Old Trafford í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Vísir/Getty Orri Steinn Óskarsson og liðsfélagar hans í FC Kaupmannahöfn skrifuðu söguna fyrir félagið í Meistaradeild Evrópu á dögunum í aðstæðum sem voru fyrir fram taldar ógerlegar fyrir liðið að skara fram úr í. Úrslit á borð við 4-3 heimasigur gegn Manchester United sáu til þess að danska liðið eygði möguleika á sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir lokaleik sinn í riðlakeppninni heima gegn Galatasaray. FC Kaupmannahöfn vann þann leik með einu marki gegn engu. Sæti í sextán liða úrslitum var tryggt. Skilaboðin frá þjálfara Orra Steins hjá FCK við leikmenn sína að sætið í 16-liða úrslitum var tryggt, voru skýr. Þeir hefðu verið að ná sögulegu afrek. It s historical what you did #UCL #fcklive pic.twitter.com/63YlQtIJoQ— F.C. København (@FCKobenhavn) December 13, 2023 Orri segir leikmenn liðsins hafa verið meðvitaða um það fyrir leikinn gegn Galatasaray hvaða þýðingu það myndi hafa að bera sigur úr býtum og trygga sig inn í sextán liða úrslitin. „Já, tók engan tíma að átta sig á því. Við gerðum okkur grein fyrir því hvað þetta gæti þýtt fyrir lokaleikinn gegn Galatasaray. Vissum að þetta væri leikur á risastóru sviði. Að það yrði mjög mikilvægt fyrir félagið sem og fótboltann í Danmörku í heild sinni ef okkur tækist ætlunarverkið. Að vinna þennan leik var því risastórt. Þetta er aðeins í annað skipti sem FC Kaupmannahöfn nær að tryggja sér sæti í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Við erum mjög stoltir af því að hafa náð þessu, bæði fyrir hönd liðsins sem og Kaupmannahafnar.“ Markmiðið að spila í Evrópu eftir áramót Það voru fáir sem bjuggust við því að FC Kaupmannahöfn myndi ná að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir að liðið var dregið í riðil með Bayern Munchen, Manchester United og Galatasaray. En eftir því sem leið á riðlakeppnina var ljóst að leikmenn FCK ætluðu sér ekki bara að vera með í Meistaradeildinni. „Þetta er auðvitað gríðarlega sterkur riðill sem við drógumst þarna í á sínum tíma. Þrjú önnur lið sem eru að mínu mati í heimsklassa,“ segir Orri í samtali við Vísi. „Ég myndi líka setja okkur hjá FC Kaupmannahöfn í þann flokk núna. Spilamennska okkar hefur séð til þess. Fyrstu markmiðin hjá okkur í þessari baráttu voru að sjá til þess að við værum enn að spila í Evrópukeppni eftir áramót.“ Og var þá ekki endilega verið að meina í Meistaradeildinni því þriðja sæti riðilsins hefði veitt FC Kaupmannahöfn þátttökurétt í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. „Krafan um annað sæti riðilsins var ekki endilega sú krafa sem við settum á sjálfa okkur. Einbeiting okkar var kannski fyrst á þetta þriðja sæti og að gera betur í riðlakeppninni heldur en á síðasta tímabili þar sem að liðið stóð uppi með núll sigra.“ Eftir því sem leið á keppnina. Eftir því sem FC Kaupmannahöfn sýndi það ítrekað að það gæti staðið í hárinu á þessum stórliðum í riðlinum. Jókst trúin innan liðsins á að sæti í sextán liða úrslitum væri mögulegt. „Því fleiri leiki sem þú spilar á þessu gæðastigi. Því nær sem þú kemst því að venjast tempóinu og hraðanum. Því meiri verður trúin og vonin um að við getum afrekað það sem margir töldu ómögulegt fyrir okkur. Við komum mjög vel út úr flestum leikjum í riðlakeppninni. Spilum góðan varnarleik og sóknarleik inn á milli. Það var lykillinn fyrir okkur í þessum stóru leikjum. Sérstaklega á útivelli.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Danmörk Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira
Úrslit á borð við 4-3 heimasigur gegn Manchester United sáu til þess að danska liðið eygði möguleika á sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir lokaleik sinn í riðlakeppninni heima gegn Galatasaray. FC Kaupmannahöfn vann þann leik með einu marki gegn engu. Sæti í sextán liða úrslitum var tryggt. Skilaboðin frá þjálfara Orra Steins hjá FCK við leikmenn sína að sætið í 16-liða úrslitum var tryggt, voru skýr. Þeir hefðu verið að ná sögulegu afrek. It s historical what you did #UCL #fcklive pic.twitter.com/63YlQtIJoQ— F.C. København (@FCKobenhavn) December 13, 2023 Orri segir leikmenn liðsins hafa verið meðvitaða um það fyrir leikinn gegn Galatasaray hvaða þýðingu það myndi hafa að bera sigur úr býtum og trygga sig inn í sextán liða úrslitin. „Já, tók engan tíma að átta sig á því. Við gerðum okkur grein fyrir því hvað þetta gæti þýtt fyrir lokaleikinn gegn Galatasaray. Vissum að þetta væri leikur á risastóru sviði. Að það yrði mjög mikilvægt fyrir félagið sem og fótboltann í Danmörku í heild sinni ef okkur tækist ætlunarverkið. Að vinna þennan leik var því risastórt. Þetta er aðeins í annað skipti sem FC Kaupmannahöfn nær að tryggja sér sæti í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Við erum mjög stoltir af því að hafa náð þessu, bæði fyrir hönd liðsins sem og Kaupmannahafnar.“ Markmiðið að spila í Evrópu eftir áramót Það voru fáir sem bjuggust við því að FC Kaupmannahöfn myndi ná að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir að liðið var dregið í riðil með Bayern Munchen, Manchester United og Galatasaray. En eftir því sem leið á riðlakeppnina var ljóst að leikmenn FCK ætluðu sér ekki bara að vera með í Meistaradeildinni. „Þetta er auðvitað gríðarlega sterkur riðill sem við drógumst þarna í á sínum tíma. Þrjú önnur lið sem eru að mínu mati í heimsklassa,“ segir Orri í samtali við Vísi. „Ég myndi líka setja okkur hjá FC Kaupmannahöfn í þann flokk núna. Spilamennska okkar hefur séð til þess. Fyrstu markmiðin hjá okkur í þessari baráttu voru að sjá til þess að við værum enn að spila í Evrópukeppni eftir áramót.“ Og var þá ekki endilega verið að meina í Meistaradeildinni því þriðja sæti riðilsins hefði veitt FC Kaupmannahöfn þátttökurétt í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. „Krafan um annað sæti riðilsins var ekki endilega sú krafa sem við settum á sjálfa okkur. Einbeiting okkar var kannski fyrst á þetta þriðja sæti og að gera betur í riðlakeppninni heldur en á síðasta tímabili þar sem að liðið stóð uppi með núll sigra.“ Eftir því sem leið á keppnina. Eftir því sem FC Kaupmannahöfn sýndi það ítrekað að það gæti staðið í hárinu á þessum stórliðum í riðlinum. Jókst trúin innan liðsins á að sæti í sextán liða úrslitum væri mögulegt. „Því fleiri leiki sem þú spilar á þessu gæðastigi. Því nær sem þú kemst því að venjast tempóinu og hraðanum. Því meiri verður trúin og vonin um að við getum afrekað það sem margir töldu ómögulegt fyrir okkur. Við komum mjög vel út úr flestum leikjum í riðlakeppninni. Spilum góðan varnarleik og sóknarleik inn á milli. Það var lykillinn fyrir okkur í þessum stóru leikjum. Sérstaklega á útivelli.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Danmörk Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira