Gamli FH-ingurinn búinn að koma FCK í sextán liða úrslit: „Mjög klókur þjálfari“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. desember 2023 15:00 Jacob Neestrup fagnar eftir sigur FC Kaupmannahafnar á Galatasaray. getty/Lars Ronbog Ólafur Kristjánsson hefur mikið álit á þjálfara FC Kaupmannahafnar sem er komið í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Hann segir að handbragð hans sjáist greinilega á liðinu. FCK tryggði sér farseðilinn í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar með 1-0 sigri á Galatasaray á Parken í gær. Lukas Lerager skoraði eina mark leiksins á 58. mínútu. FCK skildi ekki bara Galatasaray eftir í A-riðli heldur einnig Manchester United sem endaði í fjórða og neðsta sæti riðilsins. Þjálfari FCK er Jacob Neestrup. Hann lék með FH sumarið 2010 en þurfti að hætta ungur vegna meiðsla og sneri sér þá að þjálfun. „Jacob Neestrup er mjög klókur þjálfari. Hann var hjá FCK, fór svo aðeins og þjálfaði hjá Viborg. Hann var svo aðstoðarþjálfari hjá FCK og er núna kominn með taumhaldið,“ sagði Ólafur í Meistaradeildarmörkunum í gær. „Hann hefur náð að skapa allavega úrslit og lið sem hefur mörg einkennum þess sem voru einkenni FCK þegar Ståle Solbakken var með liðið, án þess þó að herma eftir. Hans bragur er á liðinu. Þú sérð á FCK-liðinu hvað þeir vilja gera, hvernig þeir vilja spila og virðingu þeirra fyrir öllum þáttum leiksins. Þeir vita hvað þeir geta og hvað þeir geta ekki og hafa spilað þessa riðlakeppni feykilega vel. Það er gríðarlega sterkt fyrir ungan þjálfara eins og Neestrup, í erfiðu starfi, að koma liðinu áfram í sextán liða úrslit.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um FCK Jóhannes Karl Guðjónsson tók undir með Ólafi og hrósaði Neestrup og strákunum hans í hástert. „Þetta er virkilega vel skipulagt lið á allan hátt, í sókn, vörn og skyndisóknum. Þetta er rosalega skemmtilegt lið að fylgjast með. Auðvitað var Galatasaray fullt með boltann og fullt inni á síðasta þriðjungnum. En menn voru vel staðsettir inn í vítateignum þegar boltarnir komu fyrir. Þetta er engin tilviljun. Þeir eru með fullt af góðum leikmönnum en skipulagið hjá Neestrup er virkilega flott,“ sagði Jóhannes Karl. „Ég vil líka hrósa Viktori Claesson fyrir þessa frammistöðu. Hann birtist einu sinni á nærsvæðinu og hreinsar boltann í burtu og svo allt í einu er hann orðinn fremsti maður. Hann spilar sem svona fölsk nía í þessu liði og átti líka virkilega góðan dag.“ Umræðuna um Jacob Neestrup og FCK má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Fleiri fréttir Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjá meira
FCK tryggði sér farseðilinn í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar með 1-0 sigri á Galatasaray á Parken í gær. Lukas Lerager skoraði eina mark leiksins á 58. mínútu. FCK skildi ekki bara Galatasaray eftir í A-riðli heldur einnig Manchester United sem endaði í fjórða og neðsta sæti riðilsins. Þjálfari FCK er Jacob Neestrup. Hann lék með FH sumarið 2010 en þurfti að hætta ungur vegna meiðsla og sneri sér þá að þjálfun. „Jacob Neestrup er mjög klókur þjálfari. Hann var hjá FCK, fór svo aðeins og þjálfaði hjá Viborg. Hann var svo aðstoðarþjálfari hjá FCK og er núna kominn með taumhaldið,“ sagði Ólafur í Meistaradeildarmörkunum í gær. „Hann hefur náð að skapa allavega úrslit og lið sem hefur mörg einkennum þess sem voru einkenni FCK þegar Ståle Solbakken var með liðið, án þess þó að herma eftir. Hans bragur er á liðinu. Þú sérð á FCK-liðinu hvað þeir vilja gera, hvernig þeir vilja spila og virðingu þeirra fyrir öllum þáttum leiksins. Þeir vita hvað þeir geta og hvað þeir geta ekki og hafa spilað þessa riðlakeppni feykilega vel. Það er gríðarlega sterkt fyrir ungan þjálfara eins og Neestrup, í erfiðu starfi, að koma liðinu áfram í sextán liða úrslit.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um FCK Jóhannes Karl Guðjónsson tók undir með Ólafi og hrósaði Neestrup og strákunum hans í hástert. „Þetta er virkilega vel skipulagt lið á allan hátt, í sókn, vörn og skyndisóknum. Þetta er rosalega skemmtilegt lið að fylgjast með. Auðvitað var Galatasaray fullt með boltann og fullt inni á síðasta þriðjungnum. En menn voru vel staðsettir inn í vítateignum þegar boltarnir komu fyrir. Þetta er engin tilviljun. Þeir eru með fullt af góðum leikmönnum en skipulagið hjá Neestrup er virkilega flott,“ sagði Jóhannes Karl. „Ég vil líka hrósa Viktori Claesson fyrir þessa frammistöðu. Hann birtist einu sinni á nærsvæðinu og hreinsar boltann í burtu og svo allt í einu er hann orðinn fremsti maður. Hann spilar sem svona fölsk nía í þessu liði og átti líka virkilega góðan dag.“ Umræðuna um Jacob Neestrup og FCK má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Fleiri fréttir Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn